Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Samningur WTO um viðskiptaliprun tekur gildi - 23.2.2017

Fyrsti marghliða samningurinn sem samkomulag hefur náðst um frá stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar árið 1995.

Lesa meira

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn - 21.2.2017

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál.

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið stendur sterkt og sameinað - 16.2.2017

Í dag lauk tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO þar sem rætt var um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað, og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála.

Lesa meira

Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni - 16.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, um tvíhliða varnarsamstarf landanna og þróun öryggismála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi.

Lesa meira

Fundað með utanríkismálastjóra ESB - 15.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB í Brussel, en þau ræddu samskipti Íslands og ESB, málefni norðurslóða og öryggismál.

Lesa meira

Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO - 15.2.2017

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun. 

Lesa meira

Mikilvægt að eiga gott samráð um Brexit - 14.2.2017

Í dag átti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fund með Michel Barnier, aðalsamningamanni Evrópusambandsins, í væntanlegum viðræðum um brotthvarf Breta úr sambandinu.

Lesa meira

Ræddu öryggismál á norðanverðu Atlantshafi - 3.2.2017

Guðlaugur Þór tekur á móti Mercier.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Denis Mercier, yfirhershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, funduðu í Reykjavík síðdegis í gær.

Lesa meira

Styrkja samvinnu um endurnýjanlega orku og í sjávarútvegsmálum - 2.2.2017

Guðlaugur Þór og Davor Ivo Stier

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með Davor Ivo Stier, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Króatíu, sem staddur er hér á landi í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Króatíu fyrst ríkja

Lesa meira

Um landgöngu íslenskra ríkisborgara í Bandaríkjunum - 1.2.2017

Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að íslenskir ríkisborgarar sem eru jafnframt ríkisborgarar í einhverju þeirra sjö ríkja er tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við landgöngu varðar, geta fengið vegabréfsáritun, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði til þess.

Lesa meira

Tilskipun Bandaríkjaforseta mótmælt - 31.1.2017

Gudlaugur Thor og Benjamin Ziff

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom í morgun á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna á fundi með Benjamin Ziff, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem staddur er hér á landi. Gerði ráðherra meðal annars grein fyrir þeim afleiðingum sem bannið hefði hérlendis á íslenska ríkisborgara með tvöfalt ríkisfang sem eiga uppruna sinn að rekja til þeirra ríkja sem bannið nær til. 

Lesa meira

Aukið samstarf á milli Íslands og Noregs um Brexit og EES - 31.1.2017

Gudlaugur Thor og Frank Bakke-Jensen ásamt embættismönnum

Ísland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta var niðurstaða fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES- og Evrópumálaráðherra Noregs, í Reykjavík í gær. 

Lesa meira

Þungar áhyggjur af afleiðingum tilskipunar Bandaríkjaforseta - 29.1.2017

"Ég tel það fjarri lagi að bann við komu flóttafólks og íbúa ákveðinna ríkja sé besta leiðin til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, sem er yfirlýst markmið tilskipunarinnar," segir utanríkisráðherra. Lesa meira

Öryggismál á norðurslóðum og Brexit meðal umræðuefna í Kaupmannahöfn - 25.1.2017

Utanríkisráðherra með Anders Samuelsen

Samskipti Íslands og Danmerkur, öryggismál á norðanverðu Atlantshafi og Brexit voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn í dag.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir málefni norðurslóða í Tromsø - 23.1.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi, sjálfbærni á svæðinu og málefni hafsins að umtalsefni í ræðu sinni í morgun á Arctic Frontiers ráðstefnunni, sem haldin er í Tromsø í Noregi. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra hrærður vegna samhugar grænlensku þjóðarinnar - 23.1.2017

Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq, eftir að lögregla hafði tilkynnt að talið væri að Birna Brjánsdóttir hefði fundist látin. Í bréfi utanríkisráðherrans segir að fyrir hönd grænlensku landstjórnarinnar og Grænlendinga allra færi hann Íslendingum sínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Lesa meira

EFTA-ríkin þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur - 19.1.2017

EFTA-ríkin náðu mikilvægum áfanga í Sviss í dag við að þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur-ríkin (þ.e. Brasilía, Úruguay, Argentína og Paraguay) þegar fulltrúar landanna undirrituðu yfirlýsingu sem staðfestir lok undirbúningsviðræðna fyrir gerð  fríverslunarsamnings. Gert er ráð fyrir að formlegar fríverslunarviðræður hefjist síðar á þessu ári en til þessa hafa viðræður EFTA-ríkjanna og Mercosur verið á grundvelli samstarfsyfirlýsingar frá árinu 2000. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra - 17.1.2017

Utanríkisráðherra ásamt erlendu sendiherrunum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með sendifulltrúum þeirra ríkja sem eru með sendiráð á Íslandi og kynnti þeim helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum. 

Lesa meira

Nordic Matters: Norræn menning í brennidepli í London árið 2017 - 13.1.2017

Southbank Centre byggingin

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London allt árið 2017 með menningarhátíðinni Nordic Matters, sem hófst formlega í dagSouthbank Centre er stærsta menningarmiðstöð Bretlands og stendur hún við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg London en hana sækja 5 milljónir gesta ár hvert. Boðið verður upp á fjölbreytta norræna menningardagskrá á sviðum bókmennta, tónlistar, dans, myndlistar, hönnunar, tísku, matvæla og arkitektúrs, auk þess sem hægt verður að sækja fjölda fyrirlestra og málstofa.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 12.1.2017

Borgar Þór Einarsson

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. 

Lesa meira

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hafinn - 12.1.2017

Guðlaugur Þór í ræðustól í dag

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu fyrir árin 2019-2021 hófst í dag og flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnunarávarp að því tilefni á fjölmennum fundi í Hörpu. Með fundinum er hafinn eiginlegur undirbúningur að íslensku formennskunni í víðtæku samráði við þá fjölmörgu aðila sem sinna norðurslóðamálefnum hér á landi. Rúmlega 100 manns taka þátt í fundinum.

Lesa meira

Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra - 11.1.2017

Lilja afhendir Guðlaugi Þór lyklana að ráðuneytinu

Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr utanríkisráðherra. Hann tók við embættinu á ríkisráðsfundi fyrr í dag. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra, afhenti Guðlaugi Þór lyklana, í formi aðgangskorts, að skrifstofu ráðherra. 

Lesa meira

Tæpum 800 milljónum varið til mannúðaraðstoðar 2016 - 4.1.2017

Á árinu 2016 námu heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar um 770 milljónum króna. Þar af voru 500 milljónir króna af sérstöku framlagi sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. 

Lesa meira