Þátttaka Íslands í NATO

Þátttaka Íslands í NATO

Þátttaka í starfi Atlantshafsbandalagsins

Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1949.Öryggisumhverfi í Evrópu er gjörbreytt frá því sem áður var þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað en markmiðin eru þau sömu, þ.e. að tryggja öryggi og frið í álfunni. Auk varnar- og öryggisþáttarins gegnir NATO lykilhlutverki sem pólitískt bandalag lýðræðisríkja beggja vegna Atlantshafsins. NATO hefur lagað sig að breyttum aðstæðum í Evrópu með inngöngu nýrra aðildarríkja og auknu samráði og samvinnu við önnur ríki. Ísland á ríka samleið með öðrum aðildarríkjum NATO í bandalagi sem byggist á meginreglum lýðræðis.