Rauðarárstígur

Næstum dauður tvisvar - seinni hluti - 19.5.2014

Rauðarárstígur - Stefán Lárus Stefánsson

Stefán Lárus Stefánsson

Seinni hlutinn, stóð mikið, mikið lengur, hann gekk ekki yfir á sex mínútum eins og jarðskjálftinn. Framvindan öll varð miklu flóknari. Sú skynjun að standa aftur frammi fyrir því að maður gæti dáið varð aftur áþreifanleg en með allt öðrum hætti en meðan á jarðskjálftanum stóð. Dauðinn var samt sá sami.

Lesa meira

„Já góðan daginn, get ég leigt hjá ykkur þotu?” - 2.5.2014

Rauðarárstígur - Hreinn Pálsson 

Hreinn Pálsson

Þegar átök brutust óvænt út á milli Ísraels og Hezbollah í Líbanon í júlí 2006 voru tvær íslenskar fjölskyldur með börn og eitt á leiðinni, auk þriggja flugvirkja frá Atlanta stödd nálægt hættusvæðum, í allt 10 manns. Þá var ljóst að við þyrftum strax að hefjast handa við að gera ráðstafanir til að koma þeim á öruggan stað. 

Lesa meira

Næstum dauður tvisvar, fyrri hluti - 10.4.2014

Rauðarárstígur - Stefán Lárus Stefánsson 

Stefán Lárus Stefánsson

Rétt í þann mund var eins og kaldur gustur léki um skrifstofuna mína í sendiráðinu í Tokyo og ég byrjaði að finna fyrir vægum titringi. Ég skynjaði strax að hann væri undanfari jarðskjálfta. Nú var bara að bíða og sjá hversu stór hann yrði, eins og vanalega. En þetta varð ekki eins og vanalega.

Lesa meira

Hver sagði hvað, hvenær og hvers vegna? - 8.4.2014

Rauðarárstígur - Sigurður Þór Baldvinsson

Sigurður Þór Baldvinsson

Frá upphafi hafa öll send og móttekin bréf ráðuneytisins verið skráð í sérstaka bréfadagbók og varðveitt í möppum í skjalasafni sem flokkað er í rúmlega fjögur þúsund efnisflokka. Hverri möppu er svo pakkað til frambúðar varðveislu. Skjalasafn ráðuneytisins telur nú um 45.000 möppur sem leggja undir sig u.þ.b. einn kílómetra af hillum. Hvert einasta bréf í hverri einustu möppu er skráð.

Lesa meira

Fyrsta íslenska matreiðslubókin í Japan - 6.2.2014

Rauðarárstígur - Stefán Lárus Stefánsson 

Stefán Lárus Stefánsson

Japanskt bókaforlag hafði samband við sendiráðið í Tokyo snemma árs 2012  en það hafði lagt mikla vinnu og fé í Íslandskynningu í veglegu tímariti um mat og ferðalög sem heitir AZUR. 

Lesa meira

Neyðarkall frá Mombasa - 27.1.2014

Rauðarárstígur - Hermann Ingólfsson

Hermann Ingólfsson

Árið er 1995. Ég er starfsnemi við þróunarsamvinnuverkefni í strandhéruðum Kenía á vegum danskra stjórnvalda. Ég sé með eigin augum afleiðingar sárrar fátæktar. Það er reynsla sem breytir sýn minni á lífið og tilveruna.

Lesa meira

Við ofurefli að etja? Fríverslunarviðræður við Kínverja - 22.1.2014

Rauðarárstígur - Bergdís Ellertsdóttir

Bergdís á fundi

Viðskiptaráðuneyti Kína er stór og mikil bygging. Anddyrið er marmaraklætt og tilkomumikið.  Í lyftunni er motta á gólfinu merkt þriðjudegi á ensku. Veitir eflaust ekki af því að minna þá mörgu sem hingað koma um langan veg hver dagurinn er. 

Lesa meira