Útgeimurinn

Útgeimurinn

Nútíma fjarskipti og leiðsögutækni byggja á gervihnattakerfi í útgeimnum, sem gerir það að mögulegu skotmarki í stríðsátökum. Ríki heims hafa vaxandi áhyggjur af hættunni á nýju vopnakapphlaupi í útgeimnum. Tæknin er þegar fyrir hendi. Kína skaut niður eigin gervihnött í janúar 2007 í 850 km hæð. Bandaríkin skutu niður gallaðan gervihnött í febrúar 2008 sem var í 200 km hæð. 

Stofnanir

Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNOOSA) stuðlar að friðsamlegri nýtingu útgeimsins.

Samningar

Útgeimssamningurinn frá 1967 (Outer Space Treaty - OST) 

Samningurinn bannar staðsetningu gereyðingarvopna í útgeimnum.  Hins vegar bannar hann ekki að útgeimurinn sé notaður í hernaðarátökum eða að skotflaugar fari um hann. Um 90 ríki eru aðilar að Útgeimssamningnum, þ.m.t. Ísland.

Tenglar

OST     |     UNOOSA

 


Uppfært: 02/13     |     Athugsemdir sendist hér     |     Skammstafanir