Hrannar Pétursson ráðinn aðstoðarmaður ráðherra

4.5.2016

  • Hrannar Pétursson
    Hrannar Pétursson.

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hann hóf störf í dag, 4. maí.

Hrannar er 42 ára og með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hann starfaði hjá Vodafone frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann hefur starfað sjálfstætt frá þeim tíma og sinnti m.a. tímabundnum verkefnum í forsætisráðuneytinu. Áður var Hrannar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu hf. 

Hrannar er félagsfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann er kvæntur Margréti Arnardóttur, vélaverkfræðingi og viðskiptafræðingi. Þau eiga samtals fjögur börn og búa í Reykjavík.

Til baka Senda grein