Frásagnir

Frásagnir um jarðhitaverkefni

Myndbönd um jarðhitaverkefni


2013 - Jarðhiti í Rúanda

Við rætur eldfjallsins Karisimbi í Rúanda er verið að leita að jarðhita. Í þessu kvikmyndabroti er farið á vettvang og m.a. rætt við Sveinbjörn Bjarnason sem hefur yfirumsjón með borverkin. Uwera Rutagarama yfirmaður jarðhitadeildar Orkustofnunar Rúanda er einnig tekin tali.

https://www.youtube.com/watch?v=eJdz_QEf0ms&feature=youtu.be

2013 - Samningur við Afríkusambandið

Undirritun samnings um ráðgjöf í jarðhitamálum milli framkvæmdastjórar Afríkusambandsins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. 4. september 2013 í höfuðstöðvum Afríkusambandsins í Addis Ababa.

https://www.youtube.com/watch?v=B7VYtE-hgk4&feature=youtu.be

2013 - Jarðhiti í Afríku

Áhugi á nýtingu jarðhita í Afríku hefur vaxið mikið á fáeinum árum og margir leita til Íslendinga um ráðgjöf og samvinnu í ljósi sérþekkingar okkar.

https://www.youtube.com/watch?v=DCf4AUlBNCA&feature=youtu.be

2013 - Samningur um jarðhita

Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), skrifaði í síðustu viku undir samkomulag við stjórnvöld í Eþíópíu um jarðhitarannsóknir og þekkingaruppbyggingu fyrir þróun jarðhitamála. Framkvæmdaaðilar af hálfu eþíópískra stjórnvalda eru Jarðhitastofnun Eþíópíu (GSE) og Landsvirkjun (EEPO) og framkvæmdastjórar þeirra stofnana undirrituðu samkomulagið.

https://www.youtube.com/watch?v=-XbW7hljQKE&feature=youtu.be