Hoppa yfir valmynd
6. september 1996 Utanríkisráðuneytið

Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 068


Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins
1997 - 1999

Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimannastyrki til rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins. Markmið
styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt
að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið háskólanámi.

Styrkirnir nema nú u.þ.b. 520 þús. ísl. kr. (240 þús. belgískum frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum frá
maí 1997 til júní 1999.

Einnig er veittur sérstakur styrkur, Manfred Wörner styrkurinn, sem stofnað var til í minningu fyrrverandi
framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Hér er um einn styrk að ræða að upphæð u.þ.b. 1.700 þús. ísl. kr. (800 þús.
belgískum frönkum). Styrkur þessi er veittur viðurkenndum fræðimönnum, rannsóknarstofnunum eða reynslumiklu fólki
sem starfar að fjölmiðlun.

Umsóknir um styrki þessa, skulu berast alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 15. desember 1996.

Skrifstofan veitir nánari upplýsinga um styrkina og lætur í té þar til gerð umsóknareyðublöð.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. september 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum