Viðbragðslisti friðargæslu

Viðbragðslisti íslensku friðargæslunnar

Íslenska friðargæslan er hluti af þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem annast alþjóðlegt samstarf og þátttöku Íslands í störfum í þágu friðar og mannúðaraðstoðar. Íslenska friðargæslan heldur utan um lista sérfræðinga á ýmsum sviðum sem hafa sótt um og verið valdir á viðbragðslista friðargæslunnar.  Íslenska friðargæslan velur fólk til þátttöku í verkefnum og hefur umsjón með undirbúningi þeirra og þjálfun. 

Útsendir sérfræðingar sem starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar eru borgaralegir sérfræðingar á ýmsum sviðum. Þeir eru valdir í krafti  reynslu af störfum erlendis, sérstakrar hæfni  eða  þekkingar sem nýtist í starfi á vettvangi.  Ekki erum fjölskyldustöður að ræða, þ.e. engar greiðslur fylgja vegna fjölskyldu þess em ráðinn er. 

Almennar kröfur eru:

  • Háskólapróf, önnur sérmenntun eða sérhæfð þekking og reynsla
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Þekking og/eða reynsla af störfum við neyðar- og mannúðarmál er æskileg, sem og kunnátta í öðrum tungumálum, s.s. frönsku, arabísku og rússnesku 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þolgæði undir álagi
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfileiki til aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi

Miðað er við að umsækjendur á viðbragðslista friðargæslunnar séu íslenskir ríkisborgarar, hafi náð 25 ára aldri og séu með hreint sakavottorð. 

Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir í hvers konar verkefni þau bjóða sig fram en störf á vegum Íslensku friðargæslunnar eru almennt þrennskonar þ.e. 

  • Almenn störf í 12-24 mánuði 
  • Kosningaeftirlit í 1-2 vikur    
  • Mannúðaraðstoð í 3-6 mánuði

Síðastnefndu verkefnin eru í gegnum svokallað Stand-by Partnership Programme (SBPP) en það byggir á samkomulagi utanríkisráðuneytisins við nokkrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna þ.e  OCHA, UNICEF og WFP (sjá frekar t.d. á vef  OCHA. Til að gefa kost á sér í SBPP verkefni verður fólk að vera tilbúið með stuttum fyrirvara þ.á.m. að hafa gilt vegabréf og bólusetningar í gildi og hafa lokið ákveðnum (net)námskeiðum.

Opið er fyrir umsóknir á viðbragðslista ÍF út febrúar. Opið er fyrir umsóknir á listann tvisvar á ári, í febrúar og september. Athugið að þeir sem samþykktir eru á viðbragðslistann þurfa að staðfesta áframhaldandi skráningu sína árlega. Að öðrum kosti fellur skráningin úr gildi.

Í gegnum Mínar síður hafa umsækjendur aðgang að sinni skráningu og geta uppfært hana eftir hentugleika. Við hvetjum þá sem hafa búið til aðgang um að endurskoða reglulega og uppfæra skráðar upplýsingar eftir því sem við á. 

Mínar síður á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar