Svæðisbundin samvinna

Svæðisbundin samvinna

Svæðisbundið samstarf á sviði umhverfismálaÍsland leggur áherslu á svæðisbundið samstarf í umhverfismálum við nágrannaríki beggja vegna Atlantshafs og í norðri. Markmið þessa samstarfs er að tryggja stöðugleika á svæðinu og efla samvinnu um sameiginleg viðfangsefni á norðurslóðum, ekki síst í umhverfis- og auðlindamálum. Starf Norðurskautsráðsins er einkar mikilvægt í þessu sambandi og er ráðið einn helsti vettvangur aðildarríkjanna til að vinna að sjálfbærri þróun og umhverfisvernd á norðurslóðum. Ísland gegndi formennsku í Norðurskautsráðinu 2002-2004. Einnig má nefna mikilvægt starf Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar (UN ECE) og Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) á sviði umhverfismála.

 

Svæðisbundið samstarf á sviði auðlindamála

Svæðisbundnar fiskveiðistjórnunarstofnanir gegna lykilhlutverki við að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu deilistofna og víðförulla fiskistofna. Í þessu tilliti hefur Ísland virkt samstarf við nágrannalöndin til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda nærliggjandi hafsvæða. Þetta samstarf fer fram í svæðisbundnum stofnunum.