Skipulögð glæpastarfsemi

Skipulögð glæpastarfsemi

Á undanförnum árum hafa aðgerðir ríkja á sviði alþjóðlegra öryggismála í auknum mæli beinst gegn samtökum og hópum, en eru ekki eingöngu umfjöllunarefni milli ríkja. Skipulögð glæpastarfsemi kemur víða við sögu, m.a. í tengslum við vopnasmygl og útbreiðslu gereyðingarvopna og íhluti í þau. Þessi starfsemi er talin ein af megin öryggisógnum við lýðræðisríki.

Mörkin eru oft óljós milli glæpastarfsemi og vopnaðra átaka.  Átök snúast ekki endilega um pólítískan eða hernaðarlegan ávinning, heldur fremur um að ná fram hruni á ríkjastarfssemi eða um aðgang að eða viðskipti með náttúruauðlindir, svo sem demanta eða eiturlyf.  Átökin stjórnast ekki aðallega af skipulögðum herjum, heldur hópum eða fylkingum sem oft fremja mannúðar eða mannréttindabrot, einkum gegn konum og börnum.

Náist samkomulag um gerð vopnaviðskiptasamnings (ATT) standa vonir til að ólögleg vopnaviðskipti skipulagðra glæpasamtaka muni minnka.

Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi (Palermo-samningurinn) var gerður 15. nóvember 2000 og tók gildi 29. september 2004.  Bókunin gegn ólögmætri framleiðslu og sölu skotvopna var gerð 31. maí 2001 og gekk hún í gildi 3. júlí 2005.

Ítarefni

Hryðjuverkamál

Tenglar

UNODC   |   ATT

 


Uppfært: 05/09 |     Athugsemdir sendist  hér     |      Skammstafanir