Orðspor

Orðspor

Eitt lykilverkefni stjórnvalda er að efla orðspor Íslands erlendis, byggja upp ímynd lands og þjóðar á grundvelli þekkingar, menningar og mannauðs og styðja við markaðssókn íslenskra fyrirtækja.

Utanríkisráðueytið, sendiráð og fastanefndir Íslands hjá alþjóðastofnunum halda málstað Íslands á lofti, almennt og í einstökum málum. Þau gæta þess að upplýsa önnur ríki reglulega um þróun og stöðu mála hérlendis og leita stuðnings við hagsmuni Íslands. Íslenskir ráðamenn gera slíkt hið sama við sín starfssystkin og hafa ennfremur veitt hundruð fréttaviðtala til að koma málstað Íslands á framfæri. Utanríkisráðuneytið vinnur náið með öðrum ráðuneytum til að samræma samskipti íslenskra stjórnvalda við erlenda fjölmiðla og koma réttum upplýsingum á framfæri um stöðu mála og stefnu íslenskra stjórnvalda.

Íslandsstofu er ætlað að vera samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um mótun stefnu og aðgerða á sviði orðspors og ímyndarmála og nýja markaðssókn atvinnulífs erlendis.

Frekara efni