Auðlindir hafsins

Auðlindir hafsins

Nýting hafsins er Íslandi afar mikilvæg enda sjálfbærar fiskveiðar undirstaða íslensks efnahagslífs. Sjávarútvegsstefna Íslands byggist á meginreglu sjálfbærrar nýtingar lifandi sjávarauðlinda og að nýta skuli þá stofna sem það þola. Íslensk stjórnvöld hafa sömuleiðis verið talsmenn þess að stofnar séu ekki ofveiddir og kvótar taki mið af veiðiþoli.

Aukin alþjóðleg meðvitund um málefni hafsins endurspeglast í margþættu alþjóðlegu samstarfi og stofnana þar sem fjallað er um ýmsa þætti sjávarnytja og verndun hafsvæða. Utanríkisráðuneytið tekur virkan þátt í því alþjóðasamstarfi með það fyrir augum að tryggja sjálfbæra þróun og hagsmuni íslensks sjávarútvegs til langs tíma litið.

Íslensk stjórnvöld leggja til dæmis ríka áherslu á að alþjóðlegu framkvæmdaáætluninni um vernd hafsins gegn mengun frá landi sé framfylgt. Auk þess leggja stjórnvöld áherslu á framkvæmd alþjóðasamnings um ráðstafanir til að draga úr mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna.


Auðlinda og umhverfisskrifstofan sinnir margvíslegu alþjóða starfi eins og fiskveiðisamstarfi innan Matvæla og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), þar sem fjalla hefur verið um umhverfismerkingar sjávarafurða, ólöglegar fiskveiðar á úthafinu, ríkisstyrki í sjárarútvegi, ofveiði og fleira.