Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 1996 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur VES í Ostende í Belgíu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 090



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í gær ráðherrafund Vestur-Evrópusambandsins í Ostende í Belgíu. Á fundinum
var mikið fjallað um hið alvarlega ástand í Saír og þá hvernig Vestur-Evrópusambandið gæti veitt aðstoð, eins og frá er
greint í hjálagðri yfirlýsingu.

Í ræðu sinni lagði utanríkisráðherra áherslu á sjálfstæða tilveru Vestur-Evrópusambandsins og mikilvægi öflugs samstarfs
þess og Norður-Atlantshafsbandalagsins, sem væri sem fyrr meginstoð öryggis og stöðugleika í Evrópu.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 20. nóvember 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum