Evrópumál

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar og að aðgerðir aðildarríkjanna á sviði samkeppni séu lögmætar. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglurnar eru innleiddar í íslenskan rétt og hvernig þeim er síðan framfylgt af stjórnvöldum. ESA gegnir einnig mikilvægu hlutverki varðandi samkeppnismál sem hafa áhrif á viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu þ.e. að tryggja réttmæta samkeppni fyrirtækja, og hafa eftirlit með ríkisstyrkjum og opinberum innkaupum.

ESA getur tekið mál upp að eigin frumkvæði eða vegna kvörtunar frá einhverju EES-ríkjanna, stofnunum ESB eða frá einkaaðilum. Telji stofnunin brotið gegn samningnum getur hún hafið áminningarferli sem getur leitt til þess að höfðað verði mál fyrir EFTA-dómstólnum.