Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Bretar og Íslendingar samstíga í fríverslunarmálum - 19.4.2017

Guðlaugur Þór og Greg Hands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur í gær og í dag átt fundi í London með ráðherrum í ráðuneyti sem fer með úrsögn Breta úr ESB (DExEU), og breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu (DIT) þar sem sameiginleg úrlausnarefni vegna úrsagnar Breta úr ESB og framtíðarfyrirkomulag viðskipta landanna  voru til umræðu. 

Lesa meira

Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson - 18.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson og Boris Johnson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands i kjölfar útgöngunnar. „Þetta var afar jákvæður og gagnlegur fundur og mikill samhljómur ríkti,“ segir utanríkisráðherra. 

Lesa meira

Þýskaland eitt helsta samstarfsríki Íslendinga - 6.4.2017

©Auswaertiges Amt/Photothek

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Sigmar Gabriel utanríkisráðherra Þýskalands í Berlín, þar sem þeir ræddu tvíhliðamál og þau málefni sem hæst ber á alþjóðavettvangi. Í gærkvöldi var Guðlaugur Þór svo viðstaddur kynningu í sendiráðsbústað Íslands í Berlín á “Out of Controll” verkefni myndlistarmannsins Egils Sæbjörnssonar.

Lesa meira

Ítrekaði stuðning og framlög Íslands til fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi - 5.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti um að íslensk stjórnvöld myndu leggja 200 milljónir króna á ári til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og nágrannaríkjunum til 2020 til viðbótar við framlög til móttöku flóttamanna. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að standa vel að bæði móttöku flóttamanna og styðja neyðaraðstoð á vettvangi.

Lesa meira

Ráðherra á ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi - 4.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir fréttir um enn eina árás á óbreytta borgara, þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt, vera skelfilegan aðdraganda ráðstefnunnar.

Lesa meira

Málþing og umræður um utanríkisþjónustu til framtíðar - 3.4.2017

Utanríkisþjónusta til framtíðar, er yfirskrift málþings sem utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að á morgun, þriðjudaginn 4. apríl. Málþingið er hluti af vinnu sem nú stendur yfir í ráðuneytinu en hún miðar að heildstæðu mati á störfum og hagsmunagæslu utanríkisþjónustunnar.

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið hornsteinn í samvinnu Evrópu og Norður-Ameríku - 31.3.2017

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag um sameiginlegan varnarviðbúnað, aðgerðir til að stuðla að stöðugleika, aukin framlög til varnarmála og stöðuna í Úkraínu.

Lesa meira

Forseti og utanríkisráðherra funduðu með Pútín - 30.3.2017

Forseti Íslands, utanríkisráðherra og Rússlandsforseti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, áttu í dag fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Arkhangelsk, þar sem þeir taka þátt í ráðstefnu um málefni norðurslóða. Tvíhliða samskipti ríkjanna, viðskipti, og ýmis alþjóðamál voru rædd á fundinum, m.a. innflutningsbann Rússa á íslenskar vörur og norðurslóðamál. 

Lesa meira

Áhugi á auknu samstarfi í sjávarútvegi í Múrmansk - 30.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, funduðu í dag með héraðsstjóra Múrmansk, Marínu Kovtun, en þar eru mikil umsvif í sjávarútvegi. Ráðherra fylgdi með þessum fundi eftir Múrmanskferð fulltrúa tíu íslenskra fyrirtækja sem öll tengjast sjávarútvegi.

Lesa meira

Mikilvægt að viðhalda samtali - 30.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Danmerkur. Á fundi ráðherranna voru samskiptin við Rússland, samvinna á norðurslóðum, öryggismál og helstu álitamál á alþjóðavettvangi til umfjöllunar.

Lesa meira

Norðurslóðir ekki lengur á hjara veraldar - 29.3.2017

Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum og aukin alþjóðleg athygli á málefnum svæðisins voru meginefni ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt á ráðstefnu um samvinnu á norðurslóðum sem nú stendur yfir í Arkhangelsk. Þá fundaði ráðherra með Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs.

Lesa meira

Ráðherra til fundar við Pútín og Lavrov á norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk - 28.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk á morgun og mun í tengslum við hana eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, svo og Vladimír Pútín Rússlasndsforseta, ásamt forseta Íslands. 

Lesa meira

Tímabundið landamæraeftirlit til Ítalíu í maí - 28.3.2017

Utanríkisráðuneytið minnir alla þá, sem leið eiga til Ítalíu, á að hafa með sér vegabréf, sem eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Þessi áminning á raunar við öll ferðalög úr landi því ekki er hægt að tryggja að ferðalangar komist á milli landa nema með gild vegabréf.

Lesa meira

Iceland-málið kynnt á fundi í Alþjóðahugverkastofnuninni - 27.3.2017

Iceland-málið var í dag kynnt á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar í Genf um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir, en fundinn sóttu fulltrúar 87 ríkja.

Lesa meira

Fríverslun rædd á fundi utanríkisráðherra Íslands og Færeyja - 27.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti hádegisverðarfund með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja á föstudag, 24. mars, en fundurinn var haldinn í tengslum við komu færeyskrar viðskiptasendinefndar hingað til lands.

Lesa meira

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál.

Lesa meira

Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES - 22.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu

Lesa meira

Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs SÞ - 20.3.2017

Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.

Lesa meira

Ræða samvinnu innan EFTA og í öryggis- og varnarmálum - 20.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fundi með Monicu Mæland, utanríkisviðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs, og fulltrúum utanríkis- og varnarmálanefndar og EFTA-EES-nefndar norska Stórþingsins.

Lesa meira

Fimmta viðræðufundi ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi lokið - 19.3.2017

Góður árangur náðist á fundinum og liggja nú fyrir drög að samningi, þar sem ekki skilur mikið á milli aðila. Voru ríkin ásátt um að ljúka samningaviðræðum síðar á þessu ári.

Lesa meira

Viðræður ríkja um veiðitakmarkanir og rannsóknasamstarf í Norður-Íshafi - 15.3.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt í morgun opnunarávarp á fundi níu ríkja og fulltrúa Evrópusambandsins um veiðitakmarkanir og rannsóknasamstarf í Norður-Íshafi, í Reykjavík. Þetta er fimmta lota samningaferilsins, en hún stendur yfir dagana 15.-18. mars

Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn útskrifar í nítjánda sinn - 13.3.2017

Í dag útskrifaðist 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám á Íslandi. Að þessu sinni útskrifuðust 22  nemar frá 16 löndum.

Lesa meira

Endurnýjun samstarfssamnings við UNICEF - 9.3.2017

Guðlaugur Þór og Bergsteinn Jónsson

„Landsnefndirnar hafa verið öflugir og góðir samherjar við upplýsingagjöf á starfi Sameinuðu þjóðanna og því mikilvæga fjáröflunarstarfi sem fram fer innanlands á málasviðum þeirra eins og þorri almennings hefur tekið eftir, nú síðast með árangursríkri herferð UNICEF í þágu barna í austurhluta Nígeríu og Suður-Súdan. Danshátíð UN Women, Milljarður rís, gegn ofbeldi í garð kvenna er öllum líka í fersku minni,“ segir Guðlaugur Þór.

Lesa meira

Barátta fyrir jafnrétti kynjanna hornsteinn í utanríkisstefnunni - 8.3.2017

Barbershop merkið

„Jafnrétti kynjanna hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu enda þykir sýnt að valdefling kvenna og jafnrétti kynjanna eru undirstaða sjálfbærrar þróunar og þátttaka kvenna í friðarferlum stuðlar að langvarandi friði. Jafnrétti er einnig eitt af meginþemum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og lykilforsenda fyrir því að þau náist því án þátttöku kvenna verður ómögulegt að útrýma fátækt og hungri og heilbrigði sjávar og lands verður telft í tvísýnu,“ segir utanríkisráðherra. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra bregst við neyðinni í Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu - 8.3.2017

Frá flóttamannasamfélagi í Úganda

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. 

Lesa meira

Guðlaugur Þór ávarpar öryggisráðstefnu Atlantshafsbandalagsins - 8.3.2017

Guðlaugur Þór og Gottemoeller

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gerði í morgun stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og öryggismál á norðanverðu Atlantshafi að umtalsefni í ávarpi á öryggismálaráðstefnu, sem haldin er á Grand Hotel í Reykjavík á vegum Atlantshafsbandalagsins. Einnig fjallaði ráðherra um aukin framlög Íslands til öryggis- og varnarmála, en ráðstefnuna sækja um 150 manns frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins og stofnunum þess. Meðal ræðumanna var Rose Gottemoeller, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sem einnig átti tvíhliða fund með Guðlaugi Þór. 

 

Lesa meira

Eystrasaltsráðið 25 ára - 7.3.2017

Guðlaugur Þór opnar málþingið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flutti í gær opnunarávarp á málþingi í Hörpu um þróun alþjóðamála við Eystrasaltið, sem haldið var í tilefni af 25 ára afmæli Eystrasaltsráðsins. Í ræðu sinni minnti Guðlaugur Þór á mikilvægi þess að skiptast á skoðunum, sérstaklega á tímum óstöðugleika og óvissu, og ræddi sameiginleg gildi innan Eystrasaltsráðsins. Ísland gegnir formennsku í Eystrasaltsráðinu fram í júlí á þessu ári og er lögð sérstök áhersla á málefni barna, jafnrétti og lýðræði í formennskuáætlun Íslands.

Lesa meira

Óskað eftir styrkumsóknum frá borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna - 7.3.2017

Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2017.

Ákveðið hefur verið að veita allt að 100 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Við úthlutun verður sérstaklega litið til verkefna sem bregðast við neyð fólks á flótta undan átökum, sem og verkefna tengdum ástandinu í Sýrlandi.

Lesa meira

Ísland eykur verulega stuðning við aðgengi að öruggum fóstureyðingum - 3.3.2017

Logo UNFPA

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að þrefalda framlag ríkisstjórnar Íslands til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og styðja þannig meðal annars við aðgengi að öruggum fóstureyðingum sem er mikilvægt mannréttindamál og snýr ekki síst að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. 

Lesa meira

Mikilvægt að EFTA-ríkin vinni náið saman í tengslum við Brexit - 28.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með utanríkisráðherrum Sviss og Liechtenstein í Genf um Brexit.Þá ræddi hann við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna,utanríkisráðherra Palestínu og utanríkisráðherra Litháens. 

Lesa meira

Mannréttindi hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands - 27.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag, en þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra Íslands sækir árlega ráðherraviku þess frá því að ráðið var sett á fót í núverandi mynd fyrir áratug.

Lesa meira

Samningur WTO um viðskiptaliprun tekur gildi - 23.2.2017

Fyrsti marghliða samningurinn sem samkomulag hefur náðst um frá stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar árið 1995.

Lesa meira

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn - 21.2.2017

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál.

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið stendur sterkt og sameinað - 16.2.2017

Í dag lauk tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO þar sem rætt var um tengslin vestur um haf, öryggisáskoranir og aukinn varnarviðbúnað, og mikilvægi þess að aðildarríki auki framlög sín til öryggis- og varnarmála.

Lesa meira

Varnarsamstarf Íslands og Noregs á traustum grunni - 16.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, um tvíhliða varnarsamstarf landanna og þróun öryggismála í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi.

Lesa meira

Fundað með utanríkismálastjóra ESB - 15.2.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB í Brussel, en þau ræddu samskipti Íslands og ESB, málefni norðurslóða og öryggismál.

Lesa meira

Ísland virkur þátttakandi í starfi NATO - 15.2.2017

Þróun öryggismála í Evrópu og tengslin vestur um haf vorum meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem fram fór í tengslum við fund varnarmálaráðherra bandalagsins, sem haldinn er í Brussel í dag og á morgun. 

Lesa meira

Mikilvægt að eiga gott samráð um Brexit - 14.2.2017

Í dag átti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fund með Michel Barnier, aðalsamningamanni Evrópusambandsins, í væntanlegum viðræðum um brotthvarf Breta úr sambandinu.

Lesa meira

Ræddu öryggismál á norðanverðu Atlantshafi - 3.2.2017

Guðlaugur Þór tekur á móti Mercier.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Denis Mercier, yfirhershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, funduðu í Reykjavík síðdegis í gær.

Lesa meira

Styrkja samvinnu um endurnýjanlega orku og í sjávarútvegsmálum - 2.2.2017

Guðlaugur Þór og Davor Ivo Stier

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með Davor Ivo Stier, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Króatíu, sem staddur er hér á landi í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Króatíu fyrst ríkja

Lesa meira

Um landgöngu íslenskra ríkisborgara í Bandaríkjunum - 1.2.2017

Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að íslenskir ríkisborgarar sem eru jafnframt ríkisborgarar í einhverju þeirra sjö ríkja er tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við landgöngu varðar, geta fengið vegabréfsáritun, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði til þess.

Lesa meira

Tilskipun Bandaríkjaforseta mótmælt - 31.1.2017

Gudlaugur Thor og Benjamin Ziff

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom í morgun á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna á fundi með Benjamin Ziff, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem staddur er hér á landi. Gerði ráðherra meðal annars grein fyrir þeim afleiðingum sem bannið hefði hérlendis á íslenska ríkisborgara með tvöfalt ríkisfang sem eiga uppruna sinn að rekja til þeirra ríkja sem bannið nær til. 

Lesa meira

Aukið samstarf á milli Íslands og Noregs um Brexit og EES - 31.1.2017

Gudlaugur Thor og Frank Bakke-Jensen ásamt embættismönnum

Ísland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta var niðurstaða fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES- og Evrópumálaráðherra Noregs, í Reykjavík í gær. 

Lesa meira

Þungar áhyggjur af afleiðingum tilskipunar Bandaríkjaforseta - 29.1.2017

"Ég tel það fjarri lagi að bann við komu flóttafólks og íbúa ákveðinna ríkja sé besta leiðin til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, sem er yfirlýst markmið tilskipunarinnar," segir utanríkisráðherra. Lesa meira

Öryggismál á norðurslóðum og Brexit meðal umræðuefna í Kaupmannahöfn - 25.1.2017

Utanríkisráðherra með Anders Samuelsen

Samskipti Íslands og Danmerkur, öryggismál á norðanverðu Atlantshafi og Brexit voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, í Kaupmannahöfn í dag.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir málefni norðurslóða í Tromsø - 23.1.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi, sjálfbærni á svæðinu og málefni hafsins að umtalsefni í ræðu sinni í morgun á Arctic Frontiers ráðstefnunni, sem haldin er í Tromsø í Noregi. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra hrærður vegna samhugar grænlensku þjóðarinnar - 23.1.2017

Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq, eftir að lögregla hafði tilkynnt að talið væri að Birna Brjánsdóttir hefði fundist látin. Í bréfi utanríkisráðherrans segir að fyrir hönd grænlensku landstjórnarinnar og Grænlendinga allra færi hann Íslendingum sínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Lesa meira

EFTA-ríkin þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur - 19.1.2017

EFTA-ríkin náðu mikilvægum áfanga í Sviss í dag við að þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur-ríkin (þ.e. Brasilía, Úruguay, Argentína og Paraguay) þegar fulltrúar landanna undirrituðu yfirlýsingu sem staðfestir lok undirbúningsviðræðna fyrir gerð  fríverslunarsamnings. Gert er ráð fyrir að formlegar fríverslunarviðræður hefjist síðar á þessu ári en til þessa hafa viðræður EFTA-ríkjanna og Mercosur verið á grundvelli samstarfsyfirlýsingar frá árinu 2000. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra - 17.1.2017

Utanríkisráðherra ásamt erlendu sendiherrunum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með sendifulltrúum þeirra ríkja sem eru með sendiráð á Íslandi og kynnti þeim helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum. 

Lesa meira

Nordic Matters: Norræn menning í brennidepli í London árið 2017 - 13.1.2017

Southbank Centre byggingin

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London allt árið 2017 með menningarhátíðinni Nordic Matters, sem hófst formlega í dagSouthbank Centre er stærsta menningarmiðstöð Bretlands og stendur hún við hinn líflega suðurbakka Thames árinnar í miðborg London en hana sækja 5 milljónir gesta ár hvert. Boðið verður upp á fjölbreytta norræna menningardagskrá á sviðum bókmennta, tónlistar, dans, myndlistar, hönnunar, tísku, matvæla og arkitektúrs, auk þess sem hægt verður að sækja fjölda fyrirlestra og málstofa.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 12.1.2017

Borgar Þór Einarsson

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hann störf í dag. 

Lesa meira

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hafinn - 12.1.2017

Guðlaugur Þór í ræðustól í dag

Undirbúningur að formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu fyrir árin 2019-2021 hófst í dag og flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnunarávarp að því tilefni á fjölmennum fundi í Hörpu. Með fundinum er hafinn eiginlegur undirbúningur að íslensku formennskunni í víðtæku samráði við þá fjölmörgu aðila sem sinna norðurslóðamálefnum hér á landi. Rúmlega 100 manns taka þátt í fundinum.

Lesa meira

Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra - 11.1.2017

Lilja afhendir Guðlaugi Þór lyklana að ráðuneytinu

Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr utanríkisráðherra. Hann tók við embættinu á ríkisráðsfundi fyrr í dag. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra, afhenti Guðlaugi Þór lyklana, í formi aðgangskorts, að skrifstofu ráðherra. 

Lesa meira

Tæpum 800 milljónum varið til mannúðaraðstoðar 2016 - 4.1.2017

Á árinu 2016 námu heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar um 770 milljónum króna. Þar af voru 500 milljónir króna af sérstöku framlagi sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. 

Lesa meira