Kjarnorkumál

Kjarnorkumál

Engin kjarnorkuver eða kjarnakleyf efni eru á Íslandi. Notkun jónandi geislunar á Íslandi er einkum í heilbrigðiskerfinu. Bæði er um að ræða greiningu og meðferð sjúkdóma. Einnig er um notkun að ræða í iðnaði og menntakerfinu svo og á rannsóknastofnunum. Helmingur geislaálags Íslendinga er vegna náttúrulegrar geislunar.

Ísland tekur virkan þátt í alþjóðasamstarfi í kjarnorkumálum, bæði vegna þeirrar geislunarstarfsemi sem fer fram á Islandi og ekki síst vegna þess að erlend kjarnastarfsemi og kjarnöryggismál í nágrannalöndum hafa þýðingu fyrir öryggi Íslands og íslenskra hagsmuna.

Stofnanir

  • Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) vinnur að öruggri og friðsamlegri nýtingu kjarnavísinda og -tækni. Hún stuðlar að alþjóðafriði og -öryggi og að þúsaldarmarkmiðum heimsins um félagslega, efnahagslega og umhverfislega framþróun. IAEA hefur eftirlit með því að kjarnefni séu ekki notuð til vopnaframleiðslu.
  • Kjarnöryggisrannsóknir Norðurlanda (NKS)
  •  Kjarnorkustofnunin (NEA)

Samningar

Tenglar

IAEA     |     NKS     |     NEA

 


 Uppfært: 02/13     |     Athugsemdir sendist hér     |     Skammstafanir