Samúðarkveðjur vegna fráfalls Shimon Peres

28.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur sent ísraelskum stjórnvöldum samúðarskeyti vegna fráfalls Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael, sem lést í nótt.

„Shimon Peres var framúrskarandi stjórnmálamaður sem ávallt horfði fram á veginn. Framlag hans til friðar og sátta mun aldrei gleymast," segir Lilja Alfreðsdóttir.

Til baka Senda grein