Menning og orðspor

Menning og orðspor

Menningarstarf utanríkisþjónustunnar

Menningarstarf er ríkur þáttur í störfum utanríkisþjónustunnar sem sinnir lögum samkvæmt menningarhagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Menningarsamskipti auka og dýpka skilning milli ólíkra þjóða og frumleg og kröftug listsköpun á Íslandi,  sem oft sækir innblástur í menningararf og náttúru, gefur jákvæða ímynd af landi og þjóð.

Sendiráð Íslands erlendis koma að framkvæmd hundruða viðburða ár hvert á öllum sviðum menningar og lista. Þau þjóna eftirspurn á þessu sviði, bæði frá Íslandi og erlendis frá og leitast við að koma íslenskri menningu á framfæri í samstarfi við virta erlenda menningaraðila og menningarstofnanir. Sendiráðin koma á tengslum og aðstoða við skipulagningu menningarviðburða, auk þess að standa sjálf fyrir viðburðum. Sendiráðin styðja við kynningu á Íslandi sem menningaráfangastað og koma að undirbúningi heimsókna listrænna stjórnenda og blaðamanna til Íslands, en slíkar ferðir eru öflugt tæki í tengslamyndun á þessu sviði. 

Menningarstarf sendiráða er byggt á starfsáætlunum og liggur faglegt mat til grundvallar styrkveitingum. Menningarstarf sendiráða er fjármagnað með framlögum úr opinberum sjóðum ráðuneyta og kynningarmiðstöðva og ýmsum sjóðum og framlögum fyrirtækja og erlendra samstarfsaðila.  Fyrirtæki á sviði skapandi greina eru hvött til þess að nýta sér viðskiptaþjónustu sendiráðanna.

Frekara efni

Eldra efni

Tenglar