Neyðar- og mannúðaraðstoð

Neyðar- og mannúðaraðstoð

Neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands miðar að því að bjarga mannslífum og draga úr þjáningu þar sem neyðarástand hefur skapast. Líkt og verkefni sem stuðla að langvarandi uppbyggingu og þróun er mikilvægt að neyðar- og mannúðaraðstoð sé veitt með ábyrgum og samhæfðum aðgerðum þar sem skilvirkni er höfð að leiðarljósi.

Aðstoð Íslands á þessum vettvangi tekur ávallt mið af þeirri þörf sem skapast hverju sinni. Aðstoðin rennur annars vegar um hendur stofnana og sjóða SÞ og hins vegar til félagasamtaka. Þrír aðilar gegna stærstu hlutverki á þessum vettvangi innan SÞ, Matvælaáætlun SÞ (WFP) sem starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heimi, Neyðarsjóður SÞ (CERF) sem gerir samtökunum kleift að bregðast við þegar skyndilegar hamfarir dynja á og Samræmingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) sem samræmir aðgerðir.

Félagasamtök gegna einnig lykilhlutverki á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar. Utanríkisráðuneytið tekur á móti umsóknum um styrki til félagasamtaka tvisvar á ári skv. sérstökum verklagsreglum. Sjá nánar hér Samstarf við félagasamtök (umsóknir)