Hoppa yfir valmynd
18. mars 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 018, 18. mars 1998: Utanríkisráðherra Eistlands í opinberri heimsókn á Íslandi.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________



Nr. 18

Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 23. og 24. mars næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Á mánudag mun hann eiga fundi með utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Utanríkisráðherra Eistlands ræðir við utanríkismálanefnd Alþingis á þriðjudag og mun fara í kurteisisheimsókn til forseta Alþingis.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 18. mars 1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum