Áætlun 2013-2016
 • Mynd af þróunarsamvinnuáætluninni

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016

Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 skapar heildarumgjörð fyrir allt opinbert starf Íslands á sviði þróunarmála, friðaruppbyggingar og neyðar- og mannúðaraðstoðar. Lögð er rík áhersla á árangur og skilvirkni þróunarstarfs og að skerpa skuli forgangsröðun.   

Áherslusvið áætlunarinnar eru þrjú:

 • Auðlindir (fiski- og orkumál)
 • Félagslegir innviðir (menntun og heilsa) 
 • Friður (stjórnarfar og endurreisn)

Þverlæg málefni eru tvö:

 • Jafnrétti kynjanna
 • Umhverfismál

Fimm lönd eru sérstaklega tilgreind sem áherslulönd:

 • Þrjú tvíhliða samstarfslönd þar sem ÞSSÍ hefur starfsstöðvar: Malaví, Mósambík og Úganda
 • Tvö lönd þar sem veittur er stuðningur við uppbyggingu í gegnum fjölþjóðlegt samstarf: Afganistan og Palestína.
Í fjölþjóðlegu starfi er lögð áhersla á fjórar stofnanir:
 
 • Alþjóðabankann
 • Barnahjálp SÞ (UNICEF)
 • Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women)
 • Háskóla Sameinuðu þjóðanna 

Neyðar- og mannúðaraðstoð verður jafnframt mikilvægur þáttur, með áherslu á mannúðaraðstoð frjálsra félagasamtaka, störf Matvælaáætlunar SÞ (WFP), Neyðarsjóðs SÞ (CERF) og samræmingarskrifstofu SÞ í mannúðarmálum (OCHA). Þá er í áætluninni lögð sérstök áhersla á hlutverk frjálsra félagasamtaka. Samstarf stjórnvalda og félagasamtaka hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og mun styrkjast enn frekar samkvæmt tillögum utanríkisráðherra.