Fyrsti fundur í nýrri þróunarsamvinnunefnd

4.5.2016

  • Fyrsti fundur þróunarsamvinnunefndar
    Fyrsti fundur þróunarsamvinnunefndar

Ný þróunarsamvinnunefnd fundaði í fyrsta sinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra bauð nefndina velkomna til starfa og sagðist vonast eftir góðu samstarfi. Kraftur var í nefndarfólki og fjörugar umræður um hlutverk nefndarinnar og starfið framundan. Allir 16 aðalmennirnir í nefndinni mættu til fundarins.

Nýja þróunarsamvinnunefndin var sett á laggirnar við breytingar á íslensku þróunarsamvinnulögunum sem Alþingi gerði í desember sl. Hún kemur í stað þess sem áður var annars vegar samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu og hins vegar þróunarsamvinnunefnd og er tilgangurinn að gera starfið markvissara. Sú nýbreytni er í skipan nefndarinnar að nú sitja í henni þingmenn frá öllum þingflokkum á Alþingi. Að auki sitja í nefndinni fimm fulltrúar íslenskra félagasamtaka á sviði mannúðar- og þróunarmála, tveir fulltrúar háskólasamfélagsins og tveir fulltrúar aðila vinnumarkaðarins.

Formaður nefndarinnar er Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra.

Til baka Senda grein