OECD

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD)

Efnahagssamvinnustofnun Evrópu, OEEC, var stofnuð árið 1947 til að framfylgja Marshall áætluninni og til uppbyggingar álfunnar eftir síðari heimsstyrjöldina. Ísland var einn af átján stofnaðilum OEEC sem síðan var breytt í Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, árið 1960. Markmið OECD er þríþætt: Að ná sem mestum og varanlegum hagvexti og sem hæstu atvinnustigi í aðildarríkjunum, að stuðla að almennri efnahagsþróun jafnt í aðildarríkjunum sem utan þeirra og að leggja sitt að mörkum til vaxtar og þróunar heimsviðskipta. Þátttaka Íslands nær til um 200 ólíkra efnisþátta innan stofnunarinnar þ.á m. samvinnu á sviði fjármála, skattamála, mennta, vísinda, félags- og atvinnumála, stjórnsýslu, umhverfis- og þróunarmála.
Vefsíða: www.oecd.org