Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna
  • Konur sitja úti í mold fyrir framan krítartöflu

Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna

Jafnréttismál eru þverlægt málefni í þróunarsamvinnuáæltlun og lögð er rík áhersla á að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til áhrifa, þátttöku og ábata af verkefnum Íslands. Í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun hefur verið unnin jafnréttisstefna á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Jafnréttisstefnan er heildræn og nær yfir alla þætti alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Hún byggir bæði á alþjóðlegum samþykktum og íslenskri löggjöf og gengur út frá þeirri staðreynd að kynjajafnrétti séu grundvallarmannréttindi. Lögð er áhersla á fjögur megin svið; menntun, heilbrigði, auðlinda- og umhverfismál og konur, frið og öryggi, sem endurspegla jafnframt áhersluþætti þróunarsamvinnuáætlunar.

 Í jafnréttisstefnunni kemur fram að unnið verði að kynjajafnrétti með tvennum hætti; annarsvegar með samþættingu kynjasjónamiða og hinsvegar með stuðningi við sérstök jafnréttisverkefni sem hafa kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði.