Hoppa yfir valmynd
5. maí 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 040, 5. maí 1998: Heimsókn Varnarskóla Atlantshafsbandalagsins til Íslands.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 40

Tveggja daga heimsókn Varnarskóla Atlantshafsbandalagsins til Íslands lauk í dag. Skólinn er staðsettur í Róm og er liður í menntuninni að gefa nemendum skólans, sem aðallega eru háttsettir menn í hernum, kost á að heimsækja aðildarríkin og kynnast þeim af eigin raun. Hópurinn samanstóð af 130 manns og kom frá 24 þjóðlöndum þar sem ekki var eingögnu um að ræða nemendur frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins heldur einnig frá samstarfsríkjum þess í Mið- og Austur- Evrópu. Mánudaginn 4. maí var haldinn fundur með embættismönnum frá utanríkisráðuneytinu, Landhelgisgæslunni, Almannavörnum ríkisins og Þjóðhags- stofnun. Þriðjudaginn 5. maí voru pallborðsumræður með þingmönnunum Tómasi Inga Olrich, Sjálfstæðisflokki, Siv Friðleifsdóttur, Framsóknarflokki og Sólveigu Pétursdóttur, Sjálfstæðisflokki. Hópurinn hélt héðan til Noregs.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 5. maí 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum