Landgræðsluskóli HSÞ

Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti Háskóla SÞ í febrúar 2010 þegar skrifað var undir samstarfssamning þar að lútandi. Skólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum, sem glíma við jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga, í landgræðslu og sjálfbærri nýtingu lands. Frá því Landgræðsluskólinn hóf störf sem tilraunaverkefni árið 2007 hafa yfir 50 mnnas frá 10 löndum útskrifast frá skólanum, þar af 34 frá því að skólinn varð formlega hluti af Háskóla SÞ. 

Vefur skólans (á ensku)