Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi

22.8.2016

  • LDA-Michelsen-og-Qujaukitsoq-undirrita-í-Þórshöfn
    Frá undirrituninni í Þórshöfn

Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu í dag yfirlýsingu um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. Skipaður verður vinnuhópur með fulltrúum þjóðanna og mun hann koma saman í fyrsta skipti í Nuuk í Grænlandi í október.

Stjórnvöld í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi leggja ríka áherslu á aukið samstarf vest norrænu þjóðanna. Þingsályktanir þess efnis hafa verið samþykktar í öllum löndunum og tekur yfirlýsingin í dag mið af því. Í henni segir að aukið og nánara samstarf sé ekki síst mikilvægt í ljósi alþjóðlegrar vakningar um mikilvægi norðurslóða. Hagsmunir þjóðanna fléttist saman á margvíslegan og brýnt sé að skilgreina sameiginlega viðskiptahagsmuni þeirra.

Lilja Alfreðsdóttir undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands, Poul Michelsen fyrir hönd Færeyja og Vittus Qujaukitsoq fyrir Grænland.

Til baka Senda grein