Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Ráðherrafundur EFTA í Interlaken - 12.12.2002

Í dag var haldinn ráðherrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Sviss. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Bandaríkjunum - 10.12.2002

Helgi Ágústsson, sendiherra, afhenti 9. desember 2002 George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, trúnaðarbréf. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá Evrópusambandinu - 9.12.2002

Kjartan Jóhannsson, sendiherra, afhenti 24. nóvember trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu. Lesa meira

Ræða utanríkisráðherra í Portó - 6.12.2002

Utanríkisráðherrafundur ÖSE í Portó 6.-7. desember 2002 - ræða utanríkisráðherra. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Túrkmenistan - 3.12.2002

Benedikt Jónsson, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Túrkmenistan. Lesa meira

Gerð loftferðasamninga við Asíuríki - 26.11.2002

Fundað hefur verið með yfirvöldum í Kína, Suður-Kóreu, Singapúr, Japan, Hong Kong og Macau varðandi gerð loftferðasamninga. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherrum ESB-ríkjanna - 22.11.2002

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti í gær og í dag í tengslum við leiðtogafund NATO í Prag, utanríkisráðherra ESB-ríkjanna og afhenti orðsendingu um afstöðu Íslands varðandi stækkun EES. Lesa meira

Fyrsti fundur utanríkisráðherra NATO-Rússlandsráðsins frá stofnun þess í maí sl. - 22.11.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í morgun fyrsta fund utanríkisráðherra NATO-Rússlandsráðsins frá stofnun þess í maí sl., en nú stendur yfir leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Prag í Tékklandi. Lesa meira

Hádegisverðarfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag - 21.11.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, stýrði í dag umræðum utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í vinnuhádegisverði þeirra á leiðtogafundi bandalagsins í Prag. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá Evrópusambandinu - 19.11.2002

Þann 19. nóvember afhenti Kjartan Jóhannsson, sendiherra, Per Stig Møller, sitjandi forseta Evrópusambandsins, trúnaðarbréf. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Liechtenstein - 18.11.2002

Kjartan Jóhannsson, sendiherra, afhenti þann 13. nóvember sl. trúnaðarbréf í Liechtenstein Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir leiðtogafund NATO í Prag - 15.11.2002

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Prag í Tékklandi dagana 21. - 22. nóvember nk. Lesa meira

Nýr ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins - 14.11.2002

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, tók í dag við starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu af Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra, sem gegnt hefur starfinu frá því í mars árið 1999. Sverrir Haukur Gunnlaugsson tekur á næstunni við starfi sendiherra Íslands í Bretlandi. Lesa meira

Ráðherraráðstefna samfélags lýðræðisríkja - 13.11.2002

Dagana 10. til 12. nóvember var haldin í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, Ráðherraráðstefna samfélags lýðræðisríkja undir yfirskriftinni "Lýðræði: fjárfesting til friðar og velsældar". Lesa meira

Frammistöðumat Evrópusambandsins - 13.11.2002

Árangur ESB ríkjanna við innleiðingu tilskipana í landsrétt sinn var kynntur í frammistöðumati Evrópusambandsins í dag. Lesa meira

Ræða fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í annarri nefnd allsherjarþingsins - 8.11.2002

Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, flutti hinn 7. nóvember ræðu um Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í annarri nefnd allsherjarþingsins. Lesa meira

Ráðssetu Íslands í Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýkur - 1.11.2002

Stjórnarnefnd Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO-ráðið) kom saman í Róm dagana 28. október til 2. nóvember 2002. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra Norðurlandanna í tengslum við 54. þing Norðurlandaráðs - 31.10.2002

Utanríkisráðherrar Norðurlanda héldu fund í Helsinki í dag í tengslum við 54. þing Norðurlandaráðs. Þá áttu ráðherrarnir einnig fund með forsætisnefnd ráðsins. Lesa meira

Uppsögn loðnusamningsins - 31.10.2002

Í gær, 30. október 2002, sögðu íslensk stjórnvöld upp samningi milli Íslands, Grænlands og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen. Lesa meira

Skipun dómara við EFTA-dómstólinn - 30.10.2002

Ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna skipuðu í dag Þorgeir Örlygsson dómara við EFTA-dómstólinn. Lesa meira

18. ráðsfundur EES í Luxemborg - 22.10.2002

18. ráðsfundur EES ráðsins sem er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EFTA og EES ríkjanna og Evrópusambandsins var haldinn í dag. Lesa meira

Ráðherrafundur Evrópusambandsins um Norðlægu víddina í Lúxemborg - 21.10.2002

Í dag var haldinn í Lúxemborg ráðherrafundur Evrópusambandsins um hina Norðlægu vídd. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, sat Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri, fundinn. Lesa meira

Óvissuástand í kjölfar hryðjuverka í Indónesíu - 18.10.2002

Vegna óvissuástands þess sem skapast hefur í kjölfar hryðjuverka í Suðaustur-Asíu vill utanríkisráðuneytið árétta mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát og fylgist grannt með þróun mála. Lesa meira

Viðræður um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003 - 17.10.2002

Sendinefndir Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins komu saman í St. Pétursborg dagana 15-17 október sl. til að ræða um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003. Lesa meira

Svavar Gestsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Albaníu - 17.10.2002

Svavar Gestsson sendiherra afhendir 17. október 2002 Alfred Moisiu forseta Albaníu trúnaðarbréf. Lesa meira

Kosningaeftirlit í Kosóvó - 17.10.2002

Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Kosóvó-héraði laugardaginn 26. október næstkomandi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur yfirumsjón með kosningunum. Lesa meira

Utanríkisráðherra í veikindaleyfi - 15.10.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, gekkst undir aðgerð í morgun, á Landspítala háskólasjúkrahúsi, vegna meins í blöðruhálskirtli. Meinið var staðbundið og gekk aðgerðin mjög vel. Lesa meira

Vefrit viðskiptaskrifstofu - 15.10.2002

Stiklur, nýtt vefrit viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins hefur göngu sína. Lesa meira

Ræða fastafulltrúa um réttindi barna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 15.10.2002

Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt í gær ræðu um réttindi barna fyrir Íslands hönd í þriðju nefnd allsherjarþingsins, þar sem fjallað er um félags- og mannréttindamál. Lesa meira

Breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni - 15.10.2002

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni. Lesa meira

Ræða varafastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum um ofbeldi og misrétti gagnvart konum - 11.10.2002

Gréta Gunnarsdóttir, varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt í gær ræðu fyrir Íslands hönd í þriðju nefnd allsherjarþingsins, þar sem fjallað er um félags- og mannréttindamál. Lesa meira

Opnun ræðisskrifstofa í Múrmask - 11.10.2002

Í dag fór fram formleg opnun ræðisskrifstofu Íslands í Múrmansk. Lesa meira

Ráðstefna um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna í New York - 10.10.2002

24. október n.k. hefst í Norræna húsinu í New York ráðstefna um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna í samráði við verslunarráð Íslands og Ameríku. Sama dag verður opnuð sýning helguð aldarafmæli Halldórs Laxness og efnt til málþings um skáldið og verk hans auk þess sem kvikmyndir gerðar eftir sögum hans verða sýndar. Lesa meira

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu - 10.10.2002

Í dag tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins í Inari í Finnlandi. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir Íslands hönd. Ísland gegnir formennskunni í tvö ár og verður skrifstofa ráðsins starfrækt í utanríkisráðuneytinu á því tímabili. Lesa meira

Flugumferðastjórar á vegum Íslensku friðargæslunnar á leið til Kósóvó - 10.10.2002

Átta flugumferðarstjórar á vegum Íslensku friðargæslunnar fara til Kósóvó í dag, fimmtudaginn 10. október 2002, til að taka við flugumferðarstjórn flugvallarins í Pristina. Lesa meira

Greinargerð um rétt Íslands samkvæmt EES-samningnum til þátttöku í nefndum ESB - 8.10.2002

Í morgun lagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fram minnisblað í ríkisstjórn ásamt greinargerð um rétt Íslands samkvæmt EES-samningnum til þátttöku í nefndum á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Lesa meira

Viðskiptaviðræður við Færeyinga - 4.10.2002

Í dag fóru fram viðræður í Þórshöfn á milli Íslands og Færeyja skv. fríverslunarsamningi þjóðanna. Á fundinum var farið yfir viðskipti landanna og möguleika á því að auka þau. Lesa meira

Ráðstefna um Snorra Sturluson í Búlgaríu - 4.10.2002

Alþjóðleg ráðstefna um Snorra Sturluson og rætur norrænna bókmennta verður haldin í Búlgaríu, dagana 14. - 16. október næstkomandi. Á ráðstefnunni munu íslenskir og erlendir sérfræðingar fjalla um mikilvægi Snorra sem rithöfundar í fortíð og nútíð. Jafnframt verður opnuð sýning helguð aldarafmæli Halldórs Laxness. Lesa meira

Kosningaeftirlit í Bosníu - 1.10.2002

Þrír Íslendingar eru sendir í kosningaeftirlit á vegum ÖSE í Bosníu-Hersegóvínu. Lesa meira

Afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja - 25.9.2002

Á fundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Anfinn Kallsberg, lögmanns Færeyja, í Þórshöfn í dag náðist samkomulag um afmörkun umdeilda hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Suður-Kóreu - 24.9.2002

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Sung-hong Choi, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 26. - 28. september næstkomandi. Lesa meira

Heimsókn forseta utanríkismálastofnunar Kína til Íslands - 24.9.2002

Forseti utanríkismálastofnunar Kína, Mei Zhaorong, kemur í heimsókn til Íslands 25.-28. september á vegum utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

Umsýslustofnun varnarmála hættir starfsemi - 24.9.2002

Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi við sölu á afgangsvörum varnarliðsins og starfsmanna þess. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Suður Afríku til Íslands - 20.9.2002

Utanríkisráðherra Suður-Afríku mun halda fyrirlestur um svæðisbundna þróunarsamvinnu í Afríku á vegum Háskóla Íslands, mánudaginn 23. september í Háskólabíó. Lesa meira

Íslendingur í framkvæmdastjórn WHO - 18.9.2002

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála-ráðuneytinu, var í morgun kosinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) með miklum yfirburðum. Lesa meira

Ræða utanríkisráðherra á 57. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna - 17.9.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, flutti í dag ræðu í almennu umræðunni í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann gerði einkum að umræðuefni baráttuna gegn hryðjuverkum, vanvirðingu Íraksstjórnar við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra í New York - 16.9.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat á laugardag fund utanríkisráðherra Norðurlanda sem haldinn var í New York. Hann átti einnig fundi með Elisabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer með málefni Evrópuríkja, og utanríkisráðherrum Króatíu, Búlgaríu og El Salvador. Lesa meira

Viðtalstímar við fulltrúa í sendiskrifstofum Íslands erlendis sem sinna viðskiptamálum - 29.8.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við fulltrúa í sendiskrifstofum Íslands erlendis sem sinna viðskiptamálum. Lesa meira

Ræðismaður skipaður í Lilongwe höfuðborg Malaví - 27.8.2002

Nýlega var opnuð ræðisskrifstofa í Lilongwe, höfuðborg Malaví, en þar hefur ekki verið íslenskur ræðismaður áður. Lesa meira

Ræðisskrifstofa opnuð í Aveiro í Portúgal - 27.8.2002

Nýlega var opnuð ræðisskrifstofa í Aveiro í Portúgal, en þar hefur ekki verið íslenskur ræðismaður áður. Lesa meira

Ræðisskrifstofa opnuð í Tehran - 27.8.2002

Nýlega var opnuð ræðisskrifstofa í Tehran, höfuðborg Íran, en þar hefur ekki verið starfrækt ræðisskrifstofa um árabil. Lesa meira

Utanríkisráðherrafundur í Tallin - 26.8.2002

Norrænu ráðherrarnir ræddu einkum um samráð Norðurlanda um málefni ESB og EES, þar með talið stækkun bandalagsins. Lesa meira

Morgunverðarfundur utanríkisráðherra með japönskum þingmönnum 27. ágúst 2002 - 26.8.2002

Hópur átta japanskra þingmanna úr vináttufélagi Japans og Íslands á japanska þjóðþinginu kom til Íslands í gær í boði utanríkisráðuneytisins ásamt aðstoðarmönnum. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 22.8.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í London. Lesa meira

Koma bandarískra herskipa til Íslands - 21.8.2002

Bandarísku tundurspillarnir USS Porter, USS Arleigh Burke og freigátan USS Carr eru væntanlegir til Reykjavíkurhafnar dagana 23. - 26. ágúst n.k. Lesa meira

Rússnesk herskip í opinberri heimsókn - 9.8.2002

Rússneskur tundurspillir og birgðaskip eru væntanleg í flotaheimsókn til Íslands 10.-14. ágúst n.k. í boði utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 9.8.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í Helsinki og Tókýó. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með Ralston yfirhershöfðingja - 31.7.2002

Á fundi utanríkisráðherra með Ralston yfirhershöfðingja var rætt um væntanlegar breytingar á stöðu Íslands í herstjórnarskipulagi Bandaríkjanna Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með viðskiptaráðherra Möltu - 31.7.2002

Í dag átti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fund með Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu. Lesa meira

Stefán Haukur Jóhannesson formaður kærunefndar WTO vegna tolla á innflutt stál - 30.7.2002

Stefán Haukur Jóhannesson tilnefndur formaður kærunefndar til að úrskurða í deilu aðildarríkja WTO vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja verndartolla á innflutt stál. Lesa meira

Ráðning Berglindar Ásgeirsdóttur í stöðu eins fjögurra aðstoðarforstjóra OECD. - 29.7.2002

Stjórn OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar í París, ákvað á fundi sínum 25. júlí sl. að ráða Berglindi Ásgeirsdóttur Lesa meira

Utanríkisráðuneytið fordæmir eldflaugaárás Ísraelsmanna á íbúðablokk á Gaza - 24.7.2002

Utanríkiráðuneytið fordæmir harðlega eldflaugaárás Ísraelsmanna á íbúðablokk á Gaza þar sem á annan tug manna lét lífið, þar á meðal konur og börn, og yfir hundrað manns særðust. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 19.7.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í Strassborg, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Berlín. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Póllandi - 10.7.2002

Jón Egill Egilsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Póllandi. Lesa meira

Ræðisskrifstofa opnuð í Nagano - 9.7.2002

Nýlega var opnuð ræðisskrifstofa í borginni Nagano í Japan. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra Íslands - 2.7.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í Peking, Washington, New York, Ottawa og Moskvu. Lesa meira

Gildistaka Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn - 1.7.2002

Rómarsamþykktin um Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem gerð var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sumarið 1998, öðlast gildi í dag, 1. júlí 2002. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA á Egilsstöðum - 26.6.2002

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, stýrði í dag ráðherrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, á Egilsstöðum. Eftir fundinn undirrituðu ráðherrarnir samning við Singapúr um fríverslun. Lesa meira

Norður nágranni 2002 - 25.6.2002

Í tengslum við almannavarnaræfinguna Samvörður 2002 eru komnar hingað til lands þyrlur Bandaríkjahers sem verða nýttar til flutningaverkefna í almannaþágu víða um land. Þessi hluti æfingarinnar sem hlotið hefur nafnið Norður nágranni 2002 hefst í dag og mun standa næstu þrjá daga. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra - 24.6.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í Brussel og París. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA á Egilstöðum 26.-27. júní 2002 - 21.6.2002

Dagana 26. og 27. júní n.k. verður haldinn á Egilsstöðum ráðherrafundur EFTA. Á fundinum verður undirritaður fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Singapúr, sá fyrsti sinnar tegundar milli Evrópuríkja og Austur-Asíuríkis. Lesa meira

Kynningarfundur um leiðtogafund S.þ. um sjálfbæra þróun - 21.6.2002

Kynningarfundur um leiðtogafund S.þ. um sjálfbæra þróun verður haldinn á Grand Hótel, mánudaginn 24. júní 2002, kl. 14:00. Lesa meira

Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Noregs 19. - 20. júní 2002 - 20.6.2002

Utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er nú í opinberri heimsókn í Noregi. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra Íslands - 19.6.2002

Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands í París og Mapútó og fastafulltrúa Íslands hjá EFTA. Lesa meira

Túnaðarbréfsafhending í Króatíu - 12.6.2002

Jón Egill Egilsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Króatíu. Lesa meira

Almannavarnaæfingin Samvörður 2002 - 11.6.2002

Almannavarnaæfingin Samvörður 2002 verður haldin á Íslandi dagana 24. - 30. júní næstkomandi. Lesa meira

Viðtalstímar forseta Íslendingadagsins í Kanada - 10.6.2002

Tim Arnason, forseti Íslendingadagsins í Kanada, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn 13. júní n.k. kl. 10 til 12. Lesa meira

Varnarmálaráðherrafundir - 7.6.2002

Varnarmálaráðherrafundir Atlantshafsbandalagsins, NATO-Rússlandsráðsins, samvinnuráðs NATO og Úkraínu og Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins voru haldnir í Brussel 6. og 7. júní. Lesa meira

Ferðir til Indlands og Pakistan - 7.6.2002

Í ljósi viðvarandi spennu á milli Indlands og Pakistan er fólki ráðið frá ferðum þangað. Lesa meira

Viðtalstímar sendiherra Íslands í London - 6.6.2002

Sendiherra Íslands í London verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudaginn 10. júní n.k. kl. 14 til 16. Lesa meira

056/02 Íslensk menningarhátíð í Austurríki - 5.6.2002

Íslensk menningarhátíð er haldin í Salzburg, Austurríki 5.-7. júní 2002. Lesa meira

Nýr stofnsamningur EFTA öðlast gildi - 5.6.2002

Nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) öðlaðist gildi 1. júní 2002. Nýi samningurinn var undirritaður á ráðherrafundi EFTA í Vaduz 21. júní 2001 og er ætlað að koma í staðinn fyrir upprunalega samninginn sem er síðan 1960. Lesa meira

Viðræður utanríkisráðherra við konung Jórdaníu - 3.6.2002

Utanríkisráðherra og Abdullah II, konungur Jórdaníu, skiptust á skoðunum um stjórnmálaástandið í Mið-Austurlöndum, átök Ísraels og Palestínumanna og friðarferlið. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með Yasser Arafat í Ramallah - 31.5.2002

Utanríkisráðherra lýsti áhyggjum sínum af þeim átökum og því ofbeldi sem beitt hefur verið á Vesturbakkanum og Gaza. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Malawi - 29.5.2002

Björn Dagbjartsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Malawi 29. maí 2002. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra í Ísrael - 29.5.2002

Á viðræðufundum í Ísrael í dag var skipst á skoðunum um stöðu mála í Ísrael og á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna. Lesa meira

Aðalræðismaður Íslands í Winnipeg - 29.5.2002

Aðalræðismaður Íslands í Winnipeg verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 31. maí n.k. kl. 10 til 12. Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Miðausturlanda - 28.5.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, heldur á morgun í heimsókn til Ísraels, Palestínu og Jórdaníu í boði þarlendra stjórnvalda. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra El Salvador - 23.5.2002

Utanríkisráðherra El Salvador María E. Brizuela de Avila kemur í opinbera heimsókn 23.-25. maí 2002. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Slóveníu - 21.5.2002

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra afhenti 21. maí 2002 Milan Kucan forseta Slóveníu trúnaðarbréf. Lesa meira

Sjálfstæðisyfirlýsing Austur-Tímor 19. maí 2002 - 17.5.2002

Á miðnætti þann 19. maí verður Austur-Tímor lýst sjálfstætt ríki. Ríkisstjórn Íslands hefur sent nýkjörnum forseta, hr. Xanana Gusmao, árnaðaróskir í tilefni af sjálfstæði landsins. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending hjá Páfagarði - 17.5.2002

Hörður H. Bjarnason sendiherra afhenti 17. maí 2002 Jóhannesi Páli II páfa trúnaðarbréf. Lesa meira

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA - 16.5.2002

Helstu niðurstöður frammistöðumats Eftirlitsstofnunar EFTA um innleiðingu tilskipana ESB. Lesa meira

Vorfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins - 14.5.2002

Vorfundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins er haldinn í Reykjavík, 14.-15. maí 2002.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Kanada - 13.5.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, á í dag fund með utanríkisráðherra Kanada, Bill Graham. Lesa meira

Skýrsla nefndar um hnattvæðingu - 3.5.2002

Í tilefni af nýrri skýrslu nefndar um áhrif hnattvæðingar hér á landi boðar utanríkisráðuneytið til blaðamannafundar í utanríkisráðuneytinu kl. 14.00, mánudaginn 6. maí, 2002. Lesa meira

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu 2002-2004 - 3.5.2002

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur erindi um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2002 - 2004, í Háskólanum á Akureyri, 7. maí nk. kl. 12:15. Lesa meira

Ráðherrafundur Evrópuráðsins í Vilníus - 3.5.2002

Fjallað um afnám dauðarefsinga og alþjóðleg hryðjuverk á ráðherrafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Vilníus í Litháen í dag. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending á Barbadoseyjum - 2.5.2002

Þorsteinn Ingólfsson sendiherra afhenti landsstjóra Barbados trúnaðarbréf sitt hinn 30. apríl 2002. Lesa meira

Ræðisskrifstofa opnuð á Jamaíka - 30.4.2002

Nýlega var opnuð ræðisskrifstofa í Kingston, Jamaíka, en þar hefur ekki verið íslenskur ræðismaður áður. Lesa meira

Þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðannna - 26.4.2002

Fimmtugasta og áttunda þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna lauk í Genf í dag. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Danmerkur - 24.4.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Dana, Per Stig Møller. Lesa meira

Opnun menningarhátíðar í Berlín í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness - 23.4.2002

Forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, og kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, opna menningarhátíðina "Island Hoch" í Berlín í dag. Lesa meira

Opinber heimsókn forseta Íslands til Rússlands - 19.4.2002

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, áttu í dag fundi með Vladimir Putin, forseta Rússlands og Mikhail Kasyanov, forsætisráðherra Rússlands. Lesa meira

Menningardagskrá í Vínarborg - 18.4.2002

Ríkisútvarpið í Austurríki (ORF), í samstarfi við sendiráð Íslands í Vínarborg, stendur fyrir sérstakri menningardagskrá í Vínarborg í dag, 18. apríl, í tilefni af aldarafmæli Halldórs Kiljan Laxness, þann 23. apríl n.k. Lesa meira

Blaðamannafundur utanríkisráðherra 15. apríl nk. vegna NATO-funda í Reykjavík - 12.4.2002

Vorfundir utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess verða haldnir í Reykjavík 14. og 15. maí næstkomandi. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Slóvakíu - 12.4.2002

Eduard Kukan, utanríkisráðherra Slóvakíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 14. - 16. apríl næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Lesa meira

Orðsending send til stjórnvalda í Ísrael - 10.4.2002

Í harðorðaðri orðsendingu til stjórnvalda í Ísrael leggja íslensk stjórnvöld áherslu á að lausn átakanna geti aldrei falist í hernaðaraðgerðum. Lesa meira

Fólki ráðið frá ferðum til heimastjórnarsvæða Palestínumanna - 3.4.2002

Vegna ótryggs ástands er fólki ráðið frá ferðum til heimastjórnarsvæða Palestínumanna. Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí 2002 - 26.3.2002

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 25. maí nk. fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York og Winnipeg og hefst þriðjudaginn 2. apríl 2002. Lesa meira

Aðstoð við Afganistan - II. - 22.3.2002

Í janúar sl. ákvað ríkisstjórnin að veita aðstoð við Afganistan. Flugfélagið Atlanta sá um flutninga frá Evrópu á tækjum, varningi og lyfjum til hjálparstarfs þar. Lesa meira

Viðtalstími Þórðar Ægis Óskarssonar sendiherra í Vínarborg - 21.3.2002

Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Vínarborg verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 27. mars n.k. kl. 10 til 12. Lesa meira

Fundir utanríkisráðherra í Þýskalandi - 14.3.2002

Fundir utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Þýskalands. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Þýskalands - 13.3.2002

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Þýskalands, dagana 12. til 14. mars. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Ungverjalandi - 12.3.2002

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Ungverjalandi. Lesa meira

Fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins - 12.3.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag fund ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins sem formaður EES/EFTA-ríkjanna. Lesa meira

Laxnesshátíðir á átta stöðum í Svíþjóð í ár - 8.3.2002

Þann 21. mars næstkomandi hefst Laxnesshátíð í Stokkhólmi. Þar verður sérstök sýning með tilvitnunum í verk skáldsins, en þessi sýning er á sænsku og hefur Kaupþing í Stokkhólmi kostað sýninguna. Lesa meira

Per-Erik Risberg skipaður ræðismaður Íslands í Umeå - 7.3.2002

Ný ræðisskrifstofa Íslands stofnuð í Umeå, Svíþjóð. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Kaliningrad - 6.3.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat í dag utanríkisráðherrafund Eystrasaltsráðsins í Svetlogorsk í Kaliningrad í Rússlandi, en Rússar gegna nú formennsku í Eystrasaltsráðinu. Á fundinum var þess minnst að tíu ár eru liðin frá stofnun Eystrasaltsráðsins. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Armeníu - 4.3.2002

Benedikt Jónsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Armeníu. Lesa meira

Ráðstefna um markaðsaðgang að EES-svæðinu og reglur um CE-merkingu vöru - 28.2.2002

Samtök iðnaðarins og Staðlaráð Íslands efna til ráðstefnu föstudaginn 1. mars nk. um markaðsaðgang að EES-svæðinu og reglur um CE-merkingu vöru. Lesa meira

Svavar Gestsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Búlgaríu - 22.2.2002

Svavar Gestsson sendiherra afhendir Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Búlgaríu, með aðsetur í Stokkhólmi. Lesa meira

Undirbúningsnámskeið Íslensku friðargæslunnar - 21.2.2002

Fyrsta undirbúningsnámskeið Íslensku friðargæslunnar verður haldið dagana 23. og 24. febrúar nk. Þátttakendur eru þeir rúmlega 100 einstaklingar sem valdir hafa verið af utanríkisráðuneytinu til að vera á viðbragðslista. Lesa meira

Svavar Gestsson sendiherra afhenti forseta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu trúnaðarbréf - 21.2.2002

Svavar Gestsson sendiherra afhenti 21. febrúar 2002, hr. Vojislav Kostunica, forseta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands, með aðsetur í Stokkhólmi. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Georgíu - 19.2.2002

Benedikt Jónsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Georgíu. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Osló - 15.2.2002

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem fram fór í Osló í dag var meðal annars fjallað um baráttuna gegn hryðjuverkum og ástandið í Afganistan og á Balkanskaga. Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Bosníu-Hersegóvínu - 12.2.2002

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra afhendir trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bosníu-Hersegóvínu. Lesa meira

Ráðstefna utanríkisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. febrúar 2002 - 6.2.2002

Utanríkisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu föstudaginn 8. febrúar n.k. um áhrif EES-samningsins á íslensk sveitarfélög. Lesa meira

Opinber heimsókn utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína 2.-5. febrúar 2002 - 1.2.2002

Shi Guangsheng, utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 2.-5. febrúar n.k. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra mun ráðherrann eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Lesa meira

Stofnað til stjórnmálasambands við Katar - 25.1.2002

Undirritað samkomulag um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Katar. Lesa meira

Aðstoð við Afganistan - 25.1.2002

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita aðstoð við Afganistan í því formi að Flugfélagið Atlanta mun á næstunni sjá um flutninga á tækjum, varningi og lyfjum sem fara eiga til hjálparstarfs þar. Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Spánar - 22.1.2002

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með utanríkisráðherra Spánar, Josep Piqué. Lesa meira

Fundur viðskiptanefnda Íslands og Kína - 10.1.2002

Viðskiptanefndir Íslands og Kína héldu árlegan fund sinn í Peking í gær. Lesa meira