Hoppa yfir valmynd
15. maí 1996 Utanríkisráðuneytið

Koma Pierre Cardin, friðarsendiherra, til Íslands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 041



Pierre Cardin, friðarsendiherra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), sem einnig er þekktur
tískuhönnuður, heimsækir Ísland frá 16. - 20. maí 1996, í þeim erindagjörðum að afhenda íslenskum stjórnvöldum sex
fána, sem gerðir voru sérstaklega á hans vegum fyrir UNESCO í tilefni af ári umburðarlyndis 1995. Pierre Cardin er einn
þeirra listamanna, sem lagt hafa hugsjónum Sameinuðu þjóðanna lið og verið útnefndir friðarsendiherrar af UNESCO.

Fánana hönnuðu sex heimsþekktir listamenn, Friedensreich Hundertwasser frá Austurríki, Souleymane Keita frá Senegal,
Rachid Koraichi frá Alsír, Roberto Matta frá Chile, Robert Rauschenberg frá Bandaríkjunum og Dan You frá Viet Nam.

Fánarnir voru fyrst dregnir að húni við aðalstöðvar UNESCO í París 16. nóvember í fyrra í tilefni af 50 ára afmæli
undirritunar stofnsamnings UNESCO. Pierre Cardin hefur síðan ferðast til fjölmargra ríkja og afhent stjórnvöldum fánana.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tekur við fánunum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda næstkomandi laugardag, 18. maí,
kl. 13:00, við Ráðhúsið við Tjörnina í Reykjavík og verða þeir dregnir að húni á fánastöngum göngubrúarinnar við
Ráðhúsið.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 15. maí 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum