Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Þórir gerir úttekt á þróunarsamvinnu - 23.12.2013

Utanríkisráðherra hefur falið Þóri Guðmundssyni að gera úttekt á skipulagi og fyrirkomulagi þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum. Lesa meira

Samstarfsverkefni um neyðaraðstoð hljóta 89 milljón kr. styrk - 20.12.2013

Sex samstarfsverkefni félagasamtaka og utanríkisráðuneytisins um neyðaraðstoð og í þróunarsamvinnu  hljóta samtals tæplega 89 milljónir kr. styrk seinni hluta árs 2013.

Lesa meira

Ísland gerir 10 nýja loftferðasamninga - 13.12.2013

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga  í Durban, Suður-Afríku,

Lesa meira

Afhenti trúnaðarbréf í Páfagarði - 12.12.2013

Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti í dag, 12. desember, Frans páfa trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Páfagarði. Lesa meira

Vel heppnuð formennska í Samráðsnefnd samnings um opna lofthelgi - 11.12.2013

Í dag lauk síðasta fundinum í formennsku Íslands í Samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu en framkvæmd samningsins hefur gengið vel í formennskutíð Íslands. Lesa meira

Fulltrúi stjórnvalda við minningarathöfn um Mandela - 9.12.2013

Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands gagnvart Suður Afríku, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við opinbera minningarathöfn um Nelson Mandela í Jóhannesarborg á morgun. Lesa meira

Samkomulag á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunar - 8.12.2013

Níunda ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) lauk aðfaranótt laugardagsins 7. desember með samkomulagi sem miðar að því að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum og treysta fæðuöryggi þróunarríkja

Lesa meira

Utanríkisráðherra hvetur til friðsamlegrar lausnar í Úkraínu - 5.12.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hvatti í ávarpi sínu á ráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) stjórnvöld í Úkraínu til vinna að lausn pólitískra deilumála í landinu, virða tjáningafrelsi og réttindi fólks til friðsamlegra mótmæla

Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins - 4.12.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók þátt í utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag í Brussel. Helstu mál sem utanríkisráðherrarnir ræddu voru m.a. staða verkefnisins í Afganistan, mikilvægi verkefna og samráðs við samstarfsríki á sviði varnar- og öryggismála, efling varnargetu og samhæfingar í aðgerðum bandalagsins. 

Lesa meira

Evrópusambandið stöðvar IPA-verkefni á Íslandi - 3.12.2013

Skrifstofa stækkunarmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) hefur einhliða og án fyrirvara tilkynnt ákvörðun um að hætta öllum IPA-verkefnum sem hafin voru á Íslandi. Framkvæmdastjórnin mun segja samningum upp með tveggja mánaða fyrirvara og verða bréf þess efnis send á næstu dögum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra veitir styrki til félagasamtaka vegna neyðaraðstoðar á Filippseyjum  - 3.12.2013

Á myndinni má sjá þá gríðarlegu eyðileggingu sem fellibylnum fylgdi
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita allt að 45 m. kr. til íslenskra félagasamtaka sem sækja um styrki til neyðaraðstoðar á hamfarasvæðunum á Filippseyjum. 
Fellibylurinn Haiyan sem reið yfir Filippseyjar 8. nóvember sl. olli mesta tjóni sem landið hefur orðið fyrir í manna minnum. Áætla stjórnvöld að um 5200 manns séu látnir, 26.000 slasaðir og að 3,5 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimli sín. 
Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með aðstoðarutanríkisráðherra Ungverjalands - 2.12.2013

Gunnar Bragi og Zsolt Németh
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með Zsolt Németh, aðstoðarutanríkisráðherra Ungverjalands. Á fundi ráðherranna ákváðu þeir að setja á fót vinnuhóp milli þjóðanna til þess að auka enn frekar samstarf í verkefnum tengdum jarðvarma en Gunnar Bragi gangsetti jarðhitaáætlun fyrr í dag á vegum Þróunarsjóðs EFTA. Lesa meira

Utanríkisráðherra hleypir af stokkunum jarðhitaáætlun á vegum Þróunarsjóðs EFTA í Ungverjalandi - 2.12.2013

Gunnar Bragi í pallborði á ráðstefnunni

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag ráðstefnu sem haldin er í Búdapest til að hleypa af stokkunum jarðhitaáætlun á vegum Þróunarsjóðs EFTA í Ungverjalandi. Meginþungi áætlunarinnar er fólginn í að auka nýtingu jarðhita hjá hitaveitum sem notað hafa jarðgas sem orkugjafa, en hluti hennar rennur jafnframt til að auka vitund almennings um endurnýjanlega orkugjafa og til námsstyrkja, þ. á m. til að sækja námskeið Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi.

Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherra Breta - 26.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með William Hague, utanríkisráðherra Breta í London. Ráðherrarnir ræddu ýmis mál á fundi sínum; stöðuna í alþjóðamálum og samskipti ríkjanna.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fjallar um öryggismál á norðurslóðum - 24.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók  þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um utanríkis- og öryggismál Halifax International Security Forum sem fram fer um helgina í Halifax í Kanada. Lesa meira

Samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál - 22.11.2013

Í dag fór fram reglubundinn samráðsfundur embættismanna Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál. Fundurinn fór fram í utanríkisráðuneytinu og tóku þátt í honum fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og undirstofnunum þess. Frá Bandaríkjunum sóttu fundinn fulltrúar utanríkiráðuneytisins, varnarmálaráðuneytisins og yfirherstjórnar Bandaríkjanna í Evrópu. Lesa meira

Samningum um aðild Króatíu að EES lokið - 20.11.2013

Samningaviðræðum um aðild Króatíu að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið lauk í dag með áritun samningamanna um meginniðurstöður samningaviðræðna. Lagatæknilegur frágangur á samningi mun taka nokkrar vikur. Lesa meira

Ráðherra segir að styrkja beri þátttöku Íslands í EES - 19.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, stýrði í dag fyrir hönd EFTA/EES-ríkjanna fundi EES-ráðsins í Brussel. Meginefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins.

Lesa meira

Ísland í efsta sæti varðandi stöðu kvenna í umhverfismálum - 19.11.2013

Ísland er í fyrsta sæti af 72 ríkjum skv. svokallaðri umhverfis- og kynjavísitölu (Environment and Gender Index) sem kynnt var á 19. aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Varsjá í dag. Lesa meira

Ráðherra hvetur til viðræðna um fríverslun við Suður-Ameríkuríki - 18.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, sem haldinn var í Genf.

Lesa meira

Ráðherra fundar með formanni þróunarsamvinnunefndar OECD - 15.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ræddi m.a. jarðhita, fiskveiðar og uppbyggingu eftir efnahagshrun á fundi sínum með Erik Solheim, formanni þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í Paris

Lesa meira

Ísland tekur sæti í þróunarnefnd Alþjóðabanka og AGS á næsta ári - 13.11.2013

Ráðherrar kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum, ásamt forseta bankans, Dr. Jim Kim

Samráðsfundur ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum, ásamt forseta bankans, Dr. Jim Kim, fór fram í dag við Bláa Lónið og sat Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinn fyrir hönd Íslands.

Lesa meira

Utanríkisráðherra veitir 12,3 milljónum króna í mannúðaraðstoð til Filippseyja - 12.11.2013

Á myndinni má sjá þá gríðarlegu eyðileggingu sem fellibylnum fylgdi
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um 12.3 milljónum króna til neyðaraðstoðar á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Haiyan. Aðstoðin verður veitt með milligöngu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 2,5 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda á svæðinu og er samhæfing aðstoðarinnar og dreifing matvæla í höndum WFP.
Lesa meira

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk formlega opnuð - 9.11.2013

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk í Grænlandi var formlega opnuð í gær við hátíðlega athöfn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, afhjúpuðu skjöld Íslands við inngang aðalræðisskrifstofunnar.
Lesa meira

Viljayfirlýsing um aukið samstarf Íslands og Grænlands - 8.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti fundi í Nuuk í dag með Aleqa Hammond, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, Karl Lyberth, sem fer með sjávarútvegsmál í landsstjórninni og Lars Emil Johansen, þingforsteta og fyrrverandi formann Vest-norræna ráðsins

Lesa meira

Fundur með varaforsætisráðherra Rússlands - 7.11.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Arkady Dvorkovich varaforsætisráðherra Rússlands í gærkvöld er sá síðarnefndi hafði viðkomu í Keflavík Lesa meira

Upplýsinga óskað frá bandarískum yfirvöldum - 31.10.2013

Í vikunni var þess formlega farið á leit við bandarísk stjórnvöld að þau upplýstu hvort, og þá hverjar, eftirlitsaðgerðir með, eða dulin upplýsingaöflun um, íslenska borgara hefðu átt sér stað á liðnum árum. Lesa meira

Nýr kafli í norrænu samstarfi á sviði utanríkis- og öryggismála - 30.10.2013

Mynd: Norska utanríkisráðuneytið/Kristin Enstad
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Osló þar sem rætt var samstarf á sviði utanríkismála og málefni sem eru efst á baugi í alþjóðasamstarfi. Lesa meira

Fríverslunarsamningur myndi hafa jákvæð efnahagsáhrif á öllu EES - 30.10.2013

Mynd: Norska utanríkisráðuneytið/Kristin Enstad

Viðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fríverslunar- og fjárfestingasamning  bar hæst á fundi norrænna viðskiptaráðherra  sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríksráðherra, sat í Ósló í morgun.

Lesa meira

Ísland og Noregur sammála um að auka samráð og samstarf um EES - 29.10.2013

Gunnar Bragi Sveinsson og Vidar Helgesen.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í kvöld fund með Vidar Helgesen, nýskipuðum ráðherra Evrópumála og málefna Evrópska efnahagssvæðisins, EES, í Noregi.

Lesa meira

Formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni kynnt - 29.10.2013

Formennskubæklingurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kynnti formennskuáætlunina fyrir árið 2014 sem ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“.

Lesa meira

Íbúar njóti ávaxta efnahagsumsvifa með ábyrgri auðlindastjórnun - 29.10.2013

Gunnar Bragi Sveinsson í Tromsö
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Barentsráðsins sem fram fór í Tromsø í Noregi. Lesa meira

Yfirlýsing utanríkisráðherra vegna umræðu um stöðu viðræðna - 17.10.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir stækkunarstjóra ESB hafa farið heldur frjálslega með þegar hann sagði að ekki hafi verið langt í að lagður yrði fyrir Íslendinga samningur sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands.

Lesa meira

Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga á fjölmörgum sviðum  - 14.10.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Aleqa Hammond, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Lesa meira

Samningur um Ólympíuleika fatlaðra - 14.10.2013

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Belgíu, var meðal 57 sendiherra sem undirrituðu vinasamning við þau sveitarfélög sem verða gestagjafar á evrópuleikum Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Belgíu dagana 13.-20. september 2014 Lesa meira

Utanríkisráðherra undirstrikar mikilvægi Norðurslóða - 14.10.2013

Í ræðu sinni á alþjóðaráðstefnunni Arctic Circle í morgun undirstrikaði utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, mikilvægi þróunar, uppbyggingar og umhverfisverndar á norðurslóðum á næstu árum og áratugum fyrir Ísland.

Lesa meira

Vilja efla frekara samstarf við Færeyjar - 11.10.2013

Kaj Leo Johannesen og Gunnar Bragi Sveinsson

Engin þjóð stendur Íslendingum nær en Færeyingar sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, á fundi sem hann átti fyrr í dag með Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyinga, um framkvæmd Hoyvíkur fríverslunarsamningsins

Lesa meira

70 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Rússlands - 4.10.2013

Fánar Íslands og Rússlands

Sjötíu ár eru í dag, 4. október,  liðin frá því að stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Sovétríkjanna og þar með arftökuríkisins Rússneska sambandsríkisins.

Lesa meira

Yfirgnæfandi stuðningur við þróunarsamvinnu - 2.10.2013

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa látið framkvæma könnun meðal almennings á viðhorfum og þekkingu á þróunarsamvinnu Lesa meira

Hvers virði er menntun? - 2.10.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra opnaði í dag málþingið "Hvers virði er menntun?", en þar er fjallað um hlutverk menntunar og þekkingar í þróunarstarfi. Lesa meira

Skylda stjórnmálamanna að tryggja mannréttindi - 30.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðþjóðanna í New York í morgun þar sem hann fór yfir áherslur Íslands í utanríkismálum. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með erlendum ráðamönnum hjá SÞ - 29.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tekið þátt í fjölda ráðstefna og funda, fyrstu viku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Þá hefur ráðherrann átt fundi með fjölmörgum erlendum ráðamönnum, m.a. utanríkisráðherrum Norðurlandanna auk tvíhliða funda.

Lesa meira

Ráðherra á fundi samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn - 27.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sat í dag fjölsótta ráðstefnu um samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT) sem fram fór í New York.

Lesa meira

Fríverslunarviðræður EFTA við Rússa, Hvít-Rússa og Kasaka - 26.9.2013

Samningafundum í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna og tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan lauk í Reykjavík í dag en fundað hefur verið frá mánudegi

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir þúsaldarmarkmið SÞ og áherslur Íslands á ráðherrafundi - 25.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur í dag þátt í ráðherrafundi um framvindu þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og mótun nýrra þróunarmarkmiða eftir 2015

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með kjördæmisfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans - 24.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í gær fund með Satu Santala, aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans, en hún er stödd hér á landi.

Lesa meira

Afhenti Finnlandsforseta trúnaðarbréf - 20.9.2013

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti í gær Sauli Niinistö forseta Finnlands trúnaðarbréf sitt. Lesa meira

Ráðherra fundar með formanni hermálanefndar NATO - 20.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með danska hershöfðingjanum Knud Bartels, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Á fundinum ræddu þeir framtíðarþróun bandalagsins, Mið-Austurlönd, loftrýmiseftirlit á Ísland, netöryggi og öryggismál á norðurslóðum. Lesa meira

Utanríkisráðherra við útskrift Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna - 19.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ávarpaði í dag nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við útskrift þeirra frá skólanum.  Tíu nemar frá sjö löndum voru í útskriftarhópnum, fimm konur og fimm karlar, en alls hefur 51 nemandi lokið námi við skólann.

Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherra Kanada - 18.9.2013

Í dag lauk tveggja daga heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Ottawa í Kanada þar sem hann fundaði með kanadískum ráðamönnum og fulltrúum úr viðskiptalífi landsins. Heimsóknin er liður í áherslum íslenskra stjórnvalda á að efla tengslin vestur um haf. Lesa meira

Afhenti forseta Austurríkis trúnaðarbréf - 18.9.2013

Hinn 17. september sl. afhenti Auðunn Atlason Dr.  Heinz Fischer, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Austurríki. Lesa meira

Ráðherra fagnar samkomulagi um eyðingu efnavopna - 17.9.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnar samkomulagi Bandaríkjanna og Rússlands um eyðingu efnavopna í Sýrlandi. Lesa meira

Utanríkisráðherra flytur Alþingi skýrslu um Evrópumál - 12.9.2013

Alþingisgarður

Vilji íslenskra stjórnvalda stendur til að efla og treysta samskipti við Evrópusambandið án þess að til aðildar komi, sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðhera er hann gerði grein fyrir stöðu Evrópumála á Alþingi í dag. Hann sagði ríkisstjórnina einhuga, hlé hefði verið gert á ferlinu en engu slitið.

Lesa meira

Ráðherra veitir 6 milljónum kr. til aðstoðar við sýrlenska flóttamenn - 10.9.2013

Utanríkisráðherra hefur veitt 6 milljón króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna hins alvarlega flóttamannaástands í Sýrlandi og nágarannalöndum.

Lesa meira

Tillaga um móttöku flóttafólks samþykkt - 10.9.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra um móttöku flóttafólks árin 2013 og 2014. Niðurstaðan er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og miðast við að tekið verði á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals 10–14 einstaklingum í tveimur hópum.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur um viðskipti á norðurslóðum í undirbúningi - 6.9.2013

Markmiðið er að skapa vettvang til að hlúa að viðskiptum, iðnaði og atvinnustarfsemi með ábyrga auðlindanýtingu og byggja upp viðskiptasamstarf fyrirtækja og ríkja á svæðinu. Lesa meira

Sunna Gunnars Marteinsdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 5.9.2013

Sunna Gunnars Marteinsdóttir hefur verið ráðin annar aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sbr. 22. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Lesa meira

Auglýst eftir styrkjum til verkefna í þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð - 5.9.2013

Tvisvar á ári gefst félagasamtökum kostur á að sækja um styrki til verkefna í þróunarlöndum eða á svæðum þar sem langvarandi neyð ríki. Næsti umsóknarfrestur er til 15. september nk.

Lesa meira

Áríðandi að alþjóðasamfélagið bregðist við vegna Sýrlands - 3.9.2013

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lýsa þungum
áhyggjum vegna notkunar efnavopna í Sýrlandi, fordæma beitingu slíkra
vopna og leggja þunga áherslu á að brugðist verði við alþjóðlega. Lesa meira

Ísland tekur við formennsku í samningnum um opna lofthelgi - 2.9.2013

Ísland tók í dag við formennsku í samráðsnefnd samningins um opna lofthelgi (e. Open Skies Treaty) en aðild að samningnum eiga alls 34 ríki, þ. á m. Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg Evrópuríki. Markmið samningsins sem tók gildi árið 2002 er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og –mannvirkjum í aðildarríkjunum.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá NATO - 28.8.2013

Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, afhenti í dag Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá stofnuninni. 

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá ÖSE og IAEA  - 27.8.2013

Auðunn Atlason, sendiherra, afhenti í dag Lamberto Zannier, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá stofnuninni. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra skipar nýja stjórn Íslandsstofu - 26.8.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Íslandsstofu en hana skipa sjö einstaklingar sem valdir eru til þriggja ára í senn. Lesa meira

Stjórnvöld kalla fulltrúa ESB á sinn fund vegna makrílmálsins - 22.8.2013

Íslensk stjórnvöld hafa kallað fulltrúa Evrópusambandsins hér á landi á sinn fund vegna hótana sambandsins um viðskiptaaðgerðir gegn Íslandi vegna makrílveið Lesa meira

Lögfræðiálit um hlé á aðildarviðræðum við ESB lagt fram í utanríkismálanefnd - 22.8.2013

Á fundi utanríkismálanefndar í morgun lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fram lögfræðilega álitsgerð vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að stöðva frekari vinnu samninganefndar og –hópa. Lesa meira

Stjórnvöld harma mannfall í Egyptalandi og fordæma ofbeldisverk - 22.8.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ritaði í dag Nabil Fahmy, utanríkisráðherra Egyptalands, bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna ástandsins í Egyptalandi. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar um norðurslóðamál - 21.8.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Patrick Borbey frá Kanada, formanni embættismannanefndar Norðurskautsráðsins en Kanada fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin Lesa meira

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga - 16.8.2013

Ísland á mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar stjórnun ýmissa sameiginlegra fiskistofna á Norðaustur-Atlantshafi. Íslensk fiskveiðistjórnun hefur um langt árabil tryggt sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar ólíkt því sem gildir um fiskveiðistefnu ESB. Lesa meira

Ferðaviðvörun til Egyptalands - 14.8.2013

Utanríkisráðuneytið ítrekar að Íslendingum er ráðið frá frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi.  Lesa meira

ESB setur ekki af stað fleiri IPA-verkefni - 8.8.2013

Á undanförnum vikum hefur utanríkisráðuneytið átt í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) um framhald svokallaðra IPA-verkefna, en markmið slíkra verkefna hér á landi hefur verið að styrkja stjórnsýsluna og undirbúa mögulega þátttöku í uppbyggingarsjóðum ESB kæmi til aðildar að sambandinu. Hafa íslensk stjórnvöld beitt sér fyrir hagfelldri lausn málsins samhliða því að skýrt hefur komið fram af þeirra hálfu að í ljósi þess að gert hafi verið hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði fleiri IPA-verkefni ekki undirbúin.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs gagnvart CTBTO  - 2.8.2013

Auðunn Atlason, sendiherra, afhenti í dag, 2. ágúst, Dr. Lassina Zerbo, framkvæmdastjóra Undirbúningsstofnunar samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (Comprehensive Test Ban Treaty Organisation, CTBTO), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands. Alls hafa 183 ríki undirritað samninginn og þar af hafa 158 ríki fullgilt hann. Ísland undirritaði samninginn árið 1996 og fullgilti hann árið 2000.  Lesa meira

Afhenti trúnaðarbréf hjá Sameinu þjóðunum í Vínarborg - 31.7.2013

Auðunn Atlason, sendiherra, afhenti í gær, 30. júlí  Yuri Fedotov, aðalframkvæmdastjóra Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands

Lesa meira

Norrænt loftrýmiseftirlit á Íslandi árið 2014 - 5.7.2013

Í byrjun næsta árs munu Svíar og Finnar sinna loftrýmiseftirliti á Íslandi samhliða reglubundinni loftrýmisgæslu Norðmanna Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Egyptalandi - 3.7.2013

Ráðuneytið ráðleggur fólki eindregið að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu.

Lesa meira

Ísland fyrst ríkja til að fullgilda vopnaviðskiptasamning - 2.7.2013

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra SÞ og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti í Háskóla Íslands í dag að Ísland hafi fullgilt vopnaskiptasamning aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, fyrst ríkja.

Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur á móti Ban Ki-moon - 2.7.2013

Opinber heimsókn aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóanna til Íslands hófst í dag. Á fundi hans og utanríkisráðherra ræddu þeir m.a. sjálfbæra nýtingu auðlinda og áhrif loftslagsbreytinga. Lesa meira

Ban Ki-moon til Íslands - 27.6.2013

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir  Ísland 2.-3.júlí næstkomandi. Hann kemur til Íslands í boði utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Westerwelle í Berlín - 26.6.2013

Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands ræddu ýmis mál er varða samskipti ríkjanna og alþjóðasamskipti, m.a. Evrópumál, norðurslóðir, fríverslun og varnar- og öryggismál. Lesa meira

Róbert Spanó kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu - 26.6.2013

Róbert er skipaður til níu ára og tekur við embætti 1. nóvember 2013. Alls eiga 47 dómarar frá aðildarríkjum Evrópuráðsins sæti í Mannréttindadómstólnum. Lesa meira

Ísland kjörið í stjórn FAO 2014-2017 - 24.6.2013

Ísland var á föstudag kjörið til setu í stjórn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm (FAO) fyrir árin 2014 – 2017. Norðurlöndin studdu Ísland til setu í stjórn FAO sem í eiga sæti 49 ríki. Lesa meira

Aðalræðisskrifstofa opnuð í Nuuk 1. júlí - 24.6.2013

Meginhlutverk skrifstofunnar verður að efla viðskiptasamvinnu landanna, vinna að auknum menningarsamskiptum og verkefnum sem tengjast norðurslóðasamstarfi. Lesa meira

Utanríkisráðherra undirritar fríverslunarsamninga EFTA við Kostaríka, Panama og Bosníu - 24.6.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi EFTA-ríkjanna sem haldinn var í Þrándheimi. Lesa meira

Afhenti forseta Egyptalands trúnaðarbréf - 20.6.2013

Dr. Gunnar Pálsson afhenti í dag,20. júní, forseta Egyptalands, dr. Mohamed Morsy, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kaíró með aðsetur í Osló

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Evrópumálaráðherra Breta - 20.6.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands. Þeir ræddu Evrópumál, fríverslunarviðræður, orkumál, makríl og varnar- og öryggismál. Lesa meira

Utanríkisráðherra fagnar umræðu við Afríkuríki um réttindi samkynhneigðra - 16.6.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti um helgina árlegan samráðsfund utanríkisráðherra Norðurlandanna og Afríkuríkja sem haldinn var í bænum Hämeenlinna í Finnlandi. Ellefu Afríkuríki taka þátt í samráðinu; Benín, Botsvana, Gana, Lesótó, Malí, Mósambík, Nígeríu, Sambíu, Senegal, Suður-Afríka og Tansanía.  Lesa meira

Réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi - 14.6.2013

Neðri deild rússneska þingsins samþykkti með miklum meirihluta fyrr í vikunni frumvarp sem gerir umfjöllun um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Að gefnu tilefni hefur utanríkisráðuneytið rætt við fulltrúa rússneskra stjórnvalda og áréttað stuðning Íslands við réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Lesa meira

Norðlæga víddin fundar í Reykjavík  - 14.6.2013

Í gær var haldinn samráðsfundur Norðlægu víddarinnar í Reykjavík sem er samráðsvettvangur Íslands, ESB, Noregs og Rússlands um umhverfismál, samgöngur, heilbrigðismál og menningarsamstarf á nyrstu svæðum Evrópu. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Stefan Füle - 13.6.2013

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti síðdegis í dag fund í Brussel með Stefan Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Á fundinum gerði utanríkisráðherra grein fyrir ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar að gera hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB og að þeim yrði ekki framhaldið fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins - 13.6.2013

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heimsótti höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag þar sem hann fundaði með Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins. Lesa meira

Afhenti forseta Palestínu trúnaðarbréf - 5.6.2013

María Erla Marelsdóttir, sendiherra, hefur afhent Mahmoud Abbas, forseta  Palestínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Palestínu með aðsetur í Reykjavík. Lesa meira

Samstarfssamningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands undirritaður - 5.6.2013

Sérfræðingar skrifstofunnar veita utanríkisráðuneytinu aðstoð og stuðning við málefnavinnu sem varðar alþjóðleg mannréttindamál. Lesa meira

Útskrift úr Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna - 4.6.2013

Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar nemendur sem Háskóli SÞ, en skólinn varð hluti af neti háskóla SÞ hinn 9. maí sl.

Lesa meira

Útgáfa vegabréfsáritana hafin í sendiráði Íslands í Moskvu - 4.6.2013

Útgáfa vegabréfsáritana til Íslands er á forræði útlendingastofnunar og móttaka umsókna erlendis, annarsstaðar en í Moskvu og Peking, er hjá erlendum sendiráðum eða ræðisskrifstofum sem Ísland hefur gert samning við. 

Lesa meira

Alþjóðasamningur um vopnaviðskipti undirritaður hjá SÞ - 3.6.2013

Gerð samningsins er stórt skref í baráttunni gegn ólögmætum vopnaviðskiptum og er hann mikilvægt skref í baráttunni gegn brotum á mannúðarlögum og mannréttindum. Lesa meira

Margrét Gísladóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra - 30.5.2013

Margrét er 26 ára og er með diplómu í almannatengslum og markaðssamskiptum frá Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. Hún hefur undanfarin ár sinnt verkefnum og verið ráðgjafi fyrirtækja og samtaka á sviði markaðsmála og almannatengsla.

Lesa meira

Vinna, jafnrétti og traust í brennidepli á ársfundi OECD - 30.5.2013

Á fundinum var tekin ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við Kólumbíu og Lettland. Einnig var tekin ákvörðun um að taka umsóknir Kosta Ríka og Litháens til umfjöllunar síðar, með það að markmiði að hefja viðræður við þau árið 2015.

Lesa meira

Samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum - 29.5.2013

Að gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið upplýsa að samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum.

Króatía verður ekki sjálfkrafa aðili að EES-samningnum við aðild að ESB hinn 1. júlí nk., heldur þarf að semja um skilmála og skilyrði fyrir aðild að EES.

Lesa meira

Áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi 2013-2016 - 28.5.2013

Gefin hefur verð út endurskoðuð framkvæmdaáætlun um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Ályktunin kveður m.a. á um að ríki móti framkvæmdaáætlun um markmið hennar og var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að gera slíka áætlun árið 2008. Nýja áætlunin gildir til ársins 2016.  

Lesa meira

Heimsókn vinnuhóps mannréttindaráðs SÞ um afnám alls lagalegs og annars misréttis gegn konum - 24.5.2013

Vinnuhópur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um afnám alls lagalegs og annars misréttis gegn konum heimsótti Ísland dagana 16. til 23. maí. Hlutverk hópsins er að eiga skoðanaskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila, sem og að leggja mat á góðar aðferðir til að koma í veg fyrir lagalega mismunun gegn konum. Lesa meira

Gunnar Bragi Sveinsson nýr utanríkisráðherra - 23.5.2013

Nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður Norðvestur kjördæmis,  tók í dag við embætti af Össuri Skarphéðinssyni. Lesa meira

Norðurskautsríkin undirrita samning um varnir gegn olíumengun - 15.5.2013

Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fór fram í dag í Kiruna í Norður-Svíþjóð. Á fundinum var  undirritaður samningur um gagnkvæma aðstoð ríkjanna vegna olíumengunar í hafi. Þá var samþykkt sameiginleg yfirlýsing um framtíðaráherslur ráðsins.

Lesa meira

Níu verkefni hljóta styrk til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna - 15.5.2013

Alls bárust umsóknir til utanríkisráðuneytisins vegna átján verkefna frjálsra félagasamtaka vegna þróunarsamvinnu- og neyðar- og mannúðarverkefna. Að þessu sinni hlutu níu verkefni stuðning fyrir alls 122,5 milljónir kr.  Lesa meira

Tölt - óður til íslenska hestsins - 14.5.2013

Í tilefni af Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Þýskalandi í byrjun ágúst verður sýningin  TÖLT - óður til íslenska hestins formlega opnuð í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín á miðvikudagskvöld Lesa meira

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn (GEST) verður hluti af neti Háskóla SÞ á Íslandi - 13.5.2013

9. maí varð Alþjóðlegi jafnréttisskólinn á Íslandi hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með undirritun þríhliða samstarfssamnings utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Háskóla Íslands

Lesa meira

Ísland tekur upp stjórnmálasamband við Trínidad og Tóbagó - 8.5.2013

Fastafulltrúar Íslands og Trínidad og Tóbagó hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Gréta Gunnarsdóttir og Rodney Charles, undirrituðu í New York, miðvikudaginn 8. maí, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna Lesa meira

Rafræn útgáfa:  Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu 2013-2016 og Jafnréttisstefna í þróunarsamvinnu - 8.5.2013

Gefnar hafa verið út á rafrænu formi; Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu 2013-2016 og jafnréttisstefna á sviði þróunarsamvinnu Íslands. Lesa meira

Stuðningur við Barnahjálp SÞ í Sýrlandi og neyðarsjóð SÞ í Mósambík vegna flóða - 26.4.2013

Utanríkisráðuneytið hefur veitt 10,6 milljón króna framlag til Barnahjálpar SÞ (UNICEF) vegna viðvarandi átaka í Sýrlandi og hrikalegra afleiðinga þeirra fyrir börn á flótta. Kemur framlagið til viðbótar framlagi sem veitt var í byrjun árs 2013.

Lesa meira

Unnið að stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs - 26.4.2013

Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, Norðurslóðanets Íslands og utanríkisráðuneytisins skrifuðu á miðvikudag undir viljayfirlýsingu um stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs

Lesa meira

Jákvæð úttekt Þróunarsamvinnunefndar OECD á þróunarsamvinnu Íslendinga - 24.4.2013

Niðurstöðurnar eu mjög jákvæðar í garð þróunarsamvinnu Íslands og kemur þar fram að hún byggist á traustum grunni og komi vel út í samanburði við nokkur þeirra aðildarríkja þróunarsamvinnunefndarinnar sem þykja standa sig hvað best á þessu sviði.  Lesa meira

Sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir - 24.4.2013

Á fundi ríkisstjórnar í gær var samþykkt að leggja til 15 milljónir í sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir erlendis með hagsmunaaðilum. Lesa meira

Samningur um markaðsverkefni á saltfiski í Suður-Evrópu - 19.4.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og  undirrituðu samning um markaðsverkefni í Suður Evrópu á íslenskum saltfiski fyrir hönd ríkisins sem leggur til 20 milljónir króna í þetta sameiginlega markaðsverkefni. Lesa meira

Skýrsla um samningaviðræður Íslands um aðild að Evrópusambandinu - 16.4.2013

Staða viðræðna í apríl 2013

Út er komin skýrsla um stöðu og framvindu samningaviðræðnanna um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem utanríkisráðherra boðaði á Alþingi í umræðum um utanríkismál í febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

Vel sótt viðskiptaþing - 16.4.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á viðskiptaþingi í Peking

Um 300 manns frá 180 kínverskum fyrirtækjum sóttu í dag viðskiptaþing sem haldið var í Peking í dag í tilefni af nýjum fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína.

Lesa meira

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína undirritaður - 15.4.2013

Undirritun fríverslunarsamnings Íslands og Kína

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna.

Lesa meira

Mikil tækifæri í viðskiptum við Kína - 15.4.2013

Ossur-Skarphedinsson,-utanrikisradherra,-og-Gao-Hucheng,-utanrikisvidskiptaradherra-Kina

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, eru sammála um að mikil tækifæri til nýrra samstarfsverkefna milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja muni opnast með fríverslunarsamningnum, sem þeir tveir munu undirrita fyrir hönd þjóða sinna síðar í dag að viðstöddum forsætisráðherrum þjóðanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Li Keqiang.

Lesa meira

Ísland gerist aðili að netöryggissetri Atlantshafsbandalagsins - 10.4.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti Urmas Paet utanríkisráðherra Eistlands, á fundi þeirra á Litlu kaffistofunni í dag, að Íslendingar hyggðust gerast aðilar að netöryggissetri Atlantshafsbandalagsins sem starfrækt er í Eistlandi. Setrið er öndvegissetur sem safnar nýjustu þekkingu og aðferðum í baráttunni við tölvuglæpi og netárásir.

Lesa meira

ESB býður Íslendingum náið samráð um fríverslun - 9.4.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Karel De Gucht viðskiptastjóri Evrópusambandsins bundust í dag fastmælum um að náið samráð yrði haft við Íslendinga í krafti stöðu þeirra sem umsóknarríkis, um hinn stóra viðskiptasamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem nú er í undirbúningi. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Stefan Füle - 8.4.2013

Á fundi með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, kvaðst Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði. Lesa meira

Breytingar í utanríkisþjónustunni - 8.4.2013

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni: Lesa meira

Utanríkisráðherra fagnar alþjóðasamningi um vopnaviðskipti - 5.4.2013

Á fundi með fulltrúum Íslandsdeildar Amnesty International og Rauða Kross Íslands í utanríkisráðuneytinu í dag, fagnaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra nýjum alþjóðasamningi um vopnaviðskipti. Samningurinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn en þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar og stórt skref í baráttunni gegn ólögmætum vopnaviðskiptum.

Lesa meira

Eistland býður Íslendingum aðstöðu fyrir sendiráð í Peking - 26.3.2013

Utanríkisráðherrar Íslands og Eistlands, Össur Skarphéðinsson og Urmas Paet, undirrituðu í dag í Tallinn samning um samnýtingu húsnæðis fyrir sendiráð landanna í Peking. Samkvæmt honum fær Ísland endurgjaldslaust til afnota 225 fm. húsnæði undir sendiráð sitt en ríkin deila með sér rekstrarkostnaði hússins.

Lesa meira

Húsfyllir hjá Auði Övu og Sjón á Passa Porta í Brussel - 25.3.2013

Auður Ava og Sjón á Passa Porta bókmenntahátíðinni í Brussel

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir og Sjón lásu upp úr verkum sínum Afleggjaranum og Argóarflísinni á Passa Porta bókmenntahátíðinni í Brussel sl. sunnudag 24. mars.  Fullt var út úr dyrum og þurftu áhugasamir frá að hverfa. Hollenski bókmenntagagnrýnandinn Maria Vlaar ræddi við höfundana um íslenskar bókmenntir og verk þeirra.

Lesa meira

EFTA-ríkin vilja aðkomu að fríverslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna - 23.3.2013

Aðkoma EFTA að fríverslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna var rædd á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs og Trond Giske, utanríkisviðskiptaráðherra í opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Noregi

Lesa meira

Fundað með olíumálaráðherra Noregs um þjónustu við væntanleg olíusvæði - 22.3.2013

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í morgun fund með Ole Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, og kynnti honum hugmyndir um að á Íslandi byggi Íslendingar, Norðmenn og Grænlendingar upp þjónustu við væntanleg olíusvæði þjóðanna norðan Ísland.

Lesa meira

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 - 21.3.2013

Í morgun var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mælti fyrir tillögunni hinn 26. febrúar sl.

Lesa meira

Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Noregs - 21.3.2013

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hóf í dag tveggja daga opinbera heimsókn sína til Noregs. Á meðan heimsókninni stendur mun hann funda með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra, Trond Giske, viðskipta- og iðnaðarráðherra, Ola Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra, Dag Terje Andersen, forseta norska Stórþingsins og utanríkis- og varnarmálanefnd þingsins. Þá mun utanríkisráðherra einnig ganga á fund Haralds V Noregskonungs.

Lesa meira

Ráðherra tilkynnir um smíði fyrsta sérútbúna skipsins til að þjónusta olíuleit - 20.3.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti í dag á opnum fundi í Fosnavaag í Noregi um samning um smíði fyrsta sérútbúna íslenska skipsins til að þjónusta olíuleit og eftir atvikum vinnslu á hafsvæðunum norður og austur af Íslandi

Lesa meira

Styrkur fyrir Norðurskautsráðið að fleiri ríki vilji verða áheyrnaraðilar - 18.3.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar ræddu framtíðarþróun á norðurslóðum á fundi sínum í dag.  Lesa meira

Ráðherra fundar með yfirmanni kínversku Heimskautastofnunarinnar - 15.3.2013

Kínverjar telja mögulegt að innan sjö ára, eða árið 2020, geti Miðleiðin yfir Norðurpólinn frá Kyrrahafi til Norður-Atlantshafsins orðið farvegur vöruflutninga frá Kína til Evrópu sem svarar til 700 milljarða Bandaríkjadala Lesa meira

Ísland aðili að þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar - 15.3.2013

Þróunarsamvinnunefndin er samstarfsvettvangur OECD ríkja sem veita þróunaraðstoð samkvæmt sameiginlegum viðmiðum um framkvæmd aðstoðar og stuðlar að faglegu aðhaldi. Við aðild Íslands eiga nú 25 ríki af 34 aðildarríkjum OECD sæti í nefndinni Lesa meira

Ráðuneytisstjóri ávarpar útskriftarnemendur við Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ - 12.3.2013

22 nemendur frá 13 löndum útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, þar af 9 konur. Með útskriftinni lauk Sjávarútvegsskólinn sínu fimmtánda starfsári, en hann hóf starfsemi 1998.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með orkumálastjóra ESB - 7.3.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Günther Oettinger, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Lesa meira

Stóreflt samstarf við ríki og stofnanir um jarðhitanýtingu - 6.3.2013

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Sri Mulyani Indrawati framkvæmdastjóri Alþjóðabankans töluðu við opnun jarðhitaráðstefnu í Hörpu sem tilkynnt var formlega um stofnun 65 milljarða króna sjóðs á vegum Alþjóðabankans til stuðnings jarðhitanýtingu í þróunarríkjum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar fund sameiginlegrar ráðgjafanefndar Íslands og Svæðanefndar ESB - 5.3.2013

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði í gær fyrsta fund sameiginlegrar ráðgjafanefndar Íslands og Svæðanefndar ESB (Committee of the Regions), sem haldinn var í ráðhúsi Reykjavíkur. Tilgangur ráðgjafanefndarinnar er að koma á formlegu sambandi á milli Íslands og Evrópusambandsins í málefnum sveitarfélaga í tengslum við umsókn Íslands um aðild að ESB.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar um jarðhita með framkvæmdastjóra Alþjóðabankans - 5.3.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Sri Mulyani Indrawati framkvæmdastjóra Alþjóðabankans um samkomulag utanríkisráðuneytisins og bankans um að flýta þróun jarðhita í þrettán ríkjum í austur-afríska sigdalnum. Lesa meira

Trúnaðarbréf afhent í Mósambík - 5.3.2013

María Erla Marelsdóttir sendiherra afhenti hinn 14. febrúar sl. sl, Armando Guebuza, forseta Mósambík, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Mósambík með aðsetur í Reykjavík. Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna alþingiskosninga hefst 4. mars nk. - 1.3.2013

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013 hefst 4. mars nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar NATO funda í Róm - 28.2.2013

Össur Skarphéðinsson, sat í gærkvöldi fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins ásamt utanríkismálastjóra ESB, með John Kerry, nýjum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem haldinn var í Róm. Lesa meira

Mögulegum refsiaðgerðum vegna makríls mótmælt - 20.2.2013

Norrænu utanríkisráðherrarnir fimm.
Á fundi með 12 utanríkisráðherrum Norður- og Mið-Evrópu í Gdansk, Póllandi, í morgun mótmælti Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, harðlega hugmyndum Noregs og ríkja innan Evrópusambandsins um viðskiptalegar refsiaðgerðir vegna makríldeilunnar. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Litháen funda - 19.2.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, áttu fund í Brussel í gær. Linkevicius tók við embætti í desember og undirbýr nú formennsku Litháa í Evrópusambandinu á síðari hluta árs 2013 Lesa meira

Áhersla verði aukin á norðurslóðamál í starfi Norðlægu víddarinnar  - 19.2.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á það í ræðu sinni á fundi Norðlægu víddarinnar í Brussel, að Norðurslóðamálin fengju aukna vigt í samstarfinu. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur Íslands, Rússlands, Noregs og Evrópusambandsins sem fundar annað hvert ár á ráðherrastigi. Lesa meira

Trúnaðarbréf afhent í Bangladess - 15.2.2013

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti Zillur Rahman, forseta Bangladess, trúnaðarbréf   sem sendiherra Íslands í Bangladess með aðsetur í Nýju Delí Lesa meira

Þrjár gáttir til framtíðar - 14.2.2013

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra flutti í dag framsöguræðu við upphaf árlegrar umræðu á Alþingi um utanríkismál. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess fyrir Ísland að opna sem flestar dyr til að skapa ný tengsl og tækifæri um leið og gagnvegir til gamalla vina væru slípaðir. Lesa meira

Námskeið í viðbrögðum við umhverfisvá  - 13.2.2013

Fimm daga námskeið í viðbrögðum við umhverfisvá (Environment emergency training) stendur nú yfir hér á landi og er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og UNOCHA, samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um viðbrögð á sviði mannúðaraðstoðar. Lesa meira

Árleg skýrsla ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál - 13.2.2013

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Skýrslan er hin fimmta sem ráðherra leggur fram frá því að hann tók við embætti í byrjun árs 2009. Þakkar utanríkisráðherra Alþingi fyrir að mikilvæg utanríkismál hafi verið unnin á grundvelli breiðrar samstöðu á þingi og á tíðum einróma samþykkis Lesa meira

Kjörræðismaður skipaður í Laos - 11.2.2013

Bryndís Forberg Chapman hefur verið skipaður kjörræðismaður Íslands í Laos. Hún er fyrsti kjörræðismaður Íslands í landinu, en hin nýja kjörræðisskrifstofa í Laos er í umdæmi sendiráðsins í Peking. 

Lesa meira

Norðurslóðanet stofnað á Akureyri og Nansen prófessor kominn til starfa - 7.2.2013

Í dag var Norðurslóðanet Íslands stofnað formlega með undirritun samnings milli utanríkisráðuneytisins og Norðurslóðanetsins í Rannsóknarhúsinu Borgum á Akureyri. Lesa meira

Trúnaðarbréf afhent í Kambódíu - 7.2.2013

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Peking, afhenti Heng Samrin, forseta þjóðþings Kambódíu, trúnaðarbréf þann 28. janúar s.l.
Lesa meira

Kynning greinargerðar um ytri mörk landgrunns Íslands utan 200 sjómílna fyrir landgrunnsnefnd SÞ - 31.1.2013

Um er að ræða hlutagreinargerð sem nær annars vegar til Ægisdjúps í suðurhluta Síldarsmugunnar og hins vegar til vestur- og suðurhluta Reykjaneshryggjar.

Lesa meira

Inntak sýknudóms í Icesave-málinu - 28.1.2013

Öllum málsástæðum ESA hafnað og öllum vafa um skuldbindingar ríkisins eytt, segir í  stuttu ágripi af sýknudómi EFTA-dómstólsins sem málsvarnarteymi Íslands hefur tekið saman.

Lesa meira

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið - 28.1.2013

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.

Lesa meira

Ísland skilar inn greinargerð hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í selamáli - 25.1.2013

Ísland hefur skilað inn greinargerð til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna deilumáls Kanada og Noregs á hendur Evrópusambandinu vegna takmarkana á innflutningi og banni við sölu á selaafurðum innan sambandsins. Ísland er þriðji aðili að málinu.

Lesa meira

Umtalsverður árangur í fríverslunarviðræðum við Kína - 25.1.2013

Sjötta lota fríverslunarviðræðna Íslands og Kína var haldin þann 22.-24. janúar 2013 í Peking.

Lesa meira

57 milljónum kr. veitt til mannúðar- og hjálparstarfs í Palestínu - 25.1.2013

Palestína er eitt af þremur áhersluríkjum í þróunarsamvinnuáætlun Íslands.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Evrópumálaráðherra Íra - 23.1.2013

Ræddu formennskuáætlun Íra, aðildarviðræður Íslands og ESB, makríldeiluna og Icesave-dómsmálið.
Lesa meira

Fundur Evrópumálaráðherra ESB og umsóknarríkja - 21.1.2013

Stefán Haukur Jóhannesson, varaforsætisráðherra Serbíu, Suzana Grubješić, og Aleksandar Andrija Pejovic, aðalsamningamanni Svartfjallalands

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, sótti í gær og í dag fund Evrópumálaráðherra ESB og umsóknarríkja, en auk þess tók Stefan Fule framkvæmdastjóri stækkunarmála þátt í honum.

Lesa meira

Fastaskrifstofa Norðurskautsráðsins stofnuð í Tromsø - 21.1.2013

Magnús Jóhannesson verður fyrsti framkvæmdastjóri fastaskrifstofunnar. 

Lesa meira

Samkomulag um afmörkun landgrunns vestan Reykjaneshryggjar milli Íslands og Grænlands - 16.1.2013

Samkomulag um afmörkun landgrunns utan 200 sjómílna vestan Reykjaneshryggjar milli Íslands og Grænlands var undirritað í Reykjavík og Kaupmannahöfn í dag af Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, og Kuupik Kleist, formanni landsstjórnar Grænlands. Samkomulagið er niðurstaða jákvæðra samningaviðræðna þessara nágrannalanda undanfarna mánuði og er til marks um náið og gott samstarf þeirra.  

Lesa meira

25 milljónir til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Sýrlandi  - 16.1.2013

Syria-map

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tæplega 25 milljónum íslenskra króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi en blóðugt borgarastríð geisar nú í landinu sem talið er hafa kostað sextíu þúsund manns lífið. Þá er Ísland meðal 57 ríkja sem sameiginlega hafa ritað öryggisráði Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem formlega er hvatt til þess að ráðið vísi málefnum Sýrlands til Alþjóðasakamáladómstólsins á þeirri forsendu að kerfisbundin mannréttindabrot, sem framin hafi verið í landinu undanfarin tvö ár, kunni að reynast glæpir gegn mannkyni.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Leona Aglukkaq ráðherra norðurskautsmála í Kanada - 15.1.2013

Leona Aglukkaq og Össur Skarphéðinsson
Á fundi ráðherranna voru samstarf ríkjanna og áherslumál Íslands og Kanada í Norðurskautsráðinu rædd en Kanada tekur við formennsku í ráðinu af Svíþjóð í Kiruna í maí  nk. Lesa meira

Samkomulag um breytta meðferð aðildarviðræðna við ESB fram yfir komandi Alþingiskosningar - 14.1.2013

Á fundi ráðherranefndar um Evrópumál í morgun og ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í kjölfarið var samkomulag stjórnarflokkana um breytta meðferð aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir komandi Alþingiskosningar kynnt og samþykkt. Samkomulagið felur í sér að hægja á undirbúningi aðildarviðræðnanna við ESB í aðdraganda kosninga.

Lesa meira