Útsendir sérfræðingar

Útsendir sérfræðingar

Útsendir sérfræðingar starfa að margvíslegum langtíma- og skammtímaverkefnum á vegum Íslensku friðargæslunnar. Friðargæsluliðar eru yfirleitt valdir í krafti góðrar reynslu af störfum erlendis eða sérstakrar þjálfunar, svo sem lögreglumenn, hjúkrunarfræðingar og mannréttindasérfræðingar. Íslenska friðargæslan hefur tekið í gagnið nýtt og aðengilegt rafrænt umsóknarferli fyrir umsækjendur um friðargæslustörf. Áhugasamir geta sótt um að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Gefin er út sérstök handbók fyrir útsenda sérfræðinga með mikilvægum upplýsingum, svo sem siðareglum, sem þeir þurfa að tileinka sér. Útsendir sérfræðingar þurfa að ljúka ákveðnum námskeiðum áður en þeir eru sendir á vettvang.