Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

33 sækja um embætti framkvæmdastjóra ÞSSÍ

Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sem nýlega var auglýst laust til umsóknar, rann út 8. nóvember sl. Alls bárust 33 umsóknir um embættið. Utanríkisráðherra, sem skipar í embættið skv. lögum nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, hefur falið Hermann Erni Ingólfssyni, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, Helgu Hauksdóttur, mannauðsstjóra í ráðuneytinu og Steinari Berg Björnssyni, fyrrverandi forstjóra hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, að fara yfir umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til sín. Ráðgert er að niðurstaða um nýjan framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar liggi fyrir í desembermánuði.

Eftirtaldir umsækjendur sækja um embætti framkvæmdastjórans:

Anna Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri HUMEC í Tansaníu
Arnþór Gylfi Árnason fjármálastjóri Glugga ehf.
Ágústa Gísladóttir umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ
Árni Helgason sviðsstjóri hjá ÞSSÍ
Belinda Theriault master í alþjóðasamskiptum og viðskiptafræði
Björn Kristjánsson markaðsfræðingur
Daði Bragason húsasmiður
Davíð Egilsson framkvæmdastjóri Netverks forstjóra evrópskra umhverfisstofnana.
Engilbert Guðmundsson

deildarstjóri hjá friðargæsluskrifstofu Sameinuðu

þjóðanna í Sierra Leone

Geir Oddsson verkefnastjóri hjá ÞSSÍ
Glúmur Baldvinsson verkefnastjóri hjá ÞSSÍ
Helga Þórólfsdóttir friðarfræðingur
Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi hjá Rauða krossi Íslands
Jóhanna Ýr Jónsdóttir safnstjóri Byggða- og ljósmyndasafns Vestmanneyja
Jón Ingi Gíslason sjálfstætt starfandi
Jón Ingi Þorvaldsson starfsmaður Dohop
Jón Pálsson viðskiptafræðingur
Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
Linda Björk Guðrúnardóttir master í alþjóðasamskiptum
María Skarphéðinsdóttir ráðgjafi á skrifstofu WHO í Evrópu
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
Pétur G. Thorsteinsson lögfræðingur í utanríkisráðuneyti
Regína Bjarnadóttir hagfræðingur í Seðlabanka Íslands
Sigurður Sigurðsson bygginga- og eftirlitsverkfræðingur
Sigurrós Þorgrímsdóttir sjálfstætt starfandi
Sólmundur Már Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslu Íslands
Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ
Stefán Sólmundur Kristmannsson master í hafeðlisfræði
Steingerður Hreinsdóttir verkefnastjóri/ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands
Tumi Tómasson forstöðumaður sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Vilhjálmur Wiium umdæmisstjóri hjá ÞSSÍ
Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri Thorp ehf.
Þórdís Katla Bjartmarz master í viðskiptafræði

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum