Norræn samvinna

Norræn samvinna

Mikilvæg samvinna um sameiginlega hagsmuni

Norrrænu ríkin fimm, Danmörk, Finnland, Noregur, Ísland og Finnland og sjálfsstjórnarlöndin þrjú Grænland, Færeyjar og Álandseyjar vinna saman og standa vörð um sameiginlega hagsmuni. Samvinna þeirra byggir á sameiginlegu gildismati þjóðanna sem byggja þessi lönd.

Norræn samvinna styrkir og dregur fram sameiginleg hagsmunamál Norðurlanda, eykur aðdráttarafl þeirra og Norður-Evrópu og eflir áhrif landanna í Evrópusambandinu og á alþjóðlegum vettvangi.

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda mjög reglulega og sambandi og samskiptum Norðurlandanna er jafnframt haldið við á öllum póstum utanríkisþjónustunnar, heima og heiman, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem og annarra alþjóðastofnana.

Ríkisstjórnir norrænu ríkjanna fimm og stjórnir sjálfstjórnarlandanna þriggja vinna saman formlega og óformlega. Norræna ráðherranefndin er hinn opinberi og formlegi vettvangur samstarfsins. Í utanríkisráðuneytinu er starfrækt sérstök Norðurlandaskrifstofa sem heldur utan um verkefni sem þessu tengjast og undirbýr mál sem lögð eru fyrir samstarfsráðherra Norðurlanda.Inntak norrænnar samvinnu

 • Að standa vörð um sameiginlega hagsmuni
  Saga og menning Norðurlanda á sér djúpar og sameiginlegar rætur. Hinn samnorræni arfur gagnast samvinnu þjóðanna afar vel.
 • Gildismat
  Norræn samvinna byggir á sameiginlegum gildum, eins og opinskárri umræðuhefð og umburðarlyndi, og á sameiginlegum hagsmunum þjóðanna. Sameiginlegt gildismat tryggir samheldni þjóðanna í þeim mæli að slíks eru fá dæmi í heiminum.
 • Norræn samvinna
  Mikill fjöldi fólks tekur þátt í norrænu samstarfi, annað hvort sem einstaklingar eða í frjálsum félagasamtökum. Því fylgir mikill styrkur. Þessi breiða þátttaka helst í hendur við að samstarf þjóðanna hefur mikinn hljómgrunn meðal almennings.
 • Styrkur
  Margt tengir saman norrænu löndin og fólkið sem þar býr. Samvinnan styrkir þau bönd mikið. Það kemur meðal annars fram í norrænu samstarfi á sviði menningar, menntamála og rannsókna, umhverfismála, í norræna velferðarkerfinu og aðgerðunum gegn stjórnsýsluhindrunum.
 • Aðdráttarafl
  Samvinna Norðurlanda og landanna við Eystrasalt og Rússland er mikilvæg leið til að auka aðdráttarafl og getu þeirra til að draga að sér erlent fjármagn. Sú orka sem felst í fjölbreytilegri reynslu þjóða á öllu þessu svæði kemur þeim að miklu gagni á hnattvæddum markaði.

Nágrannar Norðurlanda
Aukin samskipti við grannþjóðirnar eru til gagns fyrir Norðurlandabúa. Það kemur greinilega í ljós í norrænu samstarfi við Norður-Atlantshafið, á norðurskautssvæðinu og í samstarfi við Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland. Á vettvangi Evrópusambandsins gefast möguleikar á að lönd stofni til innbyrðis samstarfs. Norræn og norræn-baltnesk samvinna styrkir stöðu þessara landa innan vébanda ESB. Það á við um sameiginlega afstöðu til mála, en einnig um annars konar frumkvæði, t.d. í mótun rannsóknar- og nýsköpunarstefnu. Norðlæga víddin svokallaða er bæði grundvöllur fyrir og leið til að þróa áfram samvinnu milli ESB, Rússlands, Noregs og Íslands. Markmiðið er að auka velmegun í þeim hluta Evrópu sem við búum í, bæði með aukinni samvinnu á stjórnmálasviði og með markvissum aðgerðum. Með því móti er hægt að auka öryggi og tryggja sjálfbæra þróun.

Aðrar alþjóðlegar stofnanir
Leggja þarf áherslu á samvinnu Norrænu ráðherranefndarinnar við Eystrasaltsráðið, Barentsráðið og Norðurskautsráðið – en að þeim standa að hluta til sömu stjórnvöld. Með samvinnu er átt við verkaskiptingu, þegar hún er hagkvæm.