Grænt hagkerfi

Grænt hagkerfi

Til-ad-njota-hennar-tharf-ad-hugsa-um-hanaGrænt hagkerfi er nokkuð nýtt hugtak, því er ætlað að tengja sjálfbæra þróun við hagræna þætti samfélagsins og stuðla þannig að sjálfbærni. Á Íslandi hefur nú þegar farið fram stefnumótunarvinna á vegum Alþingis sem miðar að því að kortleggja sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar. Nefnd skipuð af Alþingi undir forystu Skúla Helgasonar skilaði greinargóðri skýrslu þar sem bent var á fjölmarga af þeim möguleikum sem íslensku atvinnulífi bjóðast. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að í grænu hagkerfi verði til ný og uppbyggileg störf um leið og lífsskilyrði fólks eru bætt, bæði hnattrænt og heima fyrir. Í grænu hagkerfi miðast ákvarðanataka við að virðing fyrir umhverfi, náttúru og komandi kynslóðum sé höfð að leiðarljósi við verkefnaval samtímans. Þann 20. mars 2012 samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis, því má segja að Ísland hafi nú þegar tekið stórt skref í átt að grænu hagkerfi með því að ríkið verði fyrirmynd í umhverfismálum og skapi forsendur fyrir grænt hagkerfi.

Á Ríó+20 ráðstefnunni er stefnt að því að brúa bilið milli umhverfis og atvinnulífs með áherslu á grænt hagkerfi, enda eru stoðir sjálfbærrar þróunar þrjár þ.e. umhverfi, samfélag og atvinnulíf allar jafn mikilvægar og samtengdar.

Hér má nálgast tengla og annað kynningarefni:

Upplýsingar frá heimasíðu ráðstefunnar um grænt hagkerfi

Skýrsla Alþingis um grænt hagkerfi

Myndin er fengin af heimasíðu ráðstefnunnar