Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi og ebólufaraldurs - 28.12.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 32 milljónum kr. til mannúðaraðstoðar. Framlögin renna til Matvælaáætlunar SÞ, WFP, vegna mataraðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF,  til baráttunnar gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku

Lesa meira

Vinatengsl Íslands og Frakklands    - 17.12.2014

Mynd: Franska utanríkisráðuneytið

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, áttu fund  í París í dag. Ráðherra segir ánægjulegt að finna þann hlýhug sem ríkir í garð Íslands í Frakklandi og þann áhuga sem franskur almenningur sýnir Íslandi og íslenskri menningu.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á ráðherrafundi þróunarsamvinnunefndar OECD - 16.12.2014

Mynd: OECD/Michael Dean

Ísland varð aðili að nefndinni  á síðasta ári en tilgangur hennar er að tryggja samræmd vinnubrögð ríkja í þróunarsamvinnu og veita faglegt aðhald

Lesa meira

Ákvörðun í Lima um skref að nýju loftslagssamkomulagi - 14.12.2014

Ákvörðun var tekin á fundi Loftslagssamnings S.þ. í Lima aðfararnótt sunnudags um upplegg að nýju framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum.  Samkvæmt ákvörðuninni eiga ríki að setja sér markmið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum og tilkynna til skrifstofu Loftslagssamningsins á árinu 2015. Lesa meira

Vegna skýrslu leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings - 12.12.2014

Ráðuneytið hefur farið yfir útdrátt úr skýrslunni en ekki verður ráðið af honum að fjallað sé um Ísland eða millilendingar hér á landi með fanga. Ráðuneytið hefur því farið fram á við bandarísk stjórnvöld að fá aðgang að sjálfri skýrslunni. Sé það ekki mögulegt, að fá upplýsingar um hvort Ísland komi fyrir í skýrslunni og þá hvernig.

Lesa meira

Hvatt til friðar í Úkraínu á ráðherrafundi ÖSE - 5.12.2014

Átökin í Úkraínu voru meginumfjöllunarefni utanríkisráðherrafundar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fram fór í Basel í Sviss í gær og í dag.

Lesa meira

Fundur ríkja sem taka þátt í aðgerðum gegn ISIS - 3.12.2014

Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins sóttu fundinn ásamt fjölmörgum Arabaríkjum og Asíuríkjum.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræða viðbrögð við breyttum öryggishorfum - 2.12.2014

Jens Stoltenberg og Gunnar Bragi.

Rætt var um stöðu varnarviðbúnaðaráætlunar sem leiðtogar NATO samþykktu í Wales. Markmiðið með áætluninni er að treysta sameiginlegar varnir ekki síst með tilliti til öryggis bandalagsríkja í Austur-Evrópu.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda - 28.11.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með John Baird, utanríkisráðherra Kanada. Þeir ræddu m.a. fríverslun, viðskipti, samstarf í varnarmálum, norðurslóðir og Vestur-Íslendinga,

Lesa meira

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga - 24.11.2014

Stöðugt vaxandi umsvif íslenskra flugrekenda hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Nýju samningarnir eru við Armeníu, Búrúndí, Eþíópíu, Guyana, Máritíus, Nígeríu, Sri Lanka og Tsjad. 

Lesa meira

Seinkun á innleiðingu fríverslunarsamnings EFTA við aðildarríki Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa - 21.11.2014

Fríverslunarsamningur Aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa, GCC, og EFTA tók gildi þann 1. júlí sl. Aðildarríki GCC hafa nýlega upplýst EFTA ríkin um að dráttur hafi orðið og muni áfram verða á framkvæmd samningsins í aðildarríkjum þess. Þau hafa jafnframt gefið til kynna að svo kunni að fara að samningurinn komi ekki til framkvæmda fyrr en um mitt næsta ár. EFTA-ríkin hafa komið á framfæri þungum áhyggjum sínum af þessari seinkun. Lesa meira

Fundað um framkvæmd EES-samningsins - 19.11.2014

EES-ráðið kom saman til fundar í Brussel í dag. Aðalefni fundarins var staða og framkvæmd EES-samningsins og aðgerðir ríkjanna til að tryggja hnökralausa upptöku gerða í samninginn og innleiðingu þeirra í landsrétt, sbr. m.a. Evrópustefnu ríkisstjórnar Íslands.   Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir áhuga Brasilíu á fríverslun á fundi EFTA-ráðherra - 17.11.2014

Þá áttu ráðherrarnir fund með Michael Punke, vara-viðskiptafullrúa Bandaríkjanna um stöðu fríverslunarviðræðna Bandaríkjanna við Evrópusambandið. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Kýpur - 14.11.2014

Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta.

Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir höfuðstöðvar háskóla SÞ - 12.11.2014

Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar með rektor skólans, David Malone, var samningur um starfsemi Jarðhitaskólans endurnýjaður til næstu fimm ára. 

Lesa meira

Styrkir til frjálsra félagasamtaka vegna ebólu og annarra verkefna - 12.11.2014

Utanríkisráðuneytið veitir um 87 milljónum til verkefna í Sierra Leone, Úganda, Kenía, Gíneu Bissá, Palestínu og Suður-Afríku.  Lesa meira

Fríverslunarviðræður EFTA og Víetnam halda áfram - 11.11.2014

Viðræður EFTA og Víetnam hófust árið 2012 og er þar m.a. fjallað um vöruviðskipti, upprunareglur og viðskiptaliprun, þjónustuviðskipti, fjárfestingar, verndun hugverkaréttinda og sjálfbæra þróun.

Lesa meira

Áhersla á mikilvægi nýfjárfestinga og nýsköpunar - 11.11.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setti í dag ráðstefnu í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar en ráðstefnan var skipulögð af  íslenska verslunararáðinu  í Japan, sendiráði Íslands í Tókýó og íslenska sprotafyrirtækinu Cooori.

Lesa meira

Ríkir sameiginlegir hagsmunir - 10.11.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með japönskum starfsbróður sínum, Fumio Kishida, í Tókýó. Hann fundaði einnig með Shinako Tsuchiya formanni vináttufélags Íslands og Japans á japanska þinginu.

Lesa meira

Samningaviðræður EFTA og Malasíu 25-28. nóvember - 4.11.2014

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Malasíu á sviði vöru- og þjónustuviðskipta. Lesa meira

Rætt um endurskoðun fríverslunarsamnings EFTA við Kanada - 3.11.2014

Núverandi samningu er frá 2009 en stefnt hefur verið að því að útvíkka hann svo að hann nái til fleiri  sviða, s.s. þjónustuviðskipta Lesa meira

Heita stuðningi við væntanlegt samkomulag í loftslagsmálum  - 2.11.2014

Christiana Figueres, framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, átti í gær fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra. Lesa meira

Stefán Haukur Jóhannesson nýr ráðuneytisstjóri - 31.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra hefur skipað Stefán Hauk Jóhannesson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. nóvember nk.

Lesa meira

Utanríkisráðherra opnar ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum - 30.10.2014

Á ráðstefnunni, sem um 140 manns taka þátt í, munu fulltrúar stjórnvalda, fræðasamfélags, viðskiptalífs, félagasamtaka og frumbyggja frá öllum Norðurskautsríkjunum fjalla um aðstæður kvenna og karla á svæðinu. 

Lesa meira

Fjallað um öryggismál og heilbrigðisvá á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna - 29.10.2014

Mynd: Sænska utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, stýrði í dag fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Ebólu-faraldurinn, staða mála í Úkraínu, alþjóðleg öryggismál í ljósi þróunar í Evrópu og Mið-Austurlöndum og hagnýtt samstarf utanríkisþjónusta ríkjanna voru efst á dagskrá. Lesa meira

Norrænir þróunarmálaráðherrar ræða ný þróunarmarkmið SÞ - 29.10.2014

Ráðherrar þróunarmála á Norðurlöndunum funduðu í gær í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem þar fer nú fram, og stýrði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinum. Lesa meira

Ræddu hvernig auka megi viðskipti við Finnland - 27.10.2014

Mynd: Marika Ahonen.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í viðskiptaþingi í Turku og hringborðsumræðum um viðskiptamál í Helsinki, auk þess sem hann fundaði með  utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands.

Lesa meira

Samstarfssamningur ráðuneytis og landsnefndar UNICEF undirritaður - 24.10.2014

Frá undirritun samningsins

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning ráðuneytisins við landsnefndina fyrir tímabilið 2014-2016.

Lesa meira

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifar 29 nemendur  - 17.10.2014

Í dag útskrifuðust 29 nemendur úr Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi, 9 konur og 20 karlar. Er þetta í 36. sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða þjálfun á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979. 

Lesa meira

Aukin tengsl við afkomendur Íslendinga í Brasilíu - 17.10.2014

Í gær var opnuð kjörræðisskrifstofa Íslands í Curitiba í Brasilíu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsti formlega yfir opnun skrifstofunnar og skipun kjörræðismanns Íslands í borginni, Magnúsar Ólasonar.

Lesa meira

Þörf á að greiða fyrir viðskiptum með sjávarafurðir í Brasilíu - 16.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði í gær kynningarfund um útflutning sjávarafurða frá Íslandi til Brasilíu, sem Íslandsstofa stóð fyrir í Sao Paulo og fundaði einnig með Rodrigo Tavares, yfirmanni skrifstofu alþjóðamála í Sao Paulo. 

Lesa meira

Viðskipti Íslands og Brasilíu verði aukin  - 15.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fundi með Luiz Alberto Figuereido, utanríkisráðherra Brasilíu, og Neri Geller, landbúnaðarráðherra í Brasilia, höfuðborg Brasilíu Lesa meira

Rík áhersla á jafnréttismál - 12.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sat í gær fund þróunarnefndar Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Nefndin sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Lesa meira

Stuðningur Íslands á sviði jarðhitamála skilar árangi hjá Alþjóðabankanum - 10.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í gær í Washington D.C. í tengslum við ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Átti hann fund með Keith Hansen, nýjum varaforseta bankans, þar sem ráðherra ræddi helstu breytingar á starfi bankans og áherslusvið Íslands Lesa meira

Ráðstefna um jafnrétti á norðurslóðum - 7.10.2014

Á ráðstefnunni verða aðstæður kvenna og karla á norðurheimskautssvæðinu skoðaðar og athyglinni m.a. beint að aðgangi og yfirráðum auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og almennri velferð. Lesa meira

Ísland styður alþjóðlegar aðgerðir gegn ISIS - 6.10.2014

Ísland mun ekki leggja af mörkum til hernaðaraðgerða vegna árása á ISIS, heldur með framlögum til mannúðaraðstoðar. 

Lesa meira

Útverðir Íslands funda í Reykjavík - 2.10.2014

Yfir 130 ræðismenn Íslands frá  57 löndum sækja nú ræðismannaráðstefnu  sem utanríkisráðuneytið stendur fyrir í Hörpu Lesa meira

Karlar virkjaðir í baráttunni fyrir jafnrétti - 1.10.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni að Ísland hefði forgöngu, ásamt Súrinam, að efna til svonefndrar „rakarastofu“ ráðstefnu í New York í byrjun næsta árs þar sem karlar munu koma saman til að ræða kynjajafnrétti.

Lesa meira

Tómas H. Heiðar tekur sæti í Alþjóðlega hafréttardóminum - 1.10.2014

Tómas H. Heiðar

Tómas H. Heiðar tók í dag formlega við embætti dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg og sór hann embættiseið við hátíðlega athöfn. Tómas var kjörinn dómari til níu ára 11. júní sl.

Lesa meira

Ríki heims tryggi áframhaldandi árangur í baráttunni gegn fátækt og ójafnræði. - 29.9.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

Lesa meira

Málefni hafsins og Úkraínu rædd í New York - 27.9.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í ráðherrafundi um málefni hafsins og fundi ÖSE um stöðuna í Úkraínu sem haldnir voru samhliða allsherjarþingi Sameinuðu  þjóðanna í New York.  Lesa meira

Framlag til baráttunnar gegn ebólu - 26.9.2014

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 12 milljónum kr. til baráttunnar gegn ebólu en framlögin fara til Matvælaáætlunar SÞ og Barnahjálpar SÞ til að tryggja matvælaaðstoð og vatns- og hreinlætisaðstöðu á svæðum þar sem sjúkdómurinn hefur brotist út.  Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Albaníu undirritaður - 26.9.2014

Markmið með undirritun samningsins er ekki eingöngu að koma í veg fyrir tvísköttun tekna heldur einnig að koma í veg fyrir undanskot tekna m.a. með upplýsingaskiptum

Lesa meira

Sjálfbær landnýting mikilvæg til framtíðar - 22.9.2014

Gunnar Bragi Sveinsson tók í dag þátt í ráðherrafundi um sjálfbæra landnýtingu sem Ísland stóð fyrir ásamt Qatar, Marokkó og Þýskalandi. Fundurinn fór fram í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Fyrirhugaðar breytingar á þróunarsamvinnu - 19.9.2014

Utanríkisráðherra segir helstu rökin fyrir sameiningu vera öflugra starf, meiri heildarsýn og  skilvirkni, markvissari stefnumótun  og aukin hagræðing. Lesa meira

Aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið - 18.9.2014

Ísland lýsti vonbrigðum sínum með að tímabundið bann við hvalveiðum “moratorium” sem tók gildi árið 1986, hefði enn ekki verið endurskoðað. Lesa meira

Tólf nemendur útskrifast úr Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 18.9.2014

Samtals 63 nemendur hafa útskrifast úr sex mánaða þjálfun við skólann frá því hann var upphaflega settur á stofn árið 2007

Lesa meira

Öryggishorfur í Evrópu ræddar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja - 12.9.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Tallinn.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra og yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins - 10.9.2014

Á fundinum var rætt um reglubundna loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, tækifæri til æfinga og rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, sem er mikilvægur þáttur í framlagi Íslands til sameiginlegra varna bandalagsríkja. Lesa meira

Þátttaka efld í störfum Atlantshafsbandalagsins - 5.9.2014

Á fundum aðildarríkja fyrr í dag tilkynnti forsætisráðherra um þær fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda að efla þátttöku sína og framlög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Hyggjast stjórnvöld fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í einstök verkefni þess, þ.á m. í Úkraínu.  Lesa meira

Málefni Úkraínu í deiglunni - 4.9.2014

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Wales í dag og sækja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinn. Lesa meira

Efnahagsráð norðurslóða stofnað - 3.9.2014

Ísland á tvo fulltrúa í Efnahagsráðinu og sótti formaður Norðurslóða-viðskiptaráðs Íslands fundinn, auk fulltrúa Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins. Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Wales - 3.9.2014

Fáni Atlandshafsbandalagsins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk.

Lesa meira

Utanríkisráðherra og lögmaður Færeyja funda um Hoyvíkur-samninginn - 2.9.2014

Aleqa Hammond, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sat einnig fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Lesa meira

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt - 28.8.2014

EFTA

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar.

Lesa meira

Kallað eftir umsóknum frá félagasamtökum til  verkefna á sviði  þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar  - 27.8.2014

Lítið barn fær vítamín
Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári samkvæmt  verklagsreglum um samstarf utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við frjáls félagasamtök sem starfa að þróunarsamvinnu, mannúðarstörfum og neyðaraðstoð á alþjóðavettvangi frá 2012.  Lesa meira

Um eitt þúsund manns heimsóttu ráðuneytið - 25.8.2014

Um eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. „Við erum dipló“ var yfirskrift opna hússins að þessu sinni og var athyglinni beint að diplómatíunni sem hefur áhrif á alla Íslendinga, hvern einasta dag, allan ársins hring.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni.  Lesa meira

Ráðherra opnar þýðingamiðstöð á Seyðisfirði - 25.8.2014

Helgi Örn Pétursson, Gunnar Bragi, Rannveig Þórhallsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag starfsstöð þýðingamiðstöðvar á Seyðisfirði. Þrír starfsmenn munu starfa á Seyðisfirði en nú þegar eru starfsstöðvar á Ísafirði og Akureyri og í Reykjavík. 

Lesa meira

Dagskrá á opnu húsi á Menningarnótt - 22.8.2014

Dagskráin okkar á morgun er stútfull af spennandi örfyrirlestrum, ljúfum tónum og krassandi kynningum. Lesa meira

Norðurlöndin undirrita samninga um upplýsingaskipti við Hong Kong - 22.8.2014

Norrænu ríkin (Ísland, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Noregur og Svíþjóð) undirrituðu í dag tvíhliða samninga um upplýsingaskipti í skattamálum við Hong Kong, Kína. Samningarnir voru undirritaðir í sendiráði Íslands í París. Lesa meira

Opið hús í utanríkisráðuneytinu 23. ágúst - 15.8.2014

„Við erum dipló" er yfirskrift opins húss í utanríkisráðuneytinu í tengslum við dagskrá Menningarnætur, 23. ágúst næstkomandi. Ráðuneytið opnar húsið upp á gátt milli kl. 14.00 og 17.00 og kynnir starfið í máli og myndum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins - 13.8.2014

Á fundinum ræddu þeir helstu málefni og áherslur á leiðtogafundi  bandalagsins sem fram fer í Wales í september n.k. Sérstök áhersla verður lögð á samskipti við Rússland vegna ástandsins í Úkraínu. Lesa meira

Upplýsingar vegna ebólufaraldurs - 11.8.2014

Embætti landlæknis hefur gefið út nýjar ráðleggingar til ferðamanna vegna ebólufaraldsins í Vestur Afríku. 

Lesa meira

Ákvörðun ríkisstjórnar um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna - 8.8.2014

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um móttöku 13 sýrlenskra flóttamanna í neyð og að undirbúningur vegna móttöku þeirra hefjist þegar í stað. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Utanríkisráðherra heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum - 3.8.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær þátt í hátíðarhöldum Mountain, í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, í tilefni af Íslendingadeginum sem haldinn var 2. ágúst. 

Lesa meira

Nýir sendiherrar - 30.7.2014

Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson Lesa meira

Brugðist við yfirvofandi hungursneyð í Suður Súdan - 30.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að veita tólf milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna (World Food Program) til að bregðast við neyðarástandi í Suður Súdan sem ríkt hefur frá því átök brutust þar út í desember á síðasta ári. Lesa meira

Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum  - 30.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Lesa meira

Ákall til öryggisráðsins að beita sér fyrir varanlegri lausn í Palestínumálinu - Hernámið er rót vandans - 22.7.2014

Á opnum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs fordæmdi Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, brot beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum og sagði framferði Ísraelshers í hernaðinum gagnvart Gaza vekja upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og skuldbindingar.

Lesa meira

Utanríkisráðherra veitir neyðaraðstoð vegna ástandsins á Gaza - 22.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza vegna þeirra brýnu neyðar sem skapast hefur vegna átakanna á svæðinu. Er þar brugðist við neyðarkalli sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi vegna ástandsins á Gaza þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna atburða í Úkraínu  - 18.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vottar ættingjum og vinum þeirra sem voru um borð í flugvél malasíska flugfélagsins sem grandað var yfir austurhluta Úkraínu samúð sína. Lesa meira

Flutningar sendiherra - 18.7.2014

Að fengnu samþykki gistiríkja tilkynnist um eftirtalda flutninga sendiherra 1. september næstkomandi.

Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Úkraínu  - 17.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lauk í dag heimsókn sinni til Úkraínu ásamt Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands. Meðan á dvölinni í Kænugarði stóð áttu ráðherrarnir fundi með Petro Poroshenko forseta og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra. Lesa meira

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA - 17.7.2014

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) var kynnt í dag, 17. júlí. Þar er gerð grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem fram koma í frammistöðumatinu miða við stöðuna 11. maí 2014.

Lesa meira

Ísland býður Úkraínu kortlagningu á jarðhita - 16.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vitalii Grygorovskyi, aðstoðarforstjóri Stofnunar um orkusparnað í Úkraínu, ræddu samstarf íslenskra og úkraínskra stjórnvalda á sviði jarðhitanýtingar í Kænugarði í dag. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með forseta Úkraínu  - 15.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund í Kænugarði í kvöld með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu og Pavlo Klimkin utanríkisráðherra landsins. Gunnar Bragi er nú í tveggja daga heimsókn í Úkraínu.

Lesa meira

Harmar ófrið og mannfall fyrir botni Miðjarðarhafs - 14.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa.

Lesa meira

Skýrsla Þóris Guðmundssonar um þróunarsamvinnu lögð fram  - 11.7.2014

Þórir Guðmundsson hefur skilað utanríkiráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, skýrslu um skipulag þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum, sem hann vann að beiðni ráðherra.

Lesa meira

Ráðið frá ferðum til Gaza - 10.7.2014

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. Lesa meira

Tvísköttunarsamningur við Sviss - 10.7.2014

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Sviss til að komast hjá tvísköttun á tekjur og söluhagnað.

Lesa meira

Landgræðsla verði hluti nýrra þróunarmarkmiða SÞ - 9.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi landgræðslu í þróunarsamvinnu á fundum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Lesa meira

Að gefnu tilefni um minnisblað um TiSA viðræður - 8.7.2014

Minnisblað ráðuneytisins um TiSA-viðræðurnar, þar sem lagt er til að Ísland taki þátt í þeim, barst Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra 12. nóvember 2012 og ber áritun hans til marks um samþykki.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á ráðherrafundi SÞ um sjálfbæra þróun - 7.7.2014

Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum eiga ráðherrar kost á að ræða þá vinnu sem fer af stað í haust um gerð nýrra þróunarmarkmiða SÞ. Lesa meira

Fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Japan - 7.7.2014

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem er einning starfandi utanríkisráðherra, átti í dag fund með Takao Makino, aðstoðarutanríkisráðherra Japan. Lesa meira

59 milljónir til neyðaraðstoðar - 3.7.2014

Víðar er neyðarástand vegna ófriðar, náttúruhamfara og uppskerubrests það sem af er ári, 2014, en áður eru dæmi um.
Lesa meira

Utanríkisráðherra í Sjanghæ - 1.7.2014

Í dag lauk heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Sjanghæ, þar sem hann kynnti sér starfssemi íslenskra fyrirtækja

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Kína funda í Peking - 27.6.2014

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, var þetta fyrsti  formlegi fundur milli utanríkisráðherra Kína og Íslands eftir að leiðtogaskipti urðu í Kína í fyrra. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar um viðskiptamál í Kína - 26.6.2014

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum.

Lesa meira

Endurnýjun norræns samstarfs  - 26.6.2014

Fundur samstarfsráðherra Norðurlandanna fór fram á Hótel Rangá í dag og var aðalumræðuefni fundarins hvernig mætti endurnýja og efla norrænt samstarf.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræða áherslumál leiðtogafundar - 25.6.2014

Í gær og í dag funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins um áherslumál komandi leiðtogafundar sem haldinn verður í Wales 4.-5. september nk.  Breyttar öryggishorfur í Evrópu í kjölfar aðgerða rússneskra stjórnvalda í Úkraínu settu mark sitt á alla umræðu á fundinum. 

Lesa meira

Stuðningur Íslands við friðaráætlun í Úkraínu - 24.6.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fagnar því að Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hafi lagt fram áætlun um hvernig stilla megi til friðar í landinu.

Lesa meira

Að gefnu tilefni um TiSA viðræður - 24.6.2014

Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl.

Lesa meira

EFTA ráðherrar ræða fríverslunarmál í Vestmannaeyjum - 23.6.2014

Ráðherrafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Vestmannaeyjum í dag og stýrði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundinum. Meginviðfangsefni fundarins var staða fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna.  Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing EFTA og Filippseyja - 23.6.2014

Í tengslum við ráðherrafund EFTA í Vestmannaeyjum undirrituðu ráðherrar EFTA-ríkjanna samstarfsyfirlýsingu við Filippseyjar ásamt Gregory L. Domingo, viðskiptaráðherra Filippseyja.

Lesa meira

Ísland og ESB semja um sameiginlegt markmið innan Kýótó-bókunarinnar - 19.6.2014

Frá undirrituninni

Samningamenn Íslands og Evrópusambandsins hafa í dag áritað samning um fyrirkomulag á sameiginlegu markmiði 29 ríkja innan Kýótó-bókunarinnar á tímabilinu 2013-2020, varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Gert var ráð fyrir þessu fyrirkomulagi við breytingar á Kýótó-bókuninni árið 2012, en með samningnum nú er kveðið á um skuldbindingar Íslands innan hins sameiginlega markmiðs, en þær verða sambærilegar og gerist hjá ríkjum ESB. Stefnt er að því að undirrita samninginn í júlí.

Lesa meira

Áfangaskýrsla um þróunarsamvinnu - 16.6.2014

Áfangaskýrsla um skipulag og framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands, sem Þórir Guðmundsson hefur unnið að beiðni utanríkisráðherra, hefur verið lögð fram til kynningar og samráðs áður en lokaúttekt verður kynnt í næsta mánuði. Þórir mun kynna áfangaskýrsluna á opnum fundi á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18 miðvikudaginn 18. júní kl. 11 - 13. 

Lesa meira

Þörf á að tryggja fullnægjandi löggjöf gegn kynferðislegu ofbeldi í hernaði - 13.6.2014

Gunnar Bragi Sveinsson tekur þátt í Global Summit to End Sexual Violence in Conflict í London, ásamt 47 öðrum ráðherrum og fulltrúum frá um 100 ríkjum.  

Lesa meira

Tómas H. Heiðar kjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn - 11.6.2014

Tómas hlaut 124 atkvæði en mótframbjóðandi hans frá Austurríki hlaut 30 atkvæði.  Lesa meira

Samstarf Íslands og Maine nýr vaxtarsproti - 10.6.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine, skrifuðu í dag undir samkomulag um aukið samstarf.

Lesa meira

Ákvörðun um móttöku ellefu flóttamanna - 5.6.2014

Félags- og húsnæðismálaráðherra og utanríkisráðherra hafa samþykkt tillögu flóttamannanefndar um móttöku fimm hinsegin flóttamanna frá Simbabve, Úganda og Kamerún og sex manna fjölskyldu frá Afganistan. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með varaforsætisráðherra Póllands - 3.6.2014

Á fundi ráðherranna í Varsjá var rætt um leiðir til að efla tvíhliða samvinnu ríkjanna fyrir tilstilli uppbyggingarsjóðs EES, einkum á sviði jarðhitanýtingar, en einnig á sviði mennta- og menningarmála og rannsókna og vísinda. Lesa meira

Skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð að Kárhóli í Reykjadal - 2.6.2014

Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin dag en uppbygging stöðvarinnar er liður í samkomulagi milli Rannsóknarmiðstöðvar Íslands – RANNÍS og Heimskautastofnunar Kína Í Shanghæ (Polar Research Institute of China – PRIC).

Lesa meira

Reynsla Íslands geti nýst í landgræðslumálum - 2.6.2014

Monique Barbut, framkvæmdastýra Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, er nú í heimsókn á Íslandi. Samningurinn er einn hinna þriggja stóru umhverfissamninga SÞ sem urðu til á ríkjaráðstefnu í Rio de Janeiro árið 1992 og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri eins þeirra heimsækir landið. Barbut fundaði með utanríkisráðherra í morgun.  Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með aðalframkvæmdastjóra UNESCO - 26.5.2014

Á fundi með Irina Bokova, aðalframkvæmdastjóra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í dag, lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi menntunar í þróunarsamvinnu Íslands, einkum menntun kvenna og stúlkna. Hann sagði Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna gegna mikilvægu hlutverki í þróunarsamvinnunni, og vakti jafnframt athygli á árangursríku starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans og Landgræðsluskólans.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar alþjóðlegan fund um jarðhitanýtingu í þróunarríkjum haldinn á Íslandi - 26.5.2014

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, flutti í morgun opnunarávarp á árlegum fundi um þróun jarðhita í Austur Afríku. Fundurinn er að þessu sinni haldinn á Íslandi, sem hluti af samstarfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) og Afríkusambandsins. Þá átti Gunnar Bragi fundi með ráðherra innviða- og orkumála hjá Afríkusambandinu; Dr. Elham Mahmoud Ahmed Ibrahim og Ato Tewodros Gebregziabher Reda, vararáðherra námuvinnslu og orkumála í Eþíópíu.

Lesa meira

Aðalframkvæmdastjóri UNESCO kemur til landsins - 24.5.2014

Aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Irina Bokova, kemur til landsins laugardaginn 24. maí í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis og dvelst hér á landi fram á þriðjudagsmorgun 27. maí.

Lesa meira

Neyðaraðstoð til Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu - 24.5.2014

Á fundi sínum í dag ákvað ríkisstjórn Íslands að veita 5 milljónum króna í neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu til viðbótar þeim 3 milljónum króna sem utanríkisráðherra hefur þegar veitt til neyðaraðstoðar í löndunum tveimur. 
Lesa meira

Nemar útskrifast úr Jafnréttisskóla Háskóla SÞ  - 22.5.2014

Jafnrettisskola-Haskola-STh

Fjórtan nemendur frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi útskrifuðust í dag við hátíðlega athöfn. Í þessum hópi eru 8 konur og 6 karlar og er þetta í annað sinn sem skólinn útskrifar nemendur eftir að hann varð hluti af neti skóla Háskóla SÞ fyrir einu ári. 

Lesa meira

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína í gildi 1. júlí - 21.5.2014

Fríverslunarviðfræður við Kína, mynd af fundi

Lagalegri málsmeðferð fríverslunarsamnings Íslands og Kína hefur nú verið lokið og mun samningurinn muni taka gildi 1. júlí næstkomandi. „Það er afar ánægjulegt að geta nú í sumar rekið smiðshöggið á þennan mikilvæga samning sem ég vona að verði íslenskum útflutningsaðilum mikil lyftistöng,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

Lesa meira

Neyðaraðstoð vegna flóðanna í Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu - 20.5.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 3 m. kr. í neyðaraðstoð til Serbíu og Bosníu-Hersegóvínu. Fjármunirnir eru til þess að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir á svæðinu vegna flóða eftir mesta úrfelli síðan mælingar hófust árið 1894. 

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með Michel Barnier - 15.5.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í gær með Michel Barnier, sem fer með málefni inni markaðarins í framkvæmdastjórn ESB.Barnier sagði ESB ákveðið í því að halda virkni EES samningsins. 

Lesa meira

EES-samningurinn farsæll og styrkleiki til framtíðar - 13.5.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi EES-ráðsins í Brussel. Í ráðinu sitja fulltrúar Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, auk Íslands. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir Úkraínu á ráðherrafundi Evrópuráðsins - 6.5.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fór yfir þróun mála á Krím og átökin í austurhluta Úkraínu í ræðu á ráðherrafundi Evrópuráðsins í dag

Lesa meira

Framkvæmdastjóri ÖSE þakkar stuðning Íslands við verkefni í Úkraínu - 5.5.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Lamberto Zannier, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vín. Þeir ræddu starf stofnunarinnar í aðildarríkjunum og verkefni hennar í Úkraín

Lesa meira

Samráðsfundur með Kanada - 5.5.2014

Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada, viðskipti og fjárfestingar voru til umræðu á fundi sem fram fór í Reykjavík í dag. Tilgangur fundarins var að ræða viðskipti EFTA og Kanada í víðu samhengi og fra
Fríverslunarsamningur EFTA og Kanada, viðskipti og fjárfestingar voru til umræðu á fundi sem fram fór í Reykjavík í dag. Tilgangur fundarins var að ræða viðskipti EFTA og Kanada í víðu samhengi og framkvæmd fríverslunarsamningsins. Þá var rætt hvort ástæða væri til að hefja á næstunni viðræður að því að endurskoða og víkka út samninginn. Lesa meira

Aukinn stuðningur við verkefni vegna Úkraínu - 2.5.2014

Að tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka stuðning við eftirlitsverkefni ÖSE í Úkraínu og verkefna Atlantshafsbandalagsins vegna ástandsins þar.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna ræða öryggishorfur í Evrópu - 30.4.2014

Norðurslóðir, öryggismál og staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með norrænum starfsbræðrum í Reykholti - 28.4.2014

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna munu funda í Reykholti, dagana 29. og 30. apríl, í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra,

Lesa meira

Ísland og Kambódía árita loftferðasamning - 28.4.2014

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra, og Mao Havanall, ráðuneytisstjóri fyrir flugsamgöngur í Kambódíu undirrita samninginn.

Í dag var loftferðasamningur við Kambódíu áritaður í utanríkisráðuneytinu. Auk farþega og farmflugs milli ríkjanna heimilar samningurinn flug til og frá þriðju ríkjum með ákveðnum takmörkunum. Sambærilegar heimildir gilda varðandi leiguflug. Samningurinn tekur þegar gildi.

Lesa meira

Markmiðið er útrýming fátæktar - 13.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í gær yfirlýsingu fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lesa meira

Áframhaldandi tækifæri í jarðhita - 13.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Sufian Ahmed, fjármálaráðherra Eþíópíu og Maxwell M. Mkwezalamba, fjármálaráðherra og Ralph Pachalo Jooma, efnahags- og þróunarmálaráðherra Malaví .
Lesa meira

Ráðherra ítrekar stuðning við samkynhneigða í Úganda - 12.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fundaði með Maríu Kiwanuka, fjármálaráðherra Úganda, í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans í Washington.

Lesa meira

Áhugi á auknu samstarfi Íslands og Bandaríkjanna - 12.4.2014

Gunnar Bragi og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þar sem hann ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við Chuck Hagel varnarmálaráðherra og Christine H. Fox aðstoðarvarnarmálaráðherra.

Lesa meira

Íslensk sérþekking nýtist vel í samstarfi við Alþjóðabankann  - 11.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í gær með fulltrúum Alþjóðabankans, en bankinn gegnir lykilhlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu. Á morgun flytur Gunnar Bragi ávarp fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans.  Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar í Washington - 10.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann situr m.a. fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Lesa meira

Endurbætur á mannréttindakerfi SÞ samþykktar - 9.4.2014

Ályktunin er afrakstur tveggja ára samningaviðræðna sem fastafulltrúar Íslands og Túnis leiddu og felur í sér allverulega styrkingu á mannréttindakerfinu.
Lesa meira

Fundað um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum - 9.4.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók þátt í fundi varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Tromsø í Norður-Noregi 8.-9. apríl.

Lesa meira

Stefán Haukur til nýstofnaðrar eftirlitssveitar ÖSE í Úkraínu - 9.4.2014

Stefan-Haukur-Johannesson-138x189px
Stefán Haukur Jóhannesson mun fara fyrir einu af 10 teymum eftirlitsmanna í landinu, en teymi hans verður í höfuðborginni Kænugarði og héraðinu þar í kring. Lesa meira

Ráðherra opnar ráðstefnu um framkvæmd ályktunar SÞ 1325 um konur, frið og öryggi - 4.4.2014

Gunnar Bragi ásamt Bente Angell-Hansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins, Dag Vernø Holter, sendiherra Noregs og Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri EDDA.

Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig tryggja megi betur framgang ályktunar 1325 í störfum í þágu friðar.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga - 4.4.2014

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst 7. apríl nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

Lesa meira

Úkraína og Rússland efst á baugi á utanríkisráðherrafundi NATO - 1.4.2014

Ráðherrarnir áréttuðu fordæmingu sína á ólögmætri innlimun Krímskaga. Viðbúnaður og liðsafli Rússa við landamæri Úkraínu veldur áhyggjum bandalagsríkja sem hafa eflt loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltsríkjunum. Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins - 28.3.2014

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en fastaráð bandalagsins komst samhljóða að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag.

Lesa meira

Stofnun sjálfstæðs viðskiptavettvangs á norðurslóðum samþykkt - 28.3.2014

Embættismannanefnd Norðurskautsráðsins samþykkti að setja á fót samstarfsvettvang viðskiptalífs á norðurslóðum undir nafninu Arctic Economic Council til að efla samstarf stjórnvalda og viðskiptalífs og styrkja ábyrga stefnu í málefnum norðurslóða

Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með Evrópumálaráðherra Noregs - 26.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, funduðu í Reykjavík í dag. Á fundinum sammæltust þeir um að styrkja samvinnu ríkjanna enn frekar í málefnum Evrópska efnahagssvæðisins, m.a. með upplýsingaskiptum, starfsmannaskiptum og nánara samráði á öllum sviðum sem varða samninginn, eins fljótt og auðið er. Lesa meira

Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ útskrifar 22 nemendur - 24.3.2014

Tuttugu og tveir nemendur frá fjórtán löndum útskrifuðust í dag frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þetta er sextánda útskrift skólans og voru sjö konur í hópnum. Frá upphafi hafa alls 286 nemar frá 48 löndum lokið sex mánaða námi við skólann, þar af eru 40% konur.

Lesa meira

Ráðherra staðfestir þátttöku í eftirlitssveit ÖSE við Deshchytsia - 23.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir brýnt að tryggja frið í samskiptum Úkraínu og Rússlands og að sátt ríki um umbætur í Úkraínu en miklar og sársaukafullar endurbætur á efnahags- og stjórnkerfi landsins séu óumflýjanlegar. Í dag lauk heimsókn hans til höfuðborgar landsins, Kænugarðs þar sem hann átti fundi með ráðamönnum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og starfsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). 

Lesa meira

Utanríkisráðherra staðfestir þvingunaraðgerðir - 20.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti í dag þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga

Lesa meira

Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál - 20.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu sína til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál.

Lesa meira

Ísland styður þvingunaraðgerðir vegna Úkraínu - 17.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir það mikilvægt skref að Bandaríkin og Evrópusambandið hafi nú gripið til þvingunaraðgerða til stuðnings Úkraínu í kjölfar aðgerða Rússa á Krímskag Lesa meira

Norrænir þróunarmálaráðherrar funda um mótun þróunarmarkmiða - 14.3.2014

Við mótun nýrra markmiða í þróunarsamvinnu leggur Ísland áherslu á fjögur meginsvið; jafnréttismál, málefni hafsins, landgræðslu og orkumál.

Lesa meira

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna ólögmætra kosninga á Krím - 14.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum vegna kosninga sem fyrirhugaðar eru á Krímskaga næstkomandi sunnudag en þá verður kosið um hvort íbúar skagans vilji segja sig úr lögum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.

Lesa meira

Fulltrúar Noregs, ESB og Færeyja kallaðir til fundar í utanríkisráðuneyti - 13.3.2014

Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið hefði verið að nýgerðu samkomulagi um makrílveiðar sem stuðlar að veiðum langt fram úr ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknarráðsins og stefnir sjálfbærri nýtingu stofnsins í hættu.

Lesa meira

Samkomulag um samráð Íslands og Kólumbíu - 11.3.2014

Utanríkisráðherra sagði samkomulagið ásamt fríverslunarsamningi EFTA og Kólumbíu mikilvægt skref í að auka samskipti ríkjanna.
Lesa meira

Evrópustefna stjórnvalda kynnt - 11.3.2014

Áhersla er lögð á skilvirka framkvæmd EES samningsins, áframhaldandi virk samskipti við ESB og aðildarríki og að Ísland komi fyrr að mótun löggjafar á vettvangi ESB.

Lesa meira

Umsóknir vegna verkefna í Sýrlandi, Namibíu og Mið-Afríkulýðveldinu - 10.3.2014

Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsóknum frjálsra félagasamtaka um framlög til neyðar- og mannúðaraðstoðar. Frestur til að sækja um rennur út 15. mars nk. Lesa meira

Þjóðaröryggisstefna í mótun - 7.3.2014

Nefnd um mótun þjóðaröryggistefnu fyrir Ísland hefur skilað af sér tillögum til utanríkisráðherra. Á síðasta þingi var skipuð nefnd með fulltrúum allra flokka sem þá sátu á Alþingi á grundvelli þingsályktunar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Veitti Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður nefndinni formennsku. 

Lesa meira

Styður alþjóðlegar aðgerðir til stuðnings Úkraínu  - 7.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í gær og í dag þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna, Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands. Málefni Úkraínu, öryggis- og varnarmál, orkumál og samgöngumál voru aðalumfjöllunarefni fundarins.  Lesa meira

Ísland tekur þátt í eftirliti ÖSE á Krímskaga - 6.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að senda fulltrúa á vegum íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu eftirliti á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Úkraínu. Íslenski fulltrúinn er kominn til Odessa þaðan sem hópurinn mun ferðast til Krímskaga síðar í dag. Stjórnvöld í Úkraínu hafa boðið þátttökuríkjum í ÖSE að senda eftirlitsmennina til Krímskaga til að kanna aðstæður. 

Lesa meira

Málefni Úkraínu rædd við utanríkisráðherra Eistlands - 5.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallinn. Meginefni fundarins var umfjöllun um þá alvarlegu stöðu sem nú ríkir í Úkraínu. Ráðherrarnir ræddu framvindu mála síðustu daga og með hvaða hætti alþjóðasamfélagið geti brugðist við hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga. Lesa meira

Ráðherra á norðurslóðaráðstefnu The Economist - 4.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í morgun þátt í norðurslóðaráðstefnu The Economist í London. Í ræðu sinni fjallaði ráðherra um málefni norðurslóða, bæði þá þróun sem á sér stað á alþjóðavettvangi, sem og aukin tækifæri og möguleika sem Ísland stendur frammi fyrir þegar kemur að aukinni uppbyggingu á norðurslóðum.

Lesa meira

Sendiherra Rússlands kallaður á fund utanríkisráðherra - 3.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði í dag sendiherra Rússlands á Íslandi á sinn fund og gerði honum grein fyrir afstöðu Íslands til stöðu mála í Úkraínu. Ráðherra sagði það grundvallaratriði að Rússar standi við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum og dragi herlið sitt til baka.

Lesa meira

Ferðaviðvörun til Úkraínu - 3.3.2014

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Úkraínu. Þá ráðleggur ráðuneytið íslenskum ríkisborgurum alfarið frá ferðum til Krímskaga.  Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til Úkraínu eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar.

Lesa meira

Fordæma hernaðaraðgerðir á Krímskaga - 2.3.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum Lesa meira

Þingsályktunartillaga um að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka - 25.2.2014

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktun um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka og að ríkisstjórninni verði falið að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki Lesa meira

Ráðherra harmar setningu laga gegn samkynhneigð í Úganda - 24.2.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra harmar að forseti Úganda hafi undirritað lög sem banna samkynhneigð en brot á lögunum geta varðað ævilangri fangelsisvist.

Lesa meira

Lýsa þungum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu - 20.2.2014

Ísland og fjölmörg önnur aðildarríki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu taka undir ályktun Evrópusambandsins þar lýst er þungum áhyggjum af ástandinu í Úkraínu.

Lesa meira

"Óábyrgt að halda þessari vegferð áfram" - 19.2.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti í dag á Alþingi úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins sem gerð var að beiðni utanríkisráðuneytisins Lesa meira

Úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið - 18.2.2014

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslu um úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins. Lesa meira

Sameiginlegur fundur norrænna utanríkis- og varnarmálaráðherra í Keflavík - 12.2.2014

Umræðuefni fundarins voru öryggissamvinna Norðurlandanna, hagnýtt samstarf á norðurslóðum, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og aukin norræn samvinna til að mæta alþjóðlegu hættuástandi.

Lesa meira

Norræna lífhagkerfinu hrundið úr vör - 4.2.2014

NordBio logo

Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni, Norræna lífhagkerfið (NordBio), verður kynnt á morgun í Norræna húsinu í Reykjavík. Markmið NordBio er að draga úr sóun og auka sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndunum

Lesa meira

Norðurlönd taka þátt í loftvarnaræfingu á Íslandi - 3.2.2014

Loftvarnaræfing NATO, Iceland Air Meet 2014, hófst með formlegum hætti í morgun. Æfingin er haldin samhliða reglubundinni loftrýmisgæsluvakt sem Norðmenn sinna. Samstarfsríki NATO, Svíþjóð og Finnland, taka þátt í æfingunni en sinna ekki loftrýmisgæsluverkefnum. Lesa meira

Viðskiptasamráð með Rússum - 30.1.2014

Málefni fundarins í dag snéru að ferðaþjónustu, matvælum, fjarskiptum, fjárfestingatækifærum og orkumálum Lesa meira

Alþingi samþykkir fríverslunarsamning við Kína - 30.1.2014

friverslun_kina_2013
Samningurinn veitir íslenskum fyrirtækjum forskot á hinn ört vaxandi Kínamarkað þar sem Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem undirritar fríverslunarsamning við Kína. Lesa meira

Sammála um að þétta samstarf Íslands og Noregs innan EES - 28.1.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Ingvild Næss Stub, aðstoðarevrópumálaráðherra Noregs. Á fundinum ræddu þau EES samninginn, framkvæmd hans og hagsmunagæslu innan EES.

Lesa meira

Samstarf við Fulbright stofnunina á sviði norðurslóðafræða - 27.1.2014

Með samningnum styrkir utanríkisráðuneytið komu bandarískra fræðimanna til kennslu og rannsókna á sviði norðurslóðafræða við menntastofnanir á Íslandi næstu þrjú ár. Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir ábyrgð íbúa á norðurslóðum - 20.1.2014

Iglika Trifonova, Arctic Frontiers and APECS International

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði ábyrgð íbúa norðurslóða að umtalsefni í ávarpi sínu á Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsö í dag

Lesa meira

Yfir 2/3 telja starfsemi utanríkisþjónustunnar nauðsynlega - 16.1.2014

Íslendingar telja starfsemi utanríkisþjónustunnar nauðsynlega og telja að aðstoð við Íslendinga erlendis, gerð fríverslunarsamninga, evrópusamstarf, menningarkynning og norðurslóðasamstarf eigi að vera megináherslur í starfi hennar. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar sem utanríkisráðuneytið hefur látið gera um viðhorf og þekkingu á starfsemi þess.

Lesa meira

Samstarf Íslands og Finnlands í brennidepli - 7.1.2014

Á fundi í Helsinki í dag ræddu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, m.a. þátttöku Finnlands og Svíþjóðar í loftrýmiseftirliti á Íslandi í næsta mánuði sem leitt verður af norska flughernum.

Lesa meira

Norræni spilunarlistinn kynntur - 7.1.2014

Merki norræna spilunarlistans

Norræni spilunarlistinn er nýr vefur sem kynnir reglulega nýjar og áhugaverða dægurtónlistarmenn frá Norðurlöndum

Lesa meira