Verkefni

Verkefni

Það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni hverju sinni hefur frumkvæði um ýmis verkefni. Lagt er uppúr því að verkefnin hafi norræna skýrskotun og séu mikilvæg í norrænu samhengi. Ísland leggur áherslu á að efla grænan hagvöxt, auka sjálfbæra nýtingu og nýsköpun og rannsóknir. Auk þess verður lögð áhersla á miðlun norrænnar tónlistar og menningar. Hér að neðan má lesa nánar um þau verkefni sem Ísland hefur valið að setja í forgang á formennskuári, auk annarra verkefna. 


Norræna velferðarvaktin

Velferðarvaktin rannsakar og metur áhrif efnahagsþrenginga á velferðarkerfin, heilsu íbúa og þátttöku. 

Lesa meira

NordBio

Markmið NordBio er aukin sjálfbærni, betri nýting og minni sóun. Byggja á upp hagkerfi sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu, ýtir undir endurvinnslu og eflir þróun og nýsköpun. 

Lesa meira

Norræni spilunarlistinn

Með spilunarlistanum er norrænni tónlist komið á framfæri á aðgengilegan hátt. 

Lesa meira

Biophilia

Biophilia er menntaverkefni þar sem leitast er við að samtvinna menntun vísindi og tækni með nýjum hætti. 

Lesa meira

Önnur verkefni

Meðal annarra verkefna á formennskuári má nefna jafnréttisverkefni á norðurslóðum og ýmis verkefni á sviði velferðarmála. 

Lesa meira