Ástralíuhópurinn

Ástralíuhópurinn (AG)

Ástralíuhópurinn (Australia Group - AG) er óformlegt samstarf 40 ríkja sem upphófst 1985, eftir að í ljós kom að efnavopn höfðu verið notuð í Íran-Írak stríðinu. Hópurinn leitast við að koma í veg fyrir útbreiðslu efna og lífefnavopna með samræmdu útflutningseftirliti. Samstarfið auðveldar aðildarríkjunum að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt efnavopnasamningnum frá 1992 (CWC) og lífefnavopnasamningnum frá 1972 (BWC).

Auk Vesturlanda eru Argentína og Úkraína aðilar að hópnum. Ísland er aðili að samstarfinu og framkvæmir skuldbindingar sínar á grundvelli laga um útflutningsleyfi nr. 4/1988.

Tenglar

Australia Group   |   GICNT   |   GTRI   |   HCOC   |   MTCR   |   NSG   |   OPCW   |   PSI   |   ÖRSÞ (UNSC)  Wassenaar   |   Zangger   |   1540-nefndin

 


 Uppfært: 06/015     |     Athugsemdir sendist hér     |     Skammstafanir