Úthafsveiðisamningurinn

Úthafsveiðisamningurinn

Úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna (The United Nations Agreement for the Implementation of the Provisions of the United Nations Convention on the Law of the Sea of 10 December 1982 relating to the Conservation and Management of Straddling Fish Stocks and Highly Migratory Fish Stocks frá árinu 1995) kveður á um framkvæmd og útfærslu ákvæða hafréttarsamningsins um fiskistofna sem finnast bæði innan efnahagslögsögu strandríkja og á úthafinu. Samningurinn styrkir verulega ramma um samstarf strandríkja og úthafsveiðiríkja á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana. Hann tók gildi 11. desember 2001 og var fullgiltur af Íslands hálfu 1997. Reglulega eru haldnir fundir endurskoðunarráðstefnu samningsins til að fara yfir framkvæmd hans af hálfu ríkja og svæðisstofnana. Næsti slíkur fundur mun fara fram um mitt ár 2016.

Gögn
Uppfært: 12/15     |     Athugsemdir sendist  hér