Um alþjóðastofnanir

Um alþjóðastofnanir

Ísland hefur ríka hagsmuni af því að tryggja sér virk og öflug alþjóðleg tengsl og eins sterka stöðu og kostur er í alþjóðastofnunum.

Alþjóða- og öryggissvið utanríkisráðuneytisins sinnir pólitískum samskiptum Íslands við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Alþjóðleg samvinna fer aðallega fram á vettvangi alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna og undirstofnanna hennar sem og ýmissa svæðisbundinna stofnana eins og Öryggis og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Evrópuráðsins og Atlandshafsbandalagsins (NATO) svo nokkrar séu nefndar.