Hoppa yfir valmynd
29. október 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 100, 29. október 1998: Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1999-2001.

Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1999-2001.


Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimannastyrki til rannsókna fyrir tímabilið 1999/2001. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem sækja um styrki hafi lokið háskólanámi.
Styrkirnir nema nú u.þ.b. 484.000.- ísl. kr. (240.000.- belgískum frönkum) fyrir einstaklinga en 504.000.- ísl. kr. (250.000.- belgískum frönkum) fyrir stofnanir. Ætlast er til þess að unnið verði að rannsóknum frá júní 1999 til 30. júní 2001.
Einnig er veittur sérstakur styrkur, Manfred Wörner styrkurinn, sem stofnað var til í minningu fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Hér er um einn styrk að ræða að upphæð u.þ.b. 1.613.000.- ísl. kr. (800.000- belgískir frankar). Styrkur þessi er veittur viðurkenndum fræðimönnum, rannsóknarstofnunum eða fólki með mikla starfsreynslu í fjölmiðlun.
Umsóknir um styrki þessa skulu berast alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 31. desember 1998.
Alþjóðaskrifstofan veitir nánari upplýsingar um styrkina og lætur í té þar til gerð umsóknareyðublöð.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 29. október 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum