Afvopnunarmál

Afvopnunarmál

Afvopnunarmál í víðum samhengi taka til fækkunar eða eyðingar hergagna eða vopnategunda (disarmament), takmarkana á hergögnum í magni eða tegundum (arms control) og aðgerða gegn útbreiðslu hergagna eða vopna (non-proliferation).

Þær vopnategundir sem um ræðir eru annars vegar hefðbundin vopn og hins vegar gereyðingarvopn og burðarkerfi þeirra. Gereyðingarvopn eru kjarnavopn, efanvopn og lífefnavopn.

Árangur í afvopnunarmálum er mikilvæg forsenda þess að árangur náist á öllum þessum sviðum. Helstu ástæður þess eru:

  • Grundvallar mannréttindi verða ekki tryggð nema fólk búi við lágmarksöryggi, en talið er að hálf milljón manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum smá- og léttvopna.
  • Árangur í þróunarsamvinnu verður ætíð takmarkaður ef öryggisumhverfið er ótryggt, en ómældur fjöldi óbreyttra borgara deyr af völdum jarðsprengja og klasasprengja í þróunarlöndum á ári hverju.
  • Afvopnunarmál skipa stóran sess í friðsamlegri lausn deilumála, hvort sem um ræðir fækkun vopna og herja eða trausvekjandi aðgerðir.

Margir samningar á sviði afvopnunarmála teljast hluti af mannúðarlögum, t.d. samningar sem banna notkun jarðsprengja, geislavopna, eldvarpa o.s.frv.

Málefni

Flugskeyti  
Gereyðingarvopn  Hefðbundin vopn  
Mannúðarmál 
Útflutningseftirlit

Ítarefni

Tenglar

CTBTO     |     NATO     |     NPT     |     UNODA     |     UNOG


Uppfært: 03/16 |     Athugsemdir sendist  hér     |      Skammstafanir