Utanríkisráðherra sendir samúðarkveðjur til ítölsku þjóðarinnar

25.8.2016

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í morgun samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli. Sagði Lilja íslensk stjórnvöld reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum.  

Um 250 manns hafa nú fundist látnir og eru hundruðir slasaðir, margir hverjir alvarlega. Talið er að enn sé töluverður fjöldi fólks grafinn undir rústunum en þorpin næst upptökum skjálftans eru nánast rústir einar eftir skjálftann sem mældist 6,3 stig. 

Til baka Senda grein