Hoppa yfir valmynd
19. mars 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 021, 19. mars 1999:Jóhann R. Benediktsson skipaður sýslumaður á Keflavíkurflugvelli

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 021


Utanríkisráðherra hefur í dag skipað Jóhann R. Benediktsson, til þess að vera sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, frá 1. apríl 1999 að telja.
Jóhann lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1987. Jóhann starfaði sem sumarafleysingamaður í Lögreglunni í Reykjavík þrjú sumur meðan á laganámi stóð. Að loknu laganámi lagði Jóhann stund á almenn lögfræðistörf, m.a. hjá Húsasmiðjunni, en réðist til starfa sem sendiráðsritari í utanríkisráðuneytinu árið 1988. Árið 1991 fluttist hann til starfa í sendiráð Íslands í París og árið 1994 var hann fluttur til starfa hjá sendiráð Íslands í Brussel. Jóhann var aðstoðarmaður aðalsamningamanns Íslands um Schengen og var fulltrúi Íslands í hinum ýmsu stofnunum og nefndum Schengen eftir að Ísland hóf þátttöku í Schengen samstarfinu hinn 1. maí 1996. Jóhann var skipaður sendiráðunautur árið 1996 og kom aftur til starfa á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins sl. sumar.
Jóhann er fæddur 18. mars 1961. Hann er kvæntur Sigríði Guðrúnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. mars 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum