Hoppa yfir valmynd
19. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Fordæming á Ísraela

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 031



Hinir hörmulegu atburðir fyrir botni Miðjarðarhafs eru íslenskum stjórnvöldum mikið áhyggjuefni. Harka deiluaðila hefur
leitt til dauða fjölda óbreyttra borgara og flóttamannastraums. Ekki þarf að efast um rétt Ísraelsmanna til sjálfsvarnar gegn
hryðjuverkum öfgamanna sem eru með öllu óréttlætanleg. Árásir Ísraelsmanna á Suður-Líbanon eru aftur á móti ekki í
neinu samræmi við tilefnið.

Utanríkisráðherra fordæmir sprengjuárás Ísraelsmanna á bækistöð friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í bænum Qana,
sem valdið hefur dauða fjölda óbreyttra borgara.

Hvatt er til þess að vopnahléi verði komið á sem fyrst. Atburðir sem þessir eru aðeins í þágu þeirra afla, sem vinna gegn
friðarþróuninni í Mið-Austurlöndum.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 19. apríl 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum