Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar - 21.12.2015

Feneyjanefndin.

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin varaforseti nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, Feneyjanefndarinnar

Lesa meira

Þróunarmál í brennidepli á ráðherrafundi WTO í Nairobi - 20.12.2015

Þá samþykkti fundurinn bann við útflutningsbótum fyrir landbúnaðarvörur og einnig  staðfestu þátttökuríki samnings um upplýsingatæknivörur niðurstöðu í samningaviðræðum um endurskoðun samningsins.

Lesa meira

Ræddu stöðuna í Palestínu - 18.12.2015

Stefán Haukur og Amal Jadou

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með dr. Amal Jadou, aðstoðarráðherra og yfirmanni Evrópudeildar palestínska utanríkisráðuneytisins í Ramallah

Lesa meira

Parísarsamkomulagið í höfn - 12.12.2015

Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum. 

Lesa meira

Fimm milljónir til skuldbindinga stjórnvalda og Rauða krossins - 11.12.2015

Stjórnvöld og Rauði krossinn hafa skuldbundið sig til að vinna að verkefnum sem  varða m.a. vernd til handa flóttafólki frá átakasvæðum, aukna aðstoð við fórnarlömb mansals og ráðstafanir gegn fordómum gagnvart útlendingum og til að auðvelda aðlögun þeirra að samfélaginu.

Lesa meira

Ný samningsdrög kynnt í París - 9.12.2015

Laurent Fabius á COP21

Forseti 21. Aðildaríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í dag ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja.

Lesa meira

Kynning á nýtingu jarðhita á Íslandi og í Austur-Afríku - 8.12.2015

Gunnar Bragi í ræðustól á COP21.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt í dag opnunarávörp á tveimur viðburðum á Parísarfundinum um loftslagsmál, COP21.

Lesa meira

Loftferðasamningur við Máritíus undirritaður - 7.12.2015

Loftferðasamningur við Máritíus

Ísland hefur nú gert alls 95 loftferðasamninga sem heimila flug til 109 ríkja.

Lesa meira

Baráttan gegn hryðjuverkum og átökin í Úkraínu efst á baugi - 6.12.2015

Ráðherrafundur ÖSE í Belgrad.
Spenna og óvissa í alþjóðlegum öryggismálum setti svip sinn á ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Belgrad. Lesa meira

Hafið og norðurslóðir í brennidepli á COP21 - 5.12.2015

Gunnar Bragi í ræðustól

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra opnaði í dag tvo viðburði á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings SÞ sem nú stendur yfir í París.

Lesa meira

Samráð um fiskveiðar í Norður-Íshafi - 5.12.2015

Bandaríkin boðuðu til fundarins sem fram fór í Washington. Auk Íslands sóttu fundinn Noregur, Rússland, Kanada, Danmörk f.h. Grænlands, ESB, Japan, Kína og Suður-Kórea. Lesa meira

Stjórnvöld standa vörð um sóttvarnir við innflutning á hráu kjöti - 2.12.2015

Merki EFTA dómstólsins.
Í dag fór fram fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg málflutningur í máli sem snertir heimildir stjórnvalda til að setja skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti í sóttvarnarskyni, umfram það sem leiðir af reglum um dýraheilbrigði og matvælaeftirlit á EES. Lesa meira

Gunnar Bragi sótti utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins - 2.12.2015

Gunnar Bragi við hringborð NATO
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Brussel í dag. Á fundinum var m.a. rætt um öryggisáskoranir sem bandalagið stendur frammi fyrir úr austri og suðri, málefni Afganistan, samstarfið við Rússland, stækkun bandalagsins og þróun mála í Úkraínu. Á fundi með utanríkisráðherra Svartfjallalands var tilkynnt um þá ákvörðun að bjóða landinu að hefja formlegar viðræður við bandalagið um aðild.  Lesa meira

Alþjóðlegur samstöðuhópur um nýtingu jarðhita stofnaður  - 1.12.2015

Gunnar Bragi og Adnan Amin, framkvæmdastjóri IRENA.

Utanríkisráðherra flutti opnunarávarp við stofnuna sem haldin var í tengslum við ríkjaráðstefnu loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í París.

Lesa meira

Norrænt net kvenna í friðarumleitunum stofnað - 28.11.2015

Norrænt net kvenna í friðarumleitunum var stofnað í Ósló í dag. Hugmyndin að netinu, sem tengir konur með reynslu af samningaumleitunum og störfum á átakasvæðum, er að hvetja til þess að konur komi í auknum mæli að friðarumleitunum á alþjóðavettvangi. Reynslan sýnir að friðarsamningar sem konur koma að, leiða oftar til niðurstöðu en þar sem þær taka ekki þátt.

Lesa meira

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem hafa verið búsettir erlendis - 27.11.2015

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2007 verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá. Lesa meira

Sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum - 25.11.2015

Sóknaráætlun kynnt

Ríkisstjórn Íslands kynnti í dag sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun.

Lesa meira

Vegna framlengingar vegabréfa - 23.11.2015

Framlengt vegabréf telst ekki gilt sem ferðaskilríki eftir 24. nóvember. Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta Lesa meira

Áhrif fríverslunarsamnings ríkja við Kyrrahafið rædd á ráðherrafundi EFTA - 23.11.2015

EFTA ráðherrar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat í dag ráðherrafund EFTA í Genf en þar ákváðu ráðherrarnir m.a. að stefna að því að þróa nánar viðskiptasamráð EFTA við Bandaríkin. Lesa meira

EES-ráðið fundar um framkvæmd EES-samningsins - 17.11.2015

EES-ráðið fundar í Brussel

Ísland, Noregur og Liechtenstein lýstu því yfir í sameiginlegu ávarpi að EES-samningurinn hafi gegnt vel því meginhlutverki að víkka innri markað ESB og fjórfrelsið til EES/EFTA-ríkjanna.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir hryðjuverkin í París - 14.11.2015

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hin skelfilegu og mannskæðu hryðjuverk sem framin hafa verið í París og segir hug okkar Íslendinga hjá þeim ótalmörgu sem nú eigi um sárt að binda.

Lesa meira

Loftslagmál, viðskipti og dvalarleyfi rædd á fundum í Singapúr - 13.11.2015

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Singapúr sem lýkur á morgun, laugardag. Gunnar Bragi fundaði í dag með Vivian Balakrishnan utanríkisráðherra. Ræddu ráðherrarnir áskoranir vegna loftslagsbreytinga og undirbúning loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði.

Lesa meira

Ráðherra tilkynnir um framlög í Græna loftslagssjóðinn  - 12.11.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í Singapúr

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Singapúr og ávarpaði í dag ráðstefnu á vegum Hringborðs Norðurslóða sem var hluti dagskrár heimsóknarinnar. 

Lesa meira

Í tilefni af fréttaflutningi um atkvæðagreiðslu á vettvangi SÞ - 10.11.2015

Í ályktuninni sem vísað hefur verið til er lagður grunnur að nýju ferli sem kynni að veikja enn frekar samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og samninginn um allsherjarbann við tilraunum kjarnavopna (CTBT). Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Suður-Kóreu funda - 9.11.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Yun Byung-se, utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Lesa meira

Varað við ferðum til Sharm el Sheikh - 9.11.2015

Ráðuneytið hvetur fólk ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna.

Lesa meira

Ráðherra ræðir mikilvægi sjávarútvegs á ráðstefnu í Ho Chi Minh - 6.11.2015

Gunnar Bragi á fiskveiðiráðstefnu
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu á ráðstefnu í Ho Chi Minh um efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs og reynslu Íslendinga. Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Víetnam funda í Hanoi - 5.11.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Pham Binh Minh, utanríkisráðherra Víetnam. Fundurinn var haldinn í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins Lesa meira

Flóttamannamál, heimsmarkmið og fríverslun rædd á norrænum ráðherrafundum  - 28.10.2015

Norrænu utanríkisráðherrarnir

Ráðherrar utanríkismála, utanríkisviðskipta og þróunarmála funduðu í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 

Lesa meira

Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá 24. nóvember 2015 - 27.10.2015

Samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki og þar sem framlengingin sjálf er ekki véllesanleg er vegabréfið því ógilt.  Lesa meira

Ráðherra fundar með framkvæmdastjóra UN Women og undirritar samstarfssamning við Landsnefnd - 23.10.2015

Gunnar Bragi og Phumzile
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women og aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, funduðu í dag. Lesa meira

Sjö nýir loftferðasamningar - 23.10.2015

Undirritun samnings við Líberíu
Góður árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í Tyrklandi í dag. Lesa meira

Undirrituð bókun Evrópuráðs um vígamenn - 22.10.2015

Samningur undirritaður
Hún felur í sér ákvæði sem banna ferðir einstaklinga erlendis sem hafa hryðjuverkastarfsemi að markmiði, svo og fjármögnun slíkra ferða og skipulagningu. Ennfremur er þátttaka bönnuð í hryðjuverkasamtökum og að fá þjálfun til hryðjuverka. Lesa meira

Framkvæmdastjóri UN Women sækir Ísland heim - 21.10.2015

Phumzile Mlambo-Ngcuka

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women og aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ kemur til landsins á morgun í boði utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira

Endurheimt lands í þágu loftslagsmála - 20.10.2015

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók í dag þátt í 12. aðildarríkjaþingi Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD COP12) í Ankara. Lesa meira

EES-þýðingar í 25 ár – opið hús í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins  - 16.10.2015

Á þessu ári eru 25 ár síðan hafist var handa við þýðingar áEES-samningnum en það verkefni hófst í maí 1990. Umfang þessa verkefnis hefur farið stigvaxandi þennan aldarfjórðung og fjöldi svonefndra lagagerða, sem falla undir EES-samninginn, hefur sífellt aukist. Fleiri en 10.000 lagagerðir hafa verið teknar upp í EES-samninginn frá undirritun árið 1992. 

Lesa meira

Loftslagsvænar lausnir Norðurlandanna í öndvegi í París - 15.10.2015

Fulltrúar Íslands
Loftslagsvænar lausnir frá Norðurlöndunum eru í öndvegi á vörusýningunni World Efficiency, sem lýkur í dag í Porte de Versailles í París. Lesa meira

Áhersla á loftslagsmál og svæðisbundna samvinnu - 15.10.2015

Ráðherrar Eystrasaltsráðsins
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Barentsráðsins, sem haldinn var í Oulu í Finnlandi. Lesa meira

Umsókn um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 9.10.2015

Íslenskir ríkisborgarar sem kjósa að vera á kjörskrá en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 2007 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Þjóðskrár Íslands fyrir 1. desember 2015, til þess að halda kosningarrétti. Kosningarrétturinn gildir þá til 1. desember 2019. Lesa meira

Fjölþjóðleg ráðstefna um flóttamannavanda - 8.10.2015

Fyrir hönd Íslands sátu ráðstefnuna Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins.
Lesa meira

Ísland bætir stöðu sína í frammistöðumati ESA - 6.10.2015

Í nýju frammistöðumati sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, birtir í dag kemur fram að innleiðingarhallinn var kominn niður í 2,1% í apríl sl. þegar nýja matið var unnið

Lesa meira

Heimsmarkmiðum fagnað, áhersla á jafnrétti og loftslagsmál - 2.10.2015

Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Lesa meira

Ráðherra ræddi flóttamannavandann í öryggisráði SÞ - 1.10.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði grein fyrir framlagi Íslands til flóttamannavandans og beindi orðum sínum að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ríkri ábyrgð þess á rót vandans Lesa meira

Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 29.9.2015

Gunnar Bragi hjá SÞ
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur í vikunni þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, en 70 ár eru liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar voru settar á fót. Lesa meira

Andlát aðalkjörræðismanns í Jórdaníu - 26.9.2015

Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, aðalræðismaður Íslands í Jórdaníu, lést á heimili sínu í Amman, 24. september.

Lesa meira

Ný Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun - 25.9.2015

Heimsmarkmiðin eru sautján, með 169 undirmarkmiðum. Þau taka gildi á næsta ári og gilda til ársins 2030. Markmiðin, ásamt pólitískri yfirlýsingu, áætlun um framkvæmd og eftirfylgni ná yfir mjög vítt svið og kveða sterkar að orði en áður hefur náðst samstaða um á vettvangi SÞ. 

Lesa meira

Samskipti utanríkisráðuneytis vegna ákvörðunar borgarstjórnar - 24.9.2015

Starfsfólk ráðuneytis og sendiskrifstofa hefur svarað ríflega 400 tölvupóstum, hringingum og athugasemdum á samfélagsmiðlum vegna málsins síðastliðna viku. Lesa meira

2 milljörðum króna varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur - 19.9.2015

Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að 2 milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Lesa meira

Ríkisstjórn ítrekar að ákvörðun borgarstjórnar er ekki til marks um tengsl Íslands og Ísrael - 19.9.2015

Ríkisstjórn Íslands ræddi í morgun þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur frá Ísrael. Lesa meira

Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands - 18.9.2015

Borist hefur verulegur fjöldi fyrirspurna um afstöðu stjórnvalda til samþykktar borgarstjórnar. Þá hafa ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum sínum vegna málsins og þegar hefur orðið vart við afpantanir ferða.

Lesa meira

Landgræðsluskóli HSÞ útskrifar 13 sérfræðinga  - 18.9.2015

Útskriftarhópur Landgræðsluskóla HSÞ

Í gær útskrifuðust 13 sérfræðingar úr sex mánaða þjálfun við Landgræðsluskóla HSÞ, sjö konur og sex karlar. Nemendurnir að þessu sinni komu frá Gana, Eþíópíu, Malaví, Namibíu, Úganda, Mongólíu og Kirgistan, en frá upphafi starfseminnar (2007) hafa 76 nemendur útskrifast úr skólanum.

Lesa meira

Nýir samningar við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur - 17.9.2015

Undirritun samnings ESB og Íslands um tolla í landbúnaði.

Samningarnir munu stuðla að auknu vöruúrvali og lægra vöruverði á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur. Jafnframt fela samningarnir í sér veruleg ný tækifæri fyrir útflytjendur. 

Lesa meira

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem hafa verið búsettir erlendis - 14.9.2015

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum skemur en í 8 ár (þ.e. frá 1. desember 2007) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2007 verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá.

Lesa meira

Áhætta af innflutningi á lifandi búfé talin veruleg - 9.9.2015

Daði Már, Preben Willeberg og Halldór Runólfsson
Ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls eru taldar miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og kostnaðurinn t.d. vegna garnaveiki í nautgripum gæti numið allt að 2 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum þar sem lagt er áhættumat á innflutning lifandi dýra. Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með fulltrúa ÖSE um frelsi fjölmiðla  - 7.9.2015

Gunnar Bragi og Dunja Mijatovic fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Dunja Mijatovic, fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla. Mijatovic er stödd í heimsókn á Íslandi í dag og á morgun. Mijatovic er stödd í heimsókn á Íslandi í dag og á morgun. 

Lesa meira

Ráðherra fundar með varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna  - 7.9.2015

Gunnar Bragi og Bob Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna áttu ímorgun fund, en Work er staddur hér álandi ístuttri heimsókn. Hann heimsækir öryggissvæðiðáKeflavíkurflugvelli áður en hann heldur af landi brott. 

Lesa meira

Flóttamannavandi og öryggismál í forgrunni á ráherrafundi í Kaupmannahöfn - 3.9.2015

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Flóttamannavandinn, loftslagsmál, samskipti við Rússland og þróun mála í Úkraínu voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í gær og í dag.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar loftslagsráðstefnu í Alaska - 1.9.2015

Obama talar á Glacier ráðstefnunni í Alaska

Ráðstefnan var haldin af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í samvinnu við Hvíta Húsið og stofnanir með ábyrgð á málefnum Norðurslóða.

Lesa meira

Heimsókn framkvæmdastjóra OECD til Íslands - 31.8.2015

Angel Gurria OECD
Megintilgangur heimsóknar Gurría er að kynna efnahagsskýrslu OECD fyrir Ísland, en slíkar skýrslur eru unnar af OECD fyrir öll 34 aðildarríki stofnunarinnar. Lesa meira

Varnarmálaráðherra Tékklands og yfirmaður flugsveita Bandaríkjahers í heimsókn - 25.8.2015

Martin Stropnicky og Birgir Ármansson

Áttu m.a. fundi með embættismönnum, Landhelgisgæslunni og tékknesku flugsveitinni sem annast loftrýmisgæslu á Keflavíkurflugvelli. 

Lesa meira

Ábyrg stjórnun olíuvinnslu - sameiginlegur fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda  - 18.8.2015

Mary Warlick

Á málsstofunni munu bandarískir og íslenskir sérfræðingar ræða málefni sem varða setningu reglna um starfsemi olíu- og gasvinnslu og jafnframt um langtíma stjórnun slíkrar vinnslu.

Lesa meira

Harma ákvörðun rússneskra stjórnvalda - 13.8.2015

Íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun rússneskra yfirvalda að bæta Íslandi á lista yfir lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússland

Lesa meira

Samkomulag um niðurfellingu tolla á upplýsingatæknivörum - 24.7.2015

Samkomulag náðist í dag á milli tæplega 50 þátttökuríkja WTO í viðræðum um útvíkkun svokallaðs upplýsingatæknivörusamnings (ITA-samningsins) um niðurfellingu tolla á rúmlega 200 upplýsingatæknivöruflokkum.

Lesa meira

Ísland í samstarfi við Malaví í 25 ár - 23.7.2015

Gunnar Bragi í heimsókn í grunnskóla í Mangochi
Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Malaví þar sem Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu í 25 ár. Á meðan heimsókninni stóð fundaði Gunnar Bragi með ráðamönnum í Malaví auk þess sem hann heimsótti Mangochi hérað, en íslensk stjórnvöld hafa stutt við uppbyggingu þar um árabil.  Lesa meira

Vegna "5 ríkja samráðs" um fiskveiðar í Norður Íshafi  - 23.7.2015

Utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Bandaríkjanna, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands til fundar í ráðuneytinu og komið á framfæri athugasemdum við samráð ríkjanna fimm um fiskveiðar í Norður-Íshafi, en yfirlýsing ríkjanna var undirrituð í Osló í síðustu viku. 

Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna framlengdur - 21.7.2015

Utanríkisráðuneytið er að leggja lokahönd á mótun nýrra verklagsreglna um samstarf við borgarasamtök. Þær verða birtar á næstu dögum. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna hefur því verið framlengdur til miðnættis 25. ágúst 2015.

Lesa meira

Samningaviðræðum um Uppbyggingarsjóð EES lokið - 20.7.2015

Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES (Ísland, Noregur og Liechtenstein) og ESB um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið en fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.

Lesa meira

Niðurstaða þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar í Addis Ababa - 17.7.2015

Gunnar Bragi flytur stefnuræðu Íslands í Addis Ababa

Á miðvikudagskvöld samþykktu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna niðurstöðuskjal þriðju ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar sem lauk í gær í Addis Ababa í Eþíópíu. Niðurstaðan felur í sér alþjóðlegt samkomulag um fjármögnun þróunar sem stuðli að hagvexti og félagslegri þróun með tilliti til umhverfisverndar.

Lesa meira

Gunnar Bragi flutti ræðu Íslands í Addis Ababa - 15.7.2015

Gunnar Bragi flytur stefnuræðu Íslands í Addis Ababa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu Íslands á þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin er i Addis Ababa 13 - 16 júlí. Í ræðu sinni lagði Gunnar Bragi áherslu á mikilvægi baráttu gegn fátækt og hungri í fátækustu ríkjum heims. Gunnar Bragi greindi frá því að staða Íslands væri önnur en margra annarra vestrænna ríkja þar sem Ísland hafi áður verið þróunarríki og þróun okkar megi m.a rekja til sjálfbærar nýtingu hafsins, endurnýjanlegrar orku og landgræðslu og því séu þetta meðal áherslusviða Íslands í þróunarsamvinnu. 

Lesa meira

Áhersla á jafnréttismál og endurnýjanlega orku í fjármögnun þróunarsamvinnu  - 14.7.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin er í Addis Ababa, Eþíópíu dagana 13. - 16. júlí.

Lesa meira

Varað við ferðum til Túnis - 10.7.2015

Ráðuneytið ráðleggur fólki að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna og Bretlands, þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. 

Lesa meira

Ráðherra tekur á móti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 7.7.2015

Gunnar Bragi og Dr. David Malone

Rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, HSÞ, Dr. David Malone átti í gær fund með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, en Malone er á Íslandi til að kynna sér starfsemi skóla HSÞ á Íslandi

Lesa meira

Breytingar í utanríkisþjónustunni - 7.7.2015

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni Lesa meira

Vilji til að skoða frekara samstarf Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum - 2.7.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í Pentagon með aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna Robert S Work. Lesa meira

Eitt ár liðið frá gildistöku fríverslunarsamnings við Kína - 1.7.2015

Eitt ár er í dag frá gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína. Af því tilefni hefur sameiginleg nefnd samningsaðila fundað í gær og dag í Reykjavík en þetta er fyrsti fundur nefndarinnar.

Lesa meira

Ljósmyndir og ljóð frá Íslandi á sýningu í Smithsonian-safninu - 1.7.2015

Smithsonian-safnið í Washington, stærsta safna- og rannsóknarsamstæða heims, opnaði í gær stóra sýningu á ljósmyndum frá Íslandi eftir Feodor Pitcairn og ljóðum eftir Ara Trausta Guðmundsson undir heitinu Upprunalegt landslag; Ísland afhjúpað Lesa meira

Ísland tilkynnir landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 - 30.6.2015

Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030 í aðdraganda Parísarfundarins, þar sem ganga á frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira

Ráðherra ræðir endurnýjanlega orkugjafa og loftslagsmál á fundi SÞ - 30.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í sérstakri dagskrá um loftslagsmál á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Lesa meira

Stofnun Innviðafjárfestingabanka Asíu - 29.6.2015

Stofnskrá Innviðafjárfestingabanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB), sem Ísland er stofnaðili að, var samþykkt á ráðherrafundi stofnríkja bankans í Peking í dag. Ragnar Baldursson sendifulltrúi skrifaði undir fyrir hönd Íslands Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherrum Ítalíu og Páfagarðs - 26.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra heimsótti í gær Ítalíu, þar sem hann átti fundi með Paolo Gentiloni utanríkisráðherra, Paul Gallaghe, utanríkisráðherra Páfagarðs, og kynnti sér starfsemi Matvælaáætlunar SÞ, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á varnarmálaráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins - 24.6.2015

Á fundinum eru aðgerðir til að efla sameiginlega varnar- og viðbragðsgetu bandalagsins efst á baugi.  Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Sviss funda í Bern - 23.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Didier Burkhalter, utanríkisráðherra Sviss. Ráðherrarnir ræddu alþjóða- og evrópumál og samskipti og samvinnu ríkjanna. Lesa meira

Samskipti EFTA við Suður- og Norður-Ameríku rædd á ráðherrafundi EFTA - 22.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat í dag ráðherrafund EFTA sem haldinn var í Liechtenstein. Lesa meira

Ísland á meðal 10 þjóða sem leiða IMPACT hóp HeforShe - 18.6.2015

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiða nýtt verkefni HeforShe, svokallað IMPACT 10x10x10's en tilkynnt var í dag hvaða ríki fara fyrir verkefninu. Lesa meira

Fríverslunarmál rædd á fundi með utanríkisviðskiptaráðherra Ekvador - 16.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Diego Aulestia, utanríkisviðskiptaráðherra Ekvador.  Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með finnskum ráðamönnum um norðurslóðir, þróunarmál og áherslur innan EES - 11.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur í dag og gær heimsótt Finnland og átt fundi með ráðamönnum nýrrar ríkisstjórnar. Lesa meira

Ráðherra tekur á móti framkvæmdastjóra Evrópuráðsins - 8.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, áttu í dag fund í utanríkisráðuneytinu en Jagland heimsækir Ísland í dag og á morgun.

Lesa meira

Umhverfisvænar lausnir og fjárfestingar efstar á baugi á ráðherrafundi OECD - 4.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði m.a. frá möguleikum jarðhita og hvernig Íslandi hafi tekist með markvissri stefnu að umbreyta orkukerfinu til sjálfbærni.

Lesa meira

Örmyndband: Hvernig heimi viljum við búa í 2030? - 3.6.2015

Nemendur Salaskóla, Friðrik Dór og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ræða ný markmið um sjálfbæra þróun í nýju myndbandi. Lesa meira

Ráðherra í pallborði OECD um stöðu kvenna á vinnumarkaði - 2.6.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði þátt karla í því að vinna að kynjajafnrétti að umtalsefni á pallborðsumræðum um stöðu kvenna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Lesa meira

Ráðuneytisstjórar átta ríkja funda um þróunarsamvinnu í Reykjavík - 2.6.2015

Þétt dagskrá enda er árið 2015 ár stórra alþjóðlegra ákvarðana um framtíðarstefnu í þróunarsamvinnu. Lesa meira

Málefni hafsins og endurnýjanleg orka í brennidepli norðurslóðasamstarfs Íslands og Bandaríkjanna - 22.5.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu fund í Washington í gær um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, varnar- og öryggismál, málefni norðurslóða ofl. Lesa meira

Útskrift úr Jafnréttisskóla Háskóla SÞ - 20.5.2015

Í útskriftarhópnum eru fimm konur og fimm karlar sem koma frá Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu.

Lesa meira

Áhersla á sjálfbæra orku fyrir kynslóðir framtíðar - 20.5.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um sjálfbæra orku. Að henni standa SÞ og SE4ALL-vettvangurinn en Ísland er í hópi sjö ríkja sem hafa stutt við rekstur hans, auk alþjóðastofnana á borð við SÞ. Lesa meira

Halldórs Ásgrímssonar minnst - 19.5.2015

Mynd: Norden.org
Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra lengst allra, frá 23. apríl 1995 til 15. september 2004 er hann varð forsætisráðherra. Lesa meira

EES-ráðið fundar í Brussel - 18.5.2015

Rætt um framkvæmd EES-samningsins, innleiðingarhalla og viðræður um Uppbyggingarsjóð EFTA 

Lesa meira

Utanríkisráðherrar NATO funda í Tyrklandi - 14.5.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Antalya Tyrklandi í dag.

Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Georgíu - 13.5.2015

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Georgíu til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu en samningurinn nær til tekjuskatta.  Lesa meira

Utanríkisráðherra veitir mannúðaraðstoð til Jemen  - 8.5.2015

Þjóðfáni Jemen

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónir kr. í mannúðaraðstoð til Jemen vegna versnandi ástands í kjölfar áframhaldandi átaka í landinu. Framlagið er veitt í gegnum Alþjóðamatvælastofnunina (World Food Program).

Lesa meira

Ráðherra sækir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna - 6.5.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag og í gær þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Helsingør í Danmörku.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir orkumál í Kænugarði - 28.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Kænugarði um fjölþjóðlegan stuðning við Úkraínu m.a. á sviði orkumála. Í tengslum við ráðstefnuna átti utanríkisráðherra fund með orkumálaráðherra Úkraínu, Volodymyr Demchyshyn, þar sem rætt var um samstarfsverkefni um uppbyggingu hitaveita í vesturhluta Úkraínu. 

Lesa meira

Ráðherraráð ESB svarar bréfi utanríkisráðherra - 27.4.2015

Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB, hefur sent Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra bréf þar sem fram kemur að Evrópusambandið taki mið af vilja íslenskra stjórnvalda sem fram hafi komið í bréfi utanríkisráðherra í mars síðastliðnum, þar sem greint var frá því að ríkisstjórnin hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við ESB á nýjan leik og að ekki skuli lengur líta á Ísland sem umsóknarríki að ESB. Í svarbréfi formanns ráðherraráðsins segir að með hliðsjón af afstöðu ríkisstjórnarinnar muni ráðherraráð ESB aðlaga verklag sitt.

Lesa meira

Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð til Nepal - 26.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 10 milljónir kr. í mannúðaraðstoð til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem reið yfir Nepal í gærmorgun. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Iqaluit - 25.4.2015

©Arctic Council

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fór í Iqaluit í Norður-Kanada. Í ávarpi sínu lagði Gunnar Bragi áherslu á frið, stöðugleika og samvinnu á norðurslóðum og að norðurskautsríkin deildu ábyrgð á sjálfbærni og vernd svæðisins. 

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda í aðdraganda ráðherrafundar Norðurskautsráðsins - 24.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson og Robert Douglas Nicholson áttu í gær fund í Montreal í aðdraganda ráðherrafundar aðildarrikja Norðurskautsráðsins sem hefst í dag í Iqaluit.

Lesa meira

Utanríkisráðherra mælir fyrir þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu - 21.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra

Tillagan byggist á skýrslu þingmannanefndar sem skipuð var fulltrúum allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili. 

Lesa meira

Skýrsla um jafnrétti á norðurslóðum - 21.4.2015

Í skýrslunni eru dregnar saman niðurstöður ráðstefnu um jafnréttismál sem beina sjónum að mikilvægi fjölbreytni í starfi og framtíðarmótun norðurslóðastefnu, m.a. ólíkum áhrifum efnahags- og umhverfismála á karla og konur. Lesa meira

Vestræn samvinna og sterk Atlantshafstengsl lykilatriði - 16.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, áttu fund í uanríkisráðuneytinu í dag

Lesa meira

Nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum - 16.4.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra , flutti í dag erindi um nýjar áskoranir í öryggis- og varnarmálum á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.

Lesa meira

Við aukum norrænt samstarf á sviði varnarmála - 10.4.2015

Sameiginleg grein norrænna ráðherra varnarmála um aukna samvinnu Norðurlandanna á sviði öryggis- og varnarmála Lesa meira

Ísland óskar eftir stofnaðild að nýjum fjárfestingarbanka fyrir Asíu - 31.3.2015

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að Ísland óskaði eftir að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB) sem er í burðarliðnum.

Lesa meira

Úttekt Ríkisendurskoðunar staðfestir að sendiskrifstofur séu vel reknar - 30.3.2015

Utanríkisráðherra segir nýútkomna úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri og starfsemi sendiskrifstofa í öllum aðalatriðum jákvæða og að hún staðfesti það að þær séu vel reknar.

Lesa meira

Skipun sendiherra  - 27.3.2015

Utanríkisráðherra skipaði hinn 18. mars sl. Estrid Brekkan, sendiráðunaut, í embætti sendiherra frá 1. ágúst nk. 

Lesa meira

Mælt fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu - 24.3.2015

Lítið barn fær vítamín

Frumvarpið er byggt á vinnu starfshóps sem studdist m.a. við úttekt á skipulagi þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðar- og mannúðaraðstoð og eru breytingarnar einkum stjórnskipulegs eðlis,

Lesa meira

Fundað með aðstoðarframkvæmdastjóra OCHA  - 23.3.2015

Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Kyung-wha Kang, aðstoðarframkvæmdastjóra samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA.

Lesa meira

Norðurlöndin efld á alþjóðavettvangi - 20.3.2015

Samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnti á Alþingi skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2014. Ísland fór með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á síðastliðnu ári og hafði tækifæri til að leggja mark sitt á norrænt samstarf til næstu ára. Lesa meira

Bjargfastur grunnur að utanríkisstefnu Íslands - 19.3.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál

Lesa meira

Ágúst Bjarni til tímabundinna verkefna - 19.3.2015

Ráðning Ágústs Bjarna á skrifstofu ráðherra stendur í einn mánuð og hóf hann störf í gær, 18. mars. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra áréttar að virða beri sjálfstæði og fullveldi landamæra Úkraínu  - 18.3.2015

Í tilefni þess að ár er liðið frá ólöglegri innlimun Rússlands á Krímskaga, ítrekar Gunnar Bragi Sveinsson fordæmingu á hernaðaraðgerðum Rússlands á Krímskaga í febrúar og mars 2014 og ólögmætri atkvæðagreiðslu þar. Lesa meira

Hagsmunamat Íslands á norðurslóðum til umsagnar - 17.3.2015

Ráðherranefnd um málefni norðurslóða hefur látið vinna hagsmunamat Íslands á norðurslóðum. Umsagnarfrestur um drög að matinu er til 31. mars nk.  Lesa meira

Öryggismál í Evrópu rædd á fundi evrópskra utanríkisráðherra í Slóvakíu - 13.3.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær og í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands sem haldinn var í Slóvakíu.

Lesa meira

Ísland verði ekki lengur í hópi umsóknarríkja - 12.3.2015

Utanríkisráðherra átti í dag fund með lettneskum starfsbróður sínum, Edgars Rinkevics, sem nú gegnir formennsku í Evrópusambandinu og afhenti bréf þar sem ríkisstjórn Íslands tilkynnir að hún líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja og fer þess á leit við ESB að sambandið taki hér eftir mið af því.  Lesa meira

Greinargerð starfshóps um útflutningsþjónustu - 10.3.2015

Utanríkisráðherra setti haustið 2013 á fót starfshóp um útflutningsþjónustu og markaðssetningu á vörum og þjónustu á erlendum mörkuðum. Var hópnum ætlað að skoða heildstætt fyrirkomulag markaðssetningar á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu erlendis í því skyni að vega og meta hvort unt væri að efla enn frekar þá sókn sem verið hefur í markaðsstarfi með stuðningi þess opinbera undanfarin ár.

Lesa meira

Samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál - 10.3.2015

Reglulegur samráðsfundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda um öryggis- og varnarmál fór fram í Washington 6. mars síðastliðinn. Viðræðurnar fara fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og sameiginlegrar yfirlýsingar ríkjanna um varnarsamstarfið frá 2006. 

Lesa meira

EFTA og Mercosur hefja könnunarviðræður - 10.3.2015

EFTA-ríkin og Mercosur viðskiptabandalagið hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður um gerð hugsanlegs viðskiptasamnings ríkjanna. Aðild að Mercosur eiga Argentína, Brasilía, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela. Ákvörðunin var tekin á fundi EFTA og Mercosur sem haldinn var fyrir helgi í Brasilíu, sem nú fer með formennsku í bandalaginu.  Lesa meira

Tvíhliða fjárfestingasamningur áritaður í Skopje - 6.3.2015

Tilgangur samningsins er að hvetja til og stuðla að aukinni fjárfestingu milli Íslands og Makedóníu (FLJM) Lesa meira

Áhersla á stefnumótun sem sameini verndun auðlinda og nýtingu - 4.3.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á stefnumótun í norðurslóðamálum sem sameinaði verndun náttúruauðlinda og nýtingu þeirra,í ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um verndun norðurslóða í Brussel.

Lesa meira

Viðauki um orkutengda þjónustu í TiSA-viðræðum - 3.3.2015

Ísland og Noregur hafa birt opinberlega drög að viðauka um orkutengda þjónustu sem ríkin lögðu fram sameiginlega í TiSA-samningaviðræðunum um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum. Lesa meira

„Snart mig hversu samhugurinn var mikill" - 16.2.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti minningarathöfn í kvöld vegna árásanna í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Að gefnu tilefni vegna TiSA viðræðna - 5.2.2015

Utanríkisráðuneytið vill koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum sem snúa að samráði innan stjórnarráðsins um TiSA viðræðurnar svo nefndu, sérstaklega að því er varðar fréttir um viðauka um heilbrigðisþjónustu sem lagður er til af Tyrklandi. Lesa meira

Rússar breyta lagalegri stöðu upplýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Pétursborg - 28.1.2015

Sendiherrar norrænu ríkjanna í Rússlandi gengu í dag á fund stjórnvalda í Moskvu og mótmæltu ákvörðun stjórnvalda. 

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið einn helsti bakhjarl alþjóðlegrar jarðhitaráðstefnu 2016 - 28.1.2015

Utanríkisráðherra og Rósbjörg Jónsdóttir frá fyrirtækinu Gekon hf. undirrituðu í dag samstarfssamning um að utanríkisráðuneytið verði einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar Iceland Geothermal Conference – IGC 2016 Lesa meira

Tíu milljónir til Barnahjálpar SÞ vegna flóða í Malawi - 28.1.2015

Stjórnvöld í Malawi hafa lýst yfir neyðarástandi á flóðasvæðunum sem taka til um þriðjung landsins og biðlað til alþjóðasamfélagsins um aðstoð

Lesa meira

Metnaðarmál að Ísland taki virkan þátt í starfi SÞ - 27.1.2015

Þetta kom fram í ávarpi utanríkisráðherra á hátíðarsamkomu í Háskóla Íslands í dag í tilefni af 70 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og ári ljóssins 2015

Lesa meira

Samningaviðræður um niðurfellingu tolla í verslun með umhverfisvörur - 23.1.2015

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki til að koma upplýsingum á framfæri um viðskiptahagsmuni með umhverfisvörur vegna marghliða samningaviðræðna um niðurfellingu tolla í verslun með umhverfisvörur.

Lesa meira

Varað við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs á fundi SÞ - 23.1.2015

Á fundi sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðaði í gær, varaði Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs og auknum ofbeldisverkum í garð trúarhópa

Lesa meira

Átt þú hagsmuna að gæta í viðskiptum við Filipseyjar? - 22.1.2015

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki til að koma upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Filippseyjum á framfæri vegna fríverslunarviðræðna.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar öryggisráð SÞ - 15.1.2015

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem fjallað var um ástand mála í miðausturlöndum

Lesa meira

Á fjórða hundrað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu Íslands og Súrinam hjá SÞ - 15.1.2015

Á fjórða hundað tóku þátt í jafnréttisráðstefnu sem Ísland og Súrínam stóðu að í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag og gær.

Lesa meira

Karlar virkjaðir í jafnréttisbaráttu á Rakarastofuráðstefnu  - 9.1.2015

Ísland og Súrinam standa saman að ráðstefnunni sem verður haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 14.-15. janúar.  Lesa meira