Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur Íslands og Andorra

Tvísköttunarsamningur Íslands og Andorra undirritaður - myndUtanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur Íslands og Andorra var undirritaður í Genf í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Maria Ubach Font utanríkisráðherra Andorra skrifuðu undir samninginn.

Ráðherravika 52. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í Genf og flutti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræðu Íslands í gær. Í dag undirrituðu þær Maria Ubach Font, utanríkisráðherra Andorra, tvísköttunarsamnings ríkjanna. Markmið með gerð tvísköttunarsamningsins er að koma í veg fyrir tvísköttun og vinna gegn skattaundanskotum. Með því að ryðja úr vegi skattalegum hindrunum mun samningurinn auðvelda viðskipti milli ríkjanna.

„Tvísköttunarviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig sem sýnir glöggt gagnkvæman vilja ríkjanna til að greiða fyrir góðum viðskiptum og samvinnu. Samningurinn er skref sem við tökum til að bæta starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og einstaklinga víða um heim,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Þórdís Kolbrún átti auk þess tvíhliða fundi í Genf með ráðherrum frá Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Tvíhliða samskipti, staða og horfur í alþjóðamálum og samstarf á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna voru til umræðu á öllum fundunum. Þá fundaði utanríkisráðherra með fulltrúum mannréttindasamtakanna Amnesty International og Human Rights Watch í dag.

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Helena Kida dómsmálaráðherra Mósambík - mynd
  • Þórdís Kolbrún ásamt Joana Rosa, dómsmálaráðherra Grænhöfðaeyja - mynd
  • Þórdís Kolbrún ásamt fulltrúum Amnesty Intnernational og Human Rights Watch - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum