Frásagnir

Frásagnir frá Malaví


Myndbönd frá Malaví


2015 - Ný fæðingardeild í Mangochi

Í byrjun árs 2016 opnar ný og glæsileg mæðradeild í Mangochibænum í Malaví sem gerbreytir aðstöðu mæðra í héraðinu. Bygging deildarinnar er veigamesti þátturinn í lýðheilsuverkefni sem Íslendingar styðja í samstarfi við héraðsyfirvöld. 

2013 - Aðgengi að vatni 

Fylgst er með konum úr Mwatakat þorpinu en þær horfa til brjartari tíma því fari allt að vonum styttist fljótlega leiðin fyrir þær að heilnæmu vatni. Það er verið að bora í grennd við þorpið þeirra, stórvirkur bor er kominn niður á 37 metra og fer dýpra í leit að vatni en þessi framkvæmd er hluti af vatns- og hreinlætisverkefninu - að bæta aðgengi íbúa Mangochi héraðs að drykkjarvatni og jafnframt að bæta hreinlætisvenjur.

https://www.youtube.com/watch?v=5JFw-gZL29w

2013 - Vatn og lífskjör

Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur með héraðsstjórninni í Mangochi í Malaví að því að bæta vatns- og hreinlætismál í héraðinu. Einn hreppur stendur höllum fæti í samanburði við aðra og þar verður lögð áhersla á að bora eftir drykkjarvatni. Í myndbrotinu er rætt við Levi Soko verkefnisfulltrúa ÞSSÍ sem segir árangursríkasta verkefni Íslendinga í Malaví einmitt vera á þessu sviði.

https://www.youtube.com/watch?v=WeMdfvvxmdI&feature=youtu.be

2012 - Mangochi í Malaví

Mangochi hérað er samstarfsvettangur Íslendinga í tvíhliða þróðunarsamvinnu í Malaví. Í þessu kvikmyndabroti er fjallað um Mangochi bæinn sem áður hét Fort Johnston og rifjuð upp tengslin við skoska landkönnuðinn og lækninn David Livingstone. Litið er inn á safninu um Malavívatn.

https://www.youtube.com/watch?v=xshCFhhRynw&feature=youtu.be

2012 - Verk að vinna 

Menntaverkefni í Mangochi í samstarfi héraðsyfirvalda og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

https://www.youtube.com/watch?v=-J4rKpdQtE0&feature=youtu.be

Frá verkefnum í Malaví

Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví hefur sett saman stutt myndband sem sýnir frá helstu verkefnum stofnunarinnar í Malaví.