Fréttir Norrænnar samvinnu

Fréttir Norrænnar samvinnu

Nýjustu fréttir um norræna samvinnu er að finna á síðu Norden.org


Fjármálaráðherrar ræddu norrænan bankamarkað og verndarstefnu

Norrænu fjármálaráðherrarnir funduðu í Ósló þann 24. mars. Meginþema fundarins var þróun á norrænum bankamarkaði og málefni ESB/EES sem eru ofarlega á baugi, m.a. framtíð Evrópusambandsins, Brexit og vægi skilvirkra markaða fyrir lítil, opin hagkerfi á borð við þau norrænu.

Røe Isaksen, þekkingarráðherra Noregs: „Setjið norræn tungumál á stundaskrána!“

Vítt og breitt um Norðurlöndin verður flaggað og efnt til ýmissa skemmtilegra viðburða þann 23. mars, í tilefni af Degi Norðurlanda. Norræna félagið í Noregi og norski þekkingarráðherrann hvetja skólana til að sjá nemendum sínum fyrir árangursríkri, áhugaverðri og spennandi kennslu um Norðurlöndin.

Takið þátt í hátíðahöldum í tilefni af Degi Norðurlanda þann 23. mars

Þann 23. mars verður því fagnað vítt og breitt um Norðurlöndin að hin norræna stjórnarskrá, Helsingforssamningurinn, var undirritaður þann 23. mars.

Lýðræðisleg réttindi í leikskólum og grunnskólum án aðgreiningar

2. og 3. maí býður Norræna ráðherranefndin og formennskulandið Noregur til norrænnar ráðstefnu um leikskóla og grunnskóla sem miðstöðvar lýðræðislegra réttinda og þátttöku allra. Hvernig geta leikskólar og grunnskólar stuðlað að því að börnum og ungmennum finnist þau heyra þar til og vera þátttakendur?

Trump til umræðu á þemaþingi Norðurlandaráðs

Donald Trump og þróun mála í Bandaríkjunum verða til umræðu þegar Norðurlandaráð kemur saman til fundahalds og þemaþings í sænska þinginu í Stokkhólmi 3.–4. apríl. „Þróun mála í Bandaríkjunum hefur einnig áhrif hér á Norðurlöndum og það er mikilvægt að við ræðum afstöðu okkar til hennar,“ segir forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg.

Bjóða ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til ráðstefnu um rafræna þróun

Frank Bakke-Jensen, ráðherra norrænnar samvinnu og Evrópumála í Noregi og Jan Tore Sanner, ráðherra málefna sveitarfélaga og nútímavæðingar, vilja auka samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á sviði rafrænnar þróunar. Dagana 24. og 25. apríl 2017 eru ráðherrarnir gestgjafar ráðherraráðstefnu í Ósló undir yfirskriftinni Digital North en Norðmenn gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári.

Ný matvælaverðlaun til heiðurs norrænni matargerð

Embluverðlaunin eru ný norræn matvælaverðlaun sem veitt verða fyrir það sem ber af í norrænni matargerð. Verðlaunin eiga að efla sameiginlega vitund Norðurlandabúa á sviði matargerðar og menningar og jafnframt að vekja athygli á norrænum matvælum á erlendri grund.

Norge prioriterer bioøkonomi og antibiotikaresistens

Det norske formandskabsprogram for MR-FJLS sætter fokus på udviklingen af den nordiske bioøkonomi og den nordiske styrkeposition inden for antibiotikaresistens. Prioriteringerne tager udgangspunkt i sektorens nye strategi, som skal understøtte de nordiske landes bidrag til FN’s bæredygtighedsmål hen imod 2030.

Verkfærataska hjálpar litlum samfélögum í umskiptum til vistvænna lífshátta

Hvernig fer lítið samfélag að því að taka upp kerfi sem byggir að öllu leyti á endurnýjanlegri orku? Svarið gefur ný norræn handbók, en í henni er að finna hagnýt tæki fyrir verkefni um endurnýjanlega orku, en þau eiga að auðvelda litlum samfélögum í strjálbýli umskipti til vistvænna lífshátta.

Nordisk-russisk samarbejde om sygdomsforebyggelse

Formålet med programmet er at udvide og styrke det nordisk-russiske samarbejde om sundhedsfremme og forebyggelse af sygdomme, der påvirker landene i Norden og Nordvestrusland.