Hoppa yfir valmynd
8. mars 2024 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um réttindi farþega

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um réttindi farþega. Möguleikar fólks á að ferðast byggist að verulegu leyti á þeirri vernd sem þeir njóta á ferðalögum. Tillagan er hluti af stefnu Evrópusambandsins um sjálfbæran og snjallan hreyfanleika. 

Endurskoðaðar verða allar reglur um réttindi farþega, meðal annars til að tryggja rétt farþega þegur um miklar raskanir á ferðum verða auk þess að tryggja rétt farþegar þegar þeir fara með mörgum ferðamátum í sama ferðalaginu.

Fyrirhugað er að fara í gegnum þá valkosti sem í boði eru og leggja hugsanlega til fjárhagslega vernd lendi fyrirtæki í greiðslu- eða gjaldþroti. Hugsanlega með því að endurgreiða miða eða koma farþegum heim.

Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 14. mars 2024.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum