Frásagnir

Frásagnir frá Mósambík

Myndbönd frá Mósambík


2015 - Börn eignast börn, UNICEF

Þegar farið er þorp úr þorpi í sveitum Sambesíufylkis í Mósambík fer ekki framhjá neinum að fjölmargar unglingsstúlkur eru orðnar mæður – og enn fleiri orðnar eiginkonur. Viðmælendur eru María Angelina Xavier frá UNICEF og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir frá ICEIDA.

https://www.youtube.com/watch?v=mBQwHLJeDEU&feature=youtu.be

2015 - Umbætur í salernismálum

Í nýju verkefni UNICEF og Þróunarsamvinnustofnunar í Sambesíu er megináherslan lögð á að bæta þessu grunnþjónustu í þorpum og takmarkmið er að koma upp viðunandi salernisaðstöðu fyrir álíka marga og alla Íslendinga, eða þrjú hundruð þúsund íbúa. Þetta á að gera á næstu þremur árum, fyrir árslok 2017.

https://www.youtube.com/watch?v=agv0Cp8h9UQ&feature=youtu.be

2014 - Samstarfsverkefni með UNICEF í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hafið samstarf við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, um víðtækt verkefni um úrbætur varðandi vatns- og salernisaðstöðu í einu fátækasta fylki í Mósambík, Zambezíu.

https://www.youtube.com/watch?v=qKAWSC2E1vU&feature=youtu.be

2014 - Skólar í Sambesíu, UNICEF

Í þessu kvikmyndabroti er farið í vettvangsferð í þrjá skóla í Sambesíufylki en í verkefni UNICEF og ÞSSÍ er ætlunin að bæta aðstöðu fjórtán þúsund nemenda í fjörutíu skólum á verkefnistímanum, koma upp vatnsbólum með hreinu drykkjarvatni, viðunandi salernisaðstöðu og fræðslu um hreinlæti.

https://www.youtube.com/watch?v=UVatl9JCNyw&feature=youtu.be