Hoppa yfir valmynd
29. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Sólstjakar Viktors Arnars Ingólfssonar kynnt í Berlín

Húsfyllir var í Sameiginlegu húsi norrænu sendiráðanna er sendiherra Íslands, Gunnar Snorri Gunnarsson, bauð gesti velkomna á kynningu glæpasagnahöfundarins Viktors Arnars Ingólfssonar í tilefni af nýútkominni bók hans Sólstjökum í þýðingu Coletta Bürling, þann 26. október sl.. Í bók Viktors Arnar er sendiráð Íslands í Berlín vettvangur glæps, en hún hefst á því að lík finns í sendiráðinu. Það má því segja að nánd við bókmenntalegan vettvangs glæpsins hafi að vissu leyti aukið á spennuna er leikarinn Sascha Rotermund las upp úr bókinni, fyrsta kaflann.

Sólstjakar er fjórða bók Viktors Arnars, sem kemur út á þýskum markaði, en áður hafa bækurnar Afturelding, Engin Spor og Flateyjargátan komið út  í Þýskalandi, allar í þýðingu Coletta Bürling. Íslenskir glæpasagnahöfundar hafa verið vinsælir í Þýskalandi og hafa þessar bókmenntir nú áunnið sé þann sess að vera flokkaðar sérstaklega í Þýskalandi undir heitinu Island Krimi. Kynning á íslenskum bókmenntum hefur verið stór þáttur í starfi sendiráðsins í Berlín en Þjóðverjar hafa ávallt sýnt Íslandi og íslenskum bókmenntum mikinn áhuga.

Sendiráð Íslands í Berlín, Sögueyjan Ísland og bókaútgáfan Lübbe stóðu í sameining fyrir upplestrinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum